Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.11.1946, Blaðsíða 7
9. HEPTI SAMVINNAN Samvinnugistihús. Nokkuð hefur verið deilt um hvort kaupfélögin og Sambandið eigi að sinna gistihúsa starfsemi. Kaup- félagið á Akureyri hefur leyst það mál myndarlega fyrir sitt hérað. Hótel Kea er góð bygging, haganlega fyrirkomið, tiltölulega ódýr í stofnkostnaði og rekin Weð smekkvísi og góðri stjórn. Þangað leita innlendir og erlendir gestir, sem til Akureyrar koma og fá þar beztu fyrirgreiðslu meðan húsrúm endist. Margir við- urkenna, að vel sé fram úr þessu máli ráðið á Akur- eyri, en fordæmið eigi ekki við annars staðar. Þetta er villukenning. Það ætti að vera ein af fyrstu skyld- um hvers kaupfélags, sem verzlar við sveitabyggð, að hafa hæfileg gestaherbergi og matsölu handa þeim hiönnum, sem eiga þangað erindi að jafnaði. í hverj- um verzlunarstað eru það fyrst og fremst félagsmenn kaupfélagsins, sem þangað koma. Það er jafn eðlilegt a3 þeir geti í kaupstaðnum fengið keyptan mat og leigt hvílurúm, eins og að fá vörur úr búðinni. Þessir gististaðir verða að vera mjög misstórir, eftir gesta- komu á hverjum stað. En alls staðar þurfa þessir gisti- staðir að vera jafn hreinlegir og myndarlegir, eins og góð heimili á félagssvæðinu. Þeir forráðamenn kaup- félaga, sem láta það viðgangast, að félagsmenn þeirra séu nokkurs konar útigangsklárar í kaupstöðunum, syna lítinn metnað fyrir samherjum sínum og félags- systrum. Þjóðin er nú með ári hverju að reisa sér betri °g vistlegri heimili. Gistihúsin í verzlunarstaðnum eru sameiginlegt viðbótarheimili kaupfélagsmanna, sem eiga þangað sókn. Samkomuhús og leikhús. Eftir nokkra mánuði verður Þjóðleikhúsið í Reykja- vík fullgert og hægt að taka það til notkunar. Það er fuikil og fögur bygging, með 800 sætum og mjög prýði- iegri aðstöðu til sjónleikja, kvikmyndasýninga, fyrir- iestra og söngskemmtana. Leikhúsið hefur verið í smíðum nálega í 20 ár, og er byggt fyrir tekjur af skemmtanaskatti hvaðanæva af landinu. Skoðana- munur er nú að koma upp um það hversu eigi að verja skemmtanaskattinum, þegar leikhúsið er fullgert. vilja forgöngumenn leiklistar í Reykjavík að sjóður- inn gangi til að hafa á föstum launum tvennar tylftir leikara, en aðrir vilja láta þennan sjóð ganga til að reisa lítil leikhús og samkomuhús úti um allt land, 1 kaupstöðum, kauptúnum og sveitum. Ekki er unnt að fullyrða fyrirfram hver muni verða niðurstaða þessa máls. Ég vil vænta, þar til annað reynist, að sjóðnum verði öllum varið til nýrra húsabygginga utan Reykja- víkur, svo að með stuðningi af skemmtanaskatt- Inum komist á tiltölulega fullkomið samkomuhúsa- kerfi um iancj þannig að í þessum nýju sam- komuhúsum megi koma við sjónleikjum, kvikmynda- sýningum, fyrirlestrum og margháttuðum gleðisam- komum. Nú er mikill hörgull á góðum samkomuhús- um í landinu, og mörg þeirra, sem verður að nota, eru ekki nægilega vel hirt eða vönduð að öllum útbún- aði. Vantar nokkuð á að íslenzkir karlmenn hafi nægilega sterka tilfinningu fyrir því, að samkomu- húsið í byggðinni eða bænum er eins konar viðbót við hin einstöku heimili. Kaupfélögin eiga að geta reist sómasamlega gististaði fyrir sína félagsmenn, en með skemmtanaskattinum og framlagi bæja og sveitarfé- laga, íþróttamanna og æskulýðsins í landinu, ætti að mega reisa viðunanleg samkomuhús þar sem þeirra er þörf. Kvikmyndir. Engin skemmtun á betur við skap þjóðarinnar heldur en kvikmyndasýningar, og er sama raun um allan heim. Hér á landi hallar mjög á í þessu efni um aðstöðu fólks í stærri kaupstöðum og í sveitum og þorpum. Þar sem er allmikið fjölmenni á sama stað, rísa mörg kvikmyndahús með breytilegum dagskrám. í sveitum og smáþorpum hefur fram að þessu lítið eða ekkert verið gert til að koma við skipulegum mynda- sýningum. Samvinnufélögin eru til þess sett að bæta kjör þeirra, sem erfiðasta hafa lífsbaráttuna. Hér bíöur þeirra þýðingarmikið verkefni, að koma við skipulegum kvikmyndarekstri fyrir fólk í sveitum og sjóþorpum. Kaupstaðirnir eru eins og þeir heilbrigðu, sem þurfa ekki læknis við. Sennilega færi bezt á því að mynduð yrði kvikmyndadeild í hverju kaupfélagi í dreifbýlinu, og að þær hefðu alla forsjón sína og framkvæmd út á við í Sambandinu. Undir forystu góðra kunnáttumanna væru valdar heppilegar kvik- myndir innlendar og útlendar. Síðan væru þær látnar ganga sveit úr sveit og kauptún úr kauptúni, eftir því sem óskir væru um hverja mynd. Sennilegt er, að sums staðar væri þörf fyrir eina myndasýningu á viku, en annars staðar mættu liða tvær eða jafnvel þrjár vik- ur á milli sýninga. En aðstaða dreifbýlisins er að þessu leyti lík bæði um verzlunarmál og kvikmyndir. Dreifbýlið freistar ekki einstaklinga til að starfrækja þar búðir eða kvikmyndahús. Þess vegna eru allmörg héruð á íslandi, þar sem kaupfélagið er eitt um hit- una, og engar kvikmyndir sýndar. Samtakamáttur fólksins ræður þar fram úr vandanum. Hitt hlýtur jafnan að verða samvinnumönnum ógeðfellt að láta ríkið einoka allar kvikmyndasýningar í landinu. Þá hverfur sú tilbreytni, sem frelsið eitt getur veitt. Bókaútgáfa og bókasöfn. Sambandið á meirihlutann af stofnfé Edduprent- smiðju í Reykjavík. Sú prentsmiðja er að stækka til 239

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.