Samvinnan - 01.06.1944, Page 36
SAMVINNAN
5.-6. HEFTI
an og ólmaðist eins og mannýgur tarfur, meðan
Karólína bar henni hey og setti tvo snjóhnausa hjá
henni. Svo talaði hún við hana í blíðum róm, og smám
saman tók kvígan að spekjast, eins og hún skildi, að
Karólína vildi sér vel.
Hún var talsvert borginmannleg yfir þessari ný-
fengnu eign sinni, er hún lokaði hlöðudyrpnum. Þeg-
ar hún gekk fram fram hjá heystakknum, varð henni
ósjálfrátt litið um öxl. Hjá hlöðuhorninu stóð glor-
soltinn og grindhoraður úlfur. Hann titraði í nár-
unum og hárið á herðakambinum stóð beint upp í
loftið. Það skein í berar vígtennurnar. Svo rak hann
út úr sér blóðrauða tunguna og sleikti út um. Hann
lyfti annarri framlöppinni. Karólína stóð grafkyrr.
Allt í einu sneri úlfurinn sér við og hvarf út í mugg-
una.
Karólína gekk föstum skrefum gegnum snjókófið,
heim að kofanum. Hún fann, að hræðslan mundi yfir-
buga sig, ef hún greikkaði sporið. En þegar hún kom
ofan í gilbrekkuna, datt henni í hug, að úlfurinn
kynni að stökkva á sig ofan af gilbarminum. Þá tók
hún undir sig stökk, hljóp heim og skellti kofahurð-
inni í lás á eftir sér. Það skipti engum togum. Um
leið og hún skautst inn úr dyrunum, rak úlfurinn
upp grimdarlegt ýlfur á þekjunni yfir höfði hennar.
Annar tók þegar undir niðri í gilinu.
Um kvöldið stóðu þeir urrandi við dyrnar og klór-
uðu í hurðina. Þeir höfðu komizt í kjötið við kofa-
vegginn. Karólína lét ljósið lifa og sat alla nóttina
og hafði gætur á pappírsskjánum. Skjárinn var
þrengri en svo, að úlfur gæti auðveldlega smogið um
hann. En hún var reiðubúin að skjóta, ef löpp eða
trýni kæmi þar í ljós. Nú hafði hún öxina hjá sér í
kofanum og var ákveðin í að nota hana til að höggva
borðið og bekkina heldur í eldinn en hætta sér út.
En hún gat treynt heyið í tvo daga, og þá þóttist hún
sjá af birtunni, sem lagði í gegnum snjóinn á ljór-
anum, að sólin væri tekin að skína.
Hún tók skammbyssuna og opnaði dyrnar með
mestu varúð. Eldsneytislaus gat hún ekki verið til
lengdar, svo á nokkuð varð að hætta.
Hún sá engar úlfaslóðir hjá kofanum, og kvígan
var heil á húfi í hlöðunni. Eftir það fór hún aldrei
út fyrir dyr, án þess að hafa byssuna með sér.
Nú hafði hún sífellt í huga aðvörun Karls. Hann
hafði skrifað, að það gætu komið úlfar og — útlagar.
Þegar hún skaraði í eldinn, hafði hún hugfast, að reyk-
urinn gæti séðst úr margra mílna fjarlægð í björtu
veðri og sagt til kofans.
Þegar leið á veturinn, ruglaðist hún algerlega í
tímatalinu. Það var liðið fram í febrúar, þótt hún vissi
það ekki. Langur bjartviðris- og kuldakafli var senn
á enda, og nýtt hríðarkast var að skella á. Karólína
hafði dregið að sér mikið af heyvöndlum, þvegið upp
matarílátin og var nú að greiða sér, áður en hún færi
í rúmið.
Hún hlustaði á veðurgnýinn, sem buldi og æddi
með ægilegum hvin á kofaþekjunni. Allt í einu varð
henni litið upp, og hún sá reykpípuna svigna til og
bresta. Hún varð sem steini lostin af skelfingu. Svo
heyrði hún, að maður kallaði.
Það var maður á kofaþekjunni! í moldviðrinu hafði
hann rekist á reykpípuna. Enginn heiðarlegur maður
gæti hafa hætt sér langt frá heimkynni sínu í slíku
veðri. Þetta gat enginn verið nema útilegumaður,
sem væri að villast í hríðinni.
Hann hafði rekist á pípuna að austanverðu og hlaut
því að stefna í gilið. Eftir fáein skref hlaut hann að
steypast fram af barminum ofan í snjódyngjuna niðri
í gilinu. Þar mundi hann verða til, og bein hans
mundu ekki finnast, fyrr en snjóinn leysti. Hún hugs-
aði með sér: „Ég hreyfi mig ekki. Þetta kemur mér
ekki við. Ég hleypi honum ekki inn. Ég verð að hugsa
um barnið.“
En ósjálfrátt stökk hún að reykpípunni og kallaði:
„Leggstu niður! Skríddu! Gilbarmurinn fram undan!
Haltu til hægri! Þar er kaðall! Heyrirðu það?“
Hún heyrði óglöggt til hans gegnum veðurgnýinn.
„Það er gata“, kallaði hún. Gata, niður eftir — á
vinstri hönd.“
Hún heyrði ekki, hvort hann svaraði. Hún þreif
byssuna og miðaði á dyrnar, gekk aftur á bak inn
fyrir borðið og beið þar, reiðubúin að skjóta.
Hún iðraðist nú þess, er hún hafði gert, og fann
jafnframt, að hún hefði ekki getað látið það ógert.
Allt í einu svipti stormurinn upp hurðinni. Snjór
þyrlaðist inn um gættina og maðurinn kom í ljósmál.
Hann var hár og hrikalegur, í loðúlpu, allur fann-
barinn. Það rifaði aðeins í augun undir klömbruðum
augnabrúnum. Andartak leið, áður en hún dró kennsl
á hann og hljóp með feginsópi í klökugan faðm hans.
„Hvernig — hvernig í ósköpunum ertu kominn
hingað?“ stundi hún upp eftir stundarkorn. Hún trúði
ennþá ekki, að þetta væri annað en draumur. Hún
fór höndum um snjóugan loðfeldinn hátt og lágt til
að fullvissa sig um, að þetta væri Karl og enginn
annar.
„He-he-hefurðu fengið nokkuð að borða?“ kjökr-
aði hún.
„Alveg sama um mat,“ sagði hann hressilega.
Svo fór hann að erta hana ofurlítið. „Það er eins
og ég hafi komið þér óvænt. Sagði ég ekki, að ég
kæmi eins fljótt og ég gæti?“
Svo ávítaði hann hana í alvöru: „Karólína," sagði
hann. Guð einn veit, hvernig mér varð innan brjósts,
þegar þeir sögðu mér í kauptúninu, að Svensonshjón-
in væru farin og þú værir hér alein.“
Þeir höfðu líka reynt að aftra honum frá að fara
út í hríðina, en það héldu honum engin bönd. Hann
var kominn langleiðis, þegar versta veðrið skall á.
„Þegar ég rakst á reykpípuna, var ég orðinn villtur,
og gat ekki gert mér grein fyrir, hvað þetta hafði
verið og gat ekki fundið það aftur. Ég var einmitt
að leita að því, þegar ég heyrði til þín, engillinn
minn.“
Svo tók hann hana í faðm sér og spurningar og
svör ráku hvað annað.
„Ég hef eignazt 40 dali,“ sagði hann hróðugur.
„Roslyn er bezti maður í þessu landi. Ég bjóst ekki við
að fá grænan eyri, en —“
„En, hvernig ertu í fætinum, Karl?“
168