Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Síða 20

Samvinnan - 01.06.1944, Síða 20
SAMVINNAN 5.-6. HEFTI Upp úr hádeginu þann 16. júní byrjuðu bílarnir að streyma austur Suðurlandsbrautina á leið til Þing- valla. Veður var bjart og hlýtt og sólin skein í heiði. Fólk var því í hátíðaskapi, er það lagði upp í hina merkilegu för til Þingvalla, helgistaðar þjóðarinnar að fornu og nýju, til þess að vera viðstatt eina merki- legustu og hátíðlegustu stund í lífi íslenzku þjóð- arinnar, þegar formlega skyldi gengið frá stofnun lýðveldis á íslandi, og vera viðstatt er þjóðin end- urheimti að fullu frelsi sitt og fullveldi eftir að hafa verið háð erlendum ríkjum að meira eða minna leyti um 700 ára skeið og vera sjónarvottar að kosningu hins fyrsta íslenzka þjóðhöfðingja, forseta íslands. Þegar líða tók á daginn, fór að dimma í lofti og loks tók að rigna og hvessa. Bílarnir héldu samt áfram að streyma til Þingvalla, alltaf þéttara og þéttara. Um níuleytið, er ég kom á Vellina, var þar kominn stór tjaldborg, sjálfsagt um 100 tjöld, og óslitinn straum- ur bíla með fólk og farangur hélt inn á Vellina. Við gengum um hátíðarsvæðið, formaður þjóðhá- tíðarnefndar og undirritaður, litum á pallana til þess að athuga, hvort nokkuð hefði gleymzt. Alls staðar var verið að vinna og leggja síðustu hönd á verkið. Árni Snævar, sem hafði yfirumsjón með öllum fram- kvæmdum á Þingvöllum gekk um og leit eftir að allt væri framkvæmt. Síðar um kvöldið eða um kl. 11 kom utanríkisráðherra og skrifstofustjórinn í utanríkis- ráðuneytinu ásamt arkitektinum til þess að gera sér grein fyrir framkvæmd Lögbergsathafnarinnar og athuga í öllum atriðum, hvernig allt skyldi fram fara. Útvarpsvirkjar og verkfræðingar voru þar komnir með öll sín tæki uppsett og voru þau reynd. Allt var tilbúið og í bezta lagi, nema veðrið. Nú var komin Ambassador Bandaríkjanna flytur hinu nýja lýðveldi árnaðaróskir Bandaríkjastjórnar, að Lögbergi 17. júní. 152

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.