Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1946, Síða 20

Samvinnan - 01.11.1946, Síða 20
SAMVINNAN 9. HEFTI unun var á að horfa. í þessu kom fram einn þáttur í listagáfu Einars Benediktssonar. Skáldgáfan var hon- um dýrmætust af öllum hans mörgu glæsilegu eigin- leikum, og einskis af eignum sínum og eiginleikum gætti hann með jafn mikilli umhyggju og kostgæfni. Ljóðabækur hans voru í fyrstu útgáfu fásénir dýr- gripir, hvort heldur litið var á ljóðin eða hinn ytri búning. í útgáfu ísafoldar eru bindin þrjú. í fyrstu bókinni eru kvæðin úr útgáfunni frá 1897, og Pétur Gautur, sem skáldið þýddi litlu síðar. í öðru bindi eru Hafblik og Hrannir, en í hinu þriðja Vogar og Hvammar. Útgefendur hafa vandað útgáfuna, svo sem við mátti koma. Þó hefur ekki tekizt til fulls að ná þeim óvenjulega listræna blæ, sem einkenndi fyrstu útgáfu Hafblika og Hranna, undir eftirliti skáldsins sjálfs og Sigurðar Kristjánssonar. En þegar komið er að aðalatriði málsins, heildarút- gáfu af ljóðverkum Einars Benediktssonar, þá mun verkinu fagnað af öllum þeim íslendingum, sem kunna skil á góðum skáldskap. Hér eftir á aðeins við að hafa tvenns konar útgáfur af ljóðum Einars Bene- diktssonar: Heildarútgáfu eða stutt úrval. Mörg af kvæðum þessa skálds eru nú fyrir löngu orðinn óað- skiljanlegur hluti af andlegri séreign ljóðrænna ís- lendinga. En þeir, sem vilja fylgja skáldinu alla leið frá hinum háu tindum andlegra stórsýna út á hina þokukenndu útjaðra á víðlendu ríki hans, verða að eiga öll ljóðin. Útgáfa ísafoldar er þess vegna verk, sem þjóðin öll má minnast með fullri viðurkenningu. Nokkru eftir að möndulveldin gáfust upp 1945, kom út í Danmörku merkileg bók eftir íslending. Hún hét „Island under Besættelser og Unionssagen“. Höfund- ur þessarar bókar heitir Bjarni M. Gíslason. Er af hon- um mikil og merkileg saga. Bjarni M. Gíslason er nú orðinn mjög kunnur í Danmörku, sem rithöfund- ur og söguskáld. Hann er Vestfirðingur að ætt, missti foreldra sína ungur, en var alinn upp fram undir fermingaraldur á ágætu en afskekktu heimili í Barðastrandarsýslu. Hafið, landið og fornar og nýj- ar íslenzkar bækur mótuðu sál drengsins. Þegar hann fór að geta unnið fyrir sér, lagði hann ótrauður út í lífsbaráttuna, var eitt ár léttadrengur á sunnlenzkum sveitabæ, háseti á vélbáti í Vestmannaeyjum og há- seti á erlendu skipi, sem fór viða um heimshöfin. Að lokum varð hann háseti á íslenzkum togara, sparaði eins mikið og hann gat af kaupi sinu og notaði dá- lítið af þessum fjármunum til að gefa út ljóðakver, en fór með afganginn af gróða sínum til Danmerkur, gekk þar í skóla meðan sjóðurinn entist og lagði þá inn á hina erfiðu braut að verða rithöfundur á fram- andi tungu. Sú leið er sjaldan stráð rósum. En Bjarni Gíslason nafði með sér góðan arf úr ættlandinu. Hann var gæddur miklu skapandi afli, mikilli dirfsku, ættjarðarást og manndómi. Þessir eiginleikar hafa opnað honum margar dyr, og eiga vafalaust eftir að skapa honum örugga frægð bæði í ættlandi hans og öðrum Norðurlöndum. Bjarni Gíslason hefur gert ís- landi ómetanlegt gagn með því að halda fjölda fyr- irlestra um landið og þjóðina, bæði í Danmörku og Svíþjóð og með skáldritum sínum og fræðigreinum um ísland. Meðan stóð á stríðinu, var urgur í all- mörgum Dönum yfir því að íslendingar skyldu ákveða skilnað, án þess að á undan gengju formleg viðtöl og samningar. Bjarni Gíslason fór víða um Danmörku á þessum árum, og var vitaskuld beint til hans mörgum spurningum um þetta efni og auðvitað ekki ætíð í vinsamlegum tón. Bjarni svarar þessum fyrirspurn- um í allmörgum og ýtarlegum ritgerðum varðandi ís- land og íslenzk málefni. Eftir að stríðinu lauk gaf hann helztu ritgerðirnar út í bók þeirri, sem nefnd er hér að framan. Þar er í nokkrum þáttum gefin stutt en skýr mynd af sambandsmáli íslendinga og Dana. Bjarni Gíslason rekur í fáum dráttum sögu landsins. Hann lýsir Alþingi fyrr og nú. Hann skýrir frá hinum margþættu framförum síðan 1874, frá menningu landsins og lífsbaráttu þjóðarinnar, frá viðhorf íslendinga til Danakonungs, frá hersetu Breta og Bandaríkjamanna á íslandi, frá skilnaðinum 1944, og frá þeirri mynd af ættlandinu, sem höfundurinn sá eftir 12 ára dvöl erlendis. Það væri æskilegt, að bók Bjarna Gíslasonar yrði þýdd og gefin út hér á landi. Höfundurinn kann flest- um mönnum betur að túlka mál þjóðar sinnar gagn- vart erlendum mönnum. Hann trúir á málstað sinn, er djarfur og sanngjarn í senn og rökfastur svo að af ber. íslendingar eiga að fylgjast með Bjarna Gísiasyní. Hann er virðulegur sonur þjóðar sinnar og mun gera landinu gagn og sæmd hvar sem hann fer. Það er alþjóð manna kunnugt, að Sigurður Guð- mundsson skólameistari er einhver áhrifamesti upp- eldisfrömuður hér á landi. Hitt er mönnum minna kunnugt, að hann er mjög einkennilegur og frumlegur rithöfundur. Það var sagt um Pitt yngra, sem sat lengi að völdum í Bretlandi á háskalegum tíma, að þó mikill væri vandi á um aðgerðir í ríkisstjórninni, þá hefði hann lagt fram meginorku sína í átökum ræðu- manna í parlamentinu. Sigurði Guðmundssyni hefur farið á sama veg. Menntaskólinn á Akureyri er meg- inverk ævi hans. Þar hefur hann unnið varanlegt stórvirki. Erlendur í Tungunesi, afi Sigurðar Guð- mundssonar, hefur vafalaust verið mesti uppeldis- fræðingur sinnar samtíðar, og skólameistari hefur erft þann merkilega eiginleika í ríkum mæli. Sigurð- 252

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.