Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Qupperneq 6

Samvinnan - 01.11.1946, Qupperneq 6
SAMVINNAN 9. HEFTI bróðirinn verið kaupfélagsstjóri í Klaustri, annar starfrækt gistihúsið, þriðji séð um búið og flutninga til og frá Reykjavík. Fjórði bróðirinn, sem er búsett- ur í Reykjavík, flytur mörg þúsund birkiplöntur aust- ur í hina fögru hlíð ofan við bæinn í Klaustri. Fimmti bróðirinn umbætir vélar og leggur vandasama jarð- leiðslu fyrir rafmagn vegna fyrirhugaðrar áveitu á ættaróðalinu. Kirkjubæjarklaustur er fögur jörð og búin dularfullum gæðum. Eldhraunið rann na^rri bænum í móðuharðindunum. Afarstórt, slétt sand- flæmi liggur frá túninu í Klaustri í átt til sjávar. Dá- lítill lækur fellur fram af brekkunni bak við bæinn á Klaustri. Kemur hann úr stöðuvatni, sem er skammt ofan við brúnina. Við þennan læk er byggð rafstöð með 150 hestafla orku. En uppi á heiðinni má veita allmikilli bergvatnsá í þetta vatn og mynda stóran foss fram af brekkunni. Sá foss gæti fram- leitt raforku handa Óllu því fólki, sem býr milli Mýr- dalssands og Lómagnúps. Á sandinum, skammt frá bænum í Klaustri, er allgóður flugvöllur, sjálfgerður. Mun mega gera þann flugvöll mjög fullkominn með því að láta steinefni úr Skaftá þétta sandinn. Við brúna á Skaftá undirbúa bræðurnir fimm í Klaustri einkennilega nýsköpun. Þeir ætla að rækta Stjórnar- sand, sem er um 20 ferkílómetrar með áveitu úr Skaftá. Hafa þeir dælustöð við ána og lyfta vatninu með raforku þannig, að það rennur í stríðum læk yfir sandinn. Með dráttarvél eru gerðir smáskurðir og garðar um sandinn, bæði til að leiða vatnið og til að mynda uppistöðu. Allt vorið og sumarið er vatnið í Skaftá mettað steinefnum. Þegar því er fyrst veitt yfir sandinn, sígur nokkuð af vatninu ofan í sand- inn, en tiltölulega fljótt fylla steinagnirnar allar hol- ur og sandbreiðan verður vatnsheld. Á öðrum stöð- um í Skaftafellssýslu er sandlendi fullgróíð og góð slægja eftir 10 ára bergvatnsáveitu. Skaftárvatn er miklu betra, og gera kunnáttumenn ráð fyrir, að Stjórnarsandur hjá Klaustri geti fullgróið með sam- felldri áveitu á 5 árum. Telja búfróðir menn, að þar geti á sínum tíma orðið tún, sem fæðir nokkur hundruð kýr. Rafdælurnar við Skaftá voru ekki full- gerðar fyrr en í haust sem leið. Tilraunir, sem gerðar hafa verið, benda til, að allur undirbúningur sé í bezta lagi. Uppistöður hafa myndazt innan við sand- garðana á sléttunni hvenær sem dælurnar tóku til starfa. Bergur, yngsti bróðirinn í Klaustri, er hug- vitssamur svo að af ber. Hefur hann komið fyrir öllum raflögnum og dælum, sem með þarf við verkið. Ef unnt verður á nokkrum árum að gera Stjórnarsand að töðuvelli, er það að vísu mikil og ánægjuleg fram- kvæmd í Kirkjubæjarklaustri. En verkið verður þó enn þýðingarmeira í sínum óbeinu afleiðingum. Víða eru stærri sandar en hjá Klaustri og jökulár þrungn- ar steinefnum. Mætti svo fara, að allrastærstu túnin á íslandi yrðu gerð á þeim söndum með orku raf- magns og frjómagni jökulfljótanna. Félagsskapur bræðranna í Klaustri er óvenjulegur og mætti vel verða til fyrirmyndar á efnishyggjuöld. Ást þeirra á óðalinu knýr þá til að prýða og bæta staðinn, þar sem þeir hafa lifað bernsku- og æskuár- in. Þeir af bræðrunum, sem eru fluttir burtu og búast tæplega við að flytja þangað aftur, eru algerlega sam- hendir hinum, sem starfa heima. Undir velviljaðri forsjá fimm bræðra verður orka fossa og sanda í ættargarðinum leyst úr læðingi og tekin í þjónustu fólksins, sem byggir landið. í þessa átt þarf að starfa á hverju myndarheimili út um allt land. Iðnaður í sveitum og kaupstöðum. Frá því land byggðist var nokkur iðnaður á hverju heimili. Nú hefur véltæknin sótt á að þurrka út allan iðnað nema í stærstu verzlunarstöðum landsins. Þetta er öfugstreymi. Mikið af iðnaði landsins gæti betur þróazt í sambandi við nokkra jarðrækt og búskap heldur en í stórum bæjum, þar sem landleysi og dýr- tíð er eins og farg á fólkinu. í Svíþjóð er mikið af iðnaðarvörum framleitt í sveitunum. Úrsmíði hefur öldum saman verið mikil iðn í byggðum Svisslands. Sýnilega gæti bókband, fatasaumur, einfalt hús- gagnasmíði og margháttaður annar iðnaður haft betri aðstöðu í vissum sveitum, þar sem samgöngur eru góðar og raforkuskilyrði, heldur en í kaupstöðum. Hér þarf að fara saman áhugi einstaklingsins og fé- lagsleg umhyggja. Samvinnufélögin eru búin að skapa margar gagnlegar nýjungar, en þeirra bíða enn mörg óleyst verkefni. Fjöldi ungra manna, kvenna og karla, hafa nú safnað fjármunum á dýrtíðarárum. Ef þetta unga fólk notar tímann og tækifærin, lærir nýjár iðnir, leggur fé í húsagerð og vélakaup með nægi- legri forsjá, þá hefur það undirbúið framtíð sína og margra annarra. En í þessum efnum geta samvinnu- félögin stutt sjálfbjargarviðleitni einstaklinganna á margan hátt og eiga að gera það. Kaupfélag, sem lætur vera að leita að viðráðanlegum umbótaverk- efnum, er byrjað að dragast aftur úr. Sú nýsköpun er bezt, sem sprettur af eðlilegri þörf dugandi manna til að leysa verkefnin með einstaklingshyggju og fé- lagslegri framsýni. Stríðsgróðinn hefur blindað marga menn, svo að þeir hyggja, að allar umbætur eigi að koma frá stjórnarvöldum landsins. Að vísu má gera til þeirra nokkra kröfu, en drýgst verður sú fram- sókn, sem sprettur af vakandi umbótalöngun ein- staklinganna. 238

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.