Samvinnan - 01.06.1944, Síða 31
5.-6. HEFTI
SAMVINNAN
lýsingu á vikrinum, því að undantekningarlítið virð-
ast menn vera í þeirri trú, að enginn munur sé á vikri
að öðru leyti en því, að hann sé til bæði fínn og grófur.
Á rúmu ári, sem liðið er síðan Vikurfélagið h.f.
byrjaði framleiðslu á vikurholsteinum ± hinum nýju
og fullkomnu vélum sínum, hafa rúm 70 íbúðarhús,
auk fjölda annarra bygginga, verið byggð úr honum.
Mest af þessum íbúðarhúsum hefur verið byggt í vet-
ur og sumar, en nokkur voru tilbúin í haust, svo að
búið var í þeim í vetur. Flest voru þau hituð upp með
rafmagni, sem í vetur var af skornum skammti í
Reykjavík og Hafnarfirði, eins og kunnugt er. Mér
er kunnugt um, að hús þessi hafa öll reynzt hlý og
rakalaus. Á steininn hefur verið múrhúðað utan og
innan, en því miður ekki alls staðar notað þéttiefni
í múrhúðunina.
Aldrei eru útveggir íbúðarhúsa of vel einangraðir.
Er því tvímælalaust mjög hagkvæmt að fara að ráð-
um Þóris Baldvinssonar og múrhúða hvorki vikur-
né steypusteinaveggi að innan, heldur klæða þá með
áferðargóðum veggplötum. Er það jafnframt beint
sparnaðaratriði, þar sem veggplöturnar eru að jafn-
aði helmingi ódýrari en múrhúðun.
Ég hef kynnt mér eftir föngum vikuriðnað til hús-
bygginga, opinberar rannsóknir, sem gerðar hafa ver-
ið á því byggingarefni, og umsagnir merkra bygg-
ingarfræðinga um það, á Norðurlöndum, Þýzkalandi
og í Ameríku, og get með hliðsjón af reynslu minni
hér óhikað mælt með vikrinum sem ákjósanlegu bygg-
ingarefni og sérstaklega hentugu fyrir íslenzka stað-
hætti. Það má ekki fremur gagnvart vikurhúsum en
steypusteinahúsinu í Fljótshliðinni, láta það villa' sér
sýn og dæma vikurinn sem byggingarefni eftir því,
þótt veggirnir kynnu að vera til að byrja með eitthvað
votir innan á einstaka húsi, því að þá hafa þeir verið
hlaðnir upp úr steininum blautum, eða væta kann
að hafa komizt inn í veggina vegna þess, að ekki
hefur verið múrhúðað utan fyrr en seint og síðarmeir.
Vikurholsteinar eins og þeir, sem meðfylgj andi mynd
sýnir, eru tvímælalaust af þeirri gerð, sem vel hentar
hér. Skilveggirnir, með svo stuttu millibili, gera þá
trausta og endarnir mynda hol, þegar tveir steinar
eru lagðir saman. Hægt er að fá hentugar handsnún-
ar vélar til að steypa í þannig steina. Komið gæti til
mála, að menn, sem eru vel í sveit settir með að ná
í vikur, fengju sér slíkar vélar og steyptu steina fyrir
sig og nágrannana. Þá er til sú leið, sem líklega er
heppilegri, að byggðalög, sem langt ættu um aðdrætti,
hefðu á skipulagðan hátt félagsskap um kaup á hol-
steinum til bygginga, og gæti með því munað nokkru
á verði í flutningskostnaði og fleiru. Vildi Vikurfélag-
ið h.f., ef því væri að skipta, létta eftir getu undir
Dómar
Ritstjórar Morgunblaðsins, Þjóðviljans og
Alþýðublaðsins dæmdir til refsingar fyrir á-
rásir og illmæli í garð Sambands ísl. samvinnu-
félaga. Ummæli þeirra dæmd dauð og ómerk.
Hinn 5. nóv. haustið 1943 hófu Þjóðviljinn og Morg-
unblaðið samtímis hatrammar árásir á S. í. S. og for-
stöðumenn þess fyrir eyðingu á saltketi, sem af ó-
viðráðanlegum ástæðum hafði ekki verið hægt að
flytja út í tæka tíð og því orðið óhæft til manneldis.
Daginn eftir bættist Alþýðublaðið í hópinn og sparaði
sig hvergi, er það sá hversu rösklega var róið frammá.
Sigurður Kristinsson höfðaði þá mál f. h. Sambands
íslenzkra samvinnufélaga gegn blöðum þessum til
þess að fá úr því skorið með dómi, hve haldgóð rök
blöðin hefðu fyrir ádeilu sinni og stóryrðum. Voru
stefnur á hendur ábyrgðarmönnum nefndra blaða
gefnar út hinn 14. des. s.l., og flutti Sveinbjörn Jóns-
son hrmflm. málið fyrir samvinnufélögin.
Hinn 8. maí s.l. kvað Árni Tryggvason, settur borg-
ardómari, upp dóm í málum þessum. Urðu málalok
þau, að hinar um stefndu ásakanir og aðdróttanir
voru dæmdar dauðar og ómerkar, en ritstjórar blað-
anna dæmdir til refsingar:
Sigfús Sigurhjartarson í 800 kr. sekt í ríkissjóð ella
sæti hann 30 daga varðhaldi, Stefán Pétursson í 600
kr. sekt í ríkissjóð eða 24 daga varðhald og Valtýr
Stefánsson í 300 kr. sekt eða 15 daga varðhald.
Enn fremur eru þeir dæmdir til að greiða S. í. S.
málskostnað.
*
Málsskjölin bera það með sér, að hinir stefndu hafa
með slíkum viðskiptum. Höfuðkosturinn við það yrði
þó sá, að um jafnsteypta, trausta og góða vélunna
vöru yrði að ræða. Vikurfélagið h.f. framleiðir hol-
steinana í mjög fullkomnum vélum með svokallaðri
hristiaðferð, sem eykur mjög styrkleika steinanna frá
vanalegri þjöppunaraðferð. Verksmiðja Vikurfélags-
ins h.f. og vinnufyrirkomulag allt til öryggis því, að
varan verði jöfn og góð, er það fullkomnasta í sinni
röð, sem þekkist í Evrópu.
Vikurinn er gott byggingarefni, það er ekkert efa-
mál. En það er með hann eins og flest önnur efni,
að vandvirkni og réttar vinnuaðferðir eru skilyrði
fyrir því, að hinir góðu eiginleikar hans komi að full-
um notum.
163