Samvinnan - 01.06.1944, Qupperneq 26
SAMVINNAN
5.-6. HEFTT
hækkað um 10 dollara pr. tonn. Verð á síldarmjöli er
$ 75,00, en lýsi $ 155,00 fyrir tonn f. o. b.
Eina sjávarvaran, sem ekki tókust samningar um
í vetur, var þorskalýsið. Hvorki Bretar eða Banda-
ríkjamenn kærðu sig um að kaupa það þá. Löngu
seinna óskuðu Bretar eftir tilboði um dálítið af þorska-
lýsi og tókust samningar um sölu á 1500 tonnum seint
í maí fyrir verð, sem samsvarar nokkurnveginn mark-
aðsverði þvi, sem nú gildir í Bandaríkjunum. Lýsis-
framleiðendur tóku þessari sölu fegins hendi, þar
sem mjög mikil sölutregða er á lýsi í Bandaríkjun-
um, en lýsisframleiðsla með langmesta móti á síðustu
vertíð.
Þegar þetta er skrifað, standa yfir samningaum-
leitanir um sölu á saltsíld. Um það hafði verið talað
í vetur, að Hjálparstofnun hinna sameinuðu þjóða
keypti hér allt að 700.000 tunnur af saltsíld. Síldar-
útvegsnefnd var að láta rannsaka möguleika á því,
hversu mikið væri hægt að salta af síld og fyrir hvaða
verð hægt yrði að framleiða hana. Var talið ólíklegt,
að hægt yrði að framleiða meira en 200.000—300.000
tunnur, þó nægar umbúðir fengjust, enda var þá gert
ráð fyrir, að kaupandi sæi um útvegun á þeim. Þeir,
sem um málið fjölluðu fyrir hönd Hjálparstofnunar
hinna sameinuðu þjóða, töldu verð það, sem tiltekið
var, fjarri öllu lagi. Nokkru síðar skýrðu samnings-
aðilar frá því, að þeir hefðu keypt New-Foundland-
síld fyrir 33% lægra verð en sett var á íslenzku síld-
ina. Málinu hefur verið haldið vakandi, og standa
enn yfir samningar, þegar þetta er skrifað. Að vísu
er talað um miklu minna magn nú en áður, sem með-
fram stafar af erfiðleikum með útvegun á umbúðum.
Verð það, sem væntanlegir kaupendur hafa talað um
nú síðast, virðist þó það hátt, að komið geti til mála
að gera samning um eitthvað talsvert af saltsíld, ef
hægt er að tryggja umbúðir með hæfilegu verði.
Um landbúnaðarafurðir yfirstandandi árs er fátt
að segja, og má heita að útlitið sé óbreytt frá árinu
áður. Samningar um sölu þeirra verða að sjálfsögðu
ekki teknir upp, fyrr en að áliðnu sumri. Það, sem
um er að ræða, eru nær eingöngu sauðfjárafurðir.
Um sölu á mjólkurafurðum til útlanda getur varla
verið að ræða, svo nokkru nemi, nema helzt á ostum,
en undanfarið hafa Færeyingar verið þeir einu, sem
hafa viljað greiða það hátt verð fyrir ostinn, að komið
gæti til mála að líta við því.
Flutningar á framleiðsluvörunum til útlanda hafa
valdið geysimiklum örðugleikum síðari hluta árs 1943
og það sem af er þessu ári. Um mánaðamótin maí—
júní voru í landinu um 16000 tonn af frosnum fiski
og um þrír farmar af kjöti, sem beið útflutnings. En
skipakostur kaupenda virðist mjög takmarkaður eða
svo, að þeir geta ekki flutt út með þeim skipum,
sem nú annast flutninga á frosnum vörum, nema sem
svarar 2000—2500 tonnum á mánuði. Samninganefnd
utanríkisviðskipta hefur leitast við að greiða úr þessu
máli um margra mánaða skeið, og meðal annars leit-
að aðstoðar Bandaríkjastjórnar, en árangurinn er
enginn, enn sem komið er og vonlaust að úr rætist
síðar í sumar. Nú er það ekki svo, að Bretar hafi ekki
hug á að fá þessar vörur, því þeim liggur á að fá þær,
einkum kjötið, en erfiðleikarnir með frystiskipin virð-
ast vera svo miklir, að til vandræða horfir. Er þetta
ákaflega bagalegt, því mikill geymslukostnaður fell-
ur á vörurnar, og þó þær ekki beint skemmist, þá er
hætt við að þær versni við mjög langa geymslu. Þá
veldur og miklum erfiðleikum, að dilkakjötið selst
mjög ört hér innanlands, vegna verðákvæða í landinu^
þar sem það er í lágu verði. Hins vegar hefur ekki,
þegar þetta er skrifað, verið tekin ákvörðun um verð-
lækkun á nautakjöti, en til þess að ná því verði, sem
sex manna nefndin ákvað, þarf að selja það í heild-
sölu í Reykjavík fyrir að minnsta kosti kr. 7,00 pr. kg.
Á meðan dilkakjötið er selt fyrir það verð, sem nú
er á því, er lítil von til að nautakjötið seljist, en
miklu skynsamlegra virðist þó að leggja áherzlu á
að selja þær vörur innanlands, sem erfitt er að selja
til útlanda og þá aðeins fyrir mjög lágt verð. Er auð-
vitað alveg meiningarlaust að selja þá vöru úr landi,
sem telja verður mjög lélega markaðsvöru, en nota
innanlands bez-tu markaðsvöruna, sem er dilkakjötið.
Ég þarf ekki heldur að taka það fram, að á meðan
nóg er til af dilkakjöti, selst ekkert af ærkjöti eða
lakari tegundum kindakjöts, sem þó er venja að selj-
ist á sumrin. Það eina, sem bjargar, er það, að megin-
hluti ærkjötsframleiðslunnar var seldur til Bretlands
í vetur fyrir verð, sem telja má mjög viðunanlegt
eftir atvikum. En eins og áður er sagt, er óhentugt
að nota dýra útflutningsvöru hér í landinu, en selja
úr landi verðlága vöru, sem landsmenn gætu vel notað
sjálfir.
*
Það heyrast háværar raddir um það, að hér muni
upp rísa „nýr himinn og ný jörð, þegar þessari styrj-
öld lýkur, þar sem réttlætið mun búa.“ Betur að svo
reyndist. En ég er nú ekki bjartsýnni en það, að mér
þykir ólíklegt, að manndráp og eyðileggingarstarfsemi
yfirstandandi tíma bæti mannkynið nokkurn skap-
aðan hlut. Ég held því, að bezt sé að búast við breizk-
um heimi og erfiðum, — gott skaðar ekki. —
Það er ef til vill tilgangslítið að reyna að spá í eyð-
urnar um útflutningsverzlun landsmanna að stríðinu
loknu. Vér eigum þar allt undir öðrum þjóðum og
158