Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Page 46

Samvinnan - 01.06.1944, Page 46
SAMVINNAN 5.-6. HEFTI ræðinu. í „Vopn guðanna“ sýnir skáldið grimman, blóðþyrstan og drengskaparlausan harðstjóra. Hann er sjúkur til valda. Vegna valdanna fórnar hann öllu, jafnvel hamingju einkabarnsins. Undir kúgunarvaldi hans blæðir þjóðinni út. Djarfur vitringur kemur í spá- mannshlutverki og bregður upp kyndli menningarinnar móti veldi harðstjórans og vinnur að lokum sigur. Eldingu lýstur niður í höfuð kúgarans og drepur hann. Nátt- úrukrafturinn er vopn guðanna, sem framkvæmir sektardóminn. Þannig er efni leikritsins. Það er snjallt, en tímabundið, eins og öll slík verk. Þáttur spámannsins út í óbyggðinni er of langur. Kvæðin í leikritinu eru yfirleitt mjög góð. En kvæði eiga helzt ekki heima í nútímaleikriti. Það er æskilegt að fá frá fremsta ljóðskáldi landsins ný ljóð, og leikrit í óbundnu máli. J. J. Kristleif ur Þorsteinsson: Úr byggðum Borgarfjarðar. ísafoldar- prentsmiðja h.f., 336 bls. Kr. 40 ó- bundin, kr. 70 í skinnbandi. Kristleifur á Stóra-Kroppi er fyrir löngu orðinn landskunnur fyrir ritstörf sín. Hann er nú rúm- lega áttræður að aldri. Langafi hans var hinn nafntogaði krafta- jötunn og galdraprestur, sér Snorri á Húsafelli. Hvað sem líður öllum þjóðsögnum af séra Snorra, er hitt víst, að niðjar hans bera það með sér, að þeir eru af góðum ættstofni. Kristleifur man 9 presta í Reyk- holti, ellefu sinnum hafa ábúenda- skipti orðið í hans tíð á sumum jörðum í sveit hans, en víðast hvar situr nú þriðji eða fjórði ættliður frá þeim, er Kristleifur man í æsku. Hann hefur því átt marga samferðamenn á lífsleiðinni. Ætt- fróður er hann svo af ber, glöggur á frásagnarefni og stálminnugur. Stíll hans er hispurslaus og óþving- aður. Mega margir af „rithöfund- um“ okkar öfunda hann af stíl- gáfu hans. Þættir Kristleifs, sem saman eru komnir í þessari myndarlegu bók, eru flestir um Borgfirðinga og Strandaringa, en svo kallast í dag- legu tali þeir, sem á Vatnsleysu- strönd búa. Þetta eru íslendinga- þættir, eins og þeir hafa gerzt á öllum öldum. Kristleifur ann hér- aði sínu og engu síður heiðalönd- um þess og fjallasýn. Þættir hans eru merkilegur minnisvarði um táp og „hjartans menningu" þeirr- ar kynslóðar, sem fæddist í dögun íslenzks þjóðfrelsis og hefur lifað mestu breytinga- og byltingaöld í sögu landsins. Kristleifur er líka virðulegur fulltrúi þessarar kyn- slóðar, sterkur, seigur, ósérhlífinn, næmur á fróðleik og minnugur, frjálslyndur í hugsun, hreinlyndur og góðhjartaður. Ég hygg, að þessir þættir Krist- leifs verði vinsæl bók hjá allri al- þýðu til sjávar og sveita, enda hefur hann verið jafnvígur til sjó- sóknar á Faxaflóa, silungsveiði í Arnarvatni og landbúnað í Borgar- firði. Helzt gæti mér dottið í hug að finna að því við hann, hve mjög hann forðast að láta sjálfan sig koma við sögu, segja frá skiptum sínum við náungann í einstökum atriðum, rekja samtöl og tilsvör. Mundi svo pennaliprum manni fara slíkt vel úr hendi. Þórður Kristleifsson kennari á Laugarvatni hefur búið bókina undir prentun með stakri vand- virkni. í henni eru margar ágæt- ar myndir, sem Þorsteinn Jósefsson hefur gert. J. Ey. Vegna rúmleysis verða nokkrar greinar og bóka- fregnir að bíða að þessu sinni. Næsta hefti Samvinnunnar kem- ur út i septembermánuði. SAMVINNAN 5.—6. hefti maí—júní 1944. Útgefandi: Samband ísl. samvinnufélaga Ritstjórn: fónas Jónsson. Guðlaugur Rósin- kranz. Jón Eyþórsson. Sími: 5099 Afgreiðslustjóri: Konráð Jónsson Sambandshúsið, Reykjavík. Sími: 1080 Verð árgangsins, 10. hefti kr. 15,00 Forvfgismenn. Jón Sígurðsson, forsetí var fæddur að Rafnseyri í Arnar- firði 17. júní 1811, sonur Sigurðar Jónssonar prófasts og konu hans, Þórdísar Jónsdóttur. Jón útskrifað- ist 1829 af Gunnlaugi Oddsen dóm- kirkjupresti, nam síðan málfræði við háskólann í Kaupmannahöfn, en tók aldrei embættispróf, dvald- ist síðan í Kaupmannahöfn, fékkst við ritstörf og rannsóknir á sögu landsins. Jón var skjalavörður hins Konungl. norræna fornfræðafélags 1845—’48, er það var lagt niður. Hann var útgefandi Nýrra félags- rita alla tíð frá 1841—’73, þingmað- ur ísfirðinga 1845—’79 og forseti Alþingis lengstum, meðan hann sat á þingi. Jón dó 7. des. 1879 í Kbh. Kona hans var Ingibjörg Einars- dóttir kaupm. í Reykjavík. Jón Sig- urðsson skrifaði meðal annars mik- ið um verzlunarmál og hvatti til samvinnu í verzlun. — Þjóðin hef- ur nú heiðrað minningu Jóns Sig- urðssonar og baráttu hans fyrir frelsi þjóðarinnar og fullveldi, með því að láta gildistöku stjórn- arskrár hins nýja lýðveldis á ís- landi fara fram á fæðingardegi hans, 17. júní, og þar með kjörið þann dag þjóðhátíðardag íslend- inga. 178

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.