Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Page 12

Samvinnan - 01.06.1944, Page 12
SAMVINNAN 5. HEFTI Svipblær sá, er var á þessum gömlu burstabæjum hefur orðið mönnum mjög hugþekkur með líðandi árum. Þó hefur ekki tekizt að halda honum við. Hugs- anlegt er, að þær tilraunir, sem gerðar voru til að samræma þennan bæjastíl nýjum húsaefnum og breyttum kröfum um skipulag hafi beinlínis orðið til þess að búa honum gröf, því að hús þessi urðu ýmist svo herfileg ásýndum, að raun var að, svo ólík og fjarstæð því, sem eftir var leitað eða svo óhag- kvæm og dýr að ekki varð endurtekið. Sennilega hafa tvö atriði valdið mestu um það, hve illa tókst með útlit þeirra nýju húsa, sem reist voru í burstastílnum. Hið fyrra var það að veggir þeirra voru háir, eða af venjulegri kaupstaðahúsa- hæð. Torfveggir gömlu bæjanna voru hins vegar mjög lágir, og þeir áttu sinn ákveðna og sterka þátt í stíl eða svipblæ bæjanna. Hið síðara atriðið var það, að stafnar nýju húsanna voru úr steinsteypu. Steinn og timbur eru hins vegar svo gerólík efni, að hvorugt gat hér komið í annars stað svo vel færi á, og var þar um allt annað að ræða en stafnþil gömlu bæj- anna. Mér þykir ósennilegt, að ekki hefði verið hægt að lagfæra þessa ágalla smátt og smátt ef áfram hefði verið haldið með tilraunir í þessa átt. En það var ekki gert. Almenningsálitið var þá einnig um skeið mótfallið þjóðlegum sjónarmiðum í húsagerð, en nýir húsameistarar, sem þá bættust í hóp okkar, voru að sjálfsögðu menntaðir í erlendum skólum og hafa flestir haft lítil kynni af gömlu bæjunum, þótt þeir væru vel að sér að öðru leyti. Á mynd þeirri, sem hér fylgir, hef ég gert lauslega tilraun til að samræma einfalt nútímaskipulag sveitabæjar og hinn forna svipblæ. Á bæ þeim, sem þar er sýndur, eru raunveruleg stafnþil, enda timbur 144

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.