Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 4
SAMVINNUBÆR VIÐ ÖLFUSÁ Oddur Sigurbergsson, núverandi kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ár- nesinga. Þegar komiö er á Kamba- brún og horft yfir Suður- landsundirlendið svo vítt sem sér, hvarflar að huga manns hversu fyrir ýmissa hluta sakir ætti að hafa ver- ið auðveld öll félagsmála- starfsemi í þessum lands- hluta, borið saman við mörg önnur héröð. Landið er ekki sundurskorið af háum fjall- görðum. Víðáttumikið og blómlegt sléttlendi blasir við. Byggðin hefur um langan aldur verið tiltölulega þétt, og manndómsmikið og dug- andi fólk hefur byggt hérað- ið ekki síður en í öðrum landshlutum. Enda er það svo, að andlegar vakningar og félagsmálahreyfingar hafa farið frjóum straum- um um Suðurlandsundir- lendið. Búnaðarsamtök bændanna eru gömul og rót- gróin. Hitabylgja ungmenna- félaganna vermdi snemma hugi fólksins, mannbætandi og fræðandi uppeldi bindind- indismanna hafði hér sín áhrif. Og þótt samvinnu- hreyfingin væri hér nokkru seinna á ferðinni en í sum- um öðrum landshlutum, lágu til þess margar skýr- anlegar orsakir, og það mun- aði þá líka um hana, þegar komið var yfir erfiðleika undirbúnings- og byrjunar- áranna. Og þótt landið sé frítt, búsældarlegt og líklegt til auðveldra samgangna, leynast augum ferðamanns- ins ýmsir örðugleikar, sem einmitt samvinna og sam- hjálp dugandi fólks hefur ýmist sigrazt á eða er að sigra. Stórfljót klufu slétt- lendið og gerðu samgöngur örðugar á meðan þau voru óbrúuð. Votlendi var mikið í sumum sveitum og land- brot af völdum flóða og sandstorma átakanlegt, þar til hafizt var handa um fyr- irhleðslur, heftingu sand- foks, uppþurrkun og áveitur. En örðugast alls var hafn- laus strönd, jafnt til út- ræðis sem aðfanga. Hins vegar tóku íbúarnir þeim örðugleikum eins og þeir lágu fyrir. Sótt var til sjáv- ar, þótt höfn væri engin. Nauðsynjar voru fluttar i land og framleiðsla úr landi. En nærri má geta hve hafn- leysið var þó til mikillar ó- þurftar og eins og myllu- steinn um háls framfaranna lengi vel. Til þess lágu eðlileg rök, að fyrstu stórátök samvinnu- hreyfingarinnar á Suður- landsundirlendinu urðu þau að koma nýrri skipan á fram- leiðslu og markaðsmál land- búnaðarins með stofnun smjörbúanna um aldamótin og Sláturfélags Suðurlands 1907. Verður sú saga ekki rakin hér, og er hún þó öll hin merkasta. Hins vegar varð þróun samvinnumál- anna öll með nokkuð öðrum hætti á Suðurlandi en í öðr- um landshlutum, þar eð sala landbúnaðarafurða var i hcndum sérstakra sölufé- laga, eins og að vísu títt er erlendis. Annars staðar á landinu fóru kaupfélögin með hvort tveggja, neyt- endaverzlun og framleiðslu i umboðssölu, næstum und- antekningalaust, og er svo enn. Nágrenni við ört vaxandi höfuðborg á síðari hluta 19. aldar og fyrra hluta hinnar 20. hafði sín óhjákvæmilegu áhrif á afstöðu manna til verzlunarmála á Suðurlandi. Auk þess voru frá fornu fari sterkar kaupmannaverzlan- ir á Eyrarbakka. Vekjandi áhrif til samvinnuverzlunar komu ekki frá þessum stöð- um. Þrátt fyrir það voru Sunnlendingar engan veg- inn ósnortnir af þeirri and- legu vakningu, sem lá til stofnunar kaupfélaganna; eins og fyrr er sagt, enda var það hún, sem var bak- grunnur smjörbúanna, Slát- urfélagsins og margra ann- arra félagslegra fram- kvæmda á Suðurlandi, þar á meðal myndarlegra og á- hrifamikilla tilrauna, sem gerðar voru til að stofna kaupfélög. En Sunnlending- ar eins og aðrir þurftu sinn reynslutíma og reynsluskóla. Þegar kom fram um 1930, var aðeins eitt kaupfélag starfandi á Suðurlandi milli Markarfljóts og Hellisheið- ar, Kaupfélag Hallgeirseyj- ar. Árið 1930 var stofnað kaupfélag á Rangárvöllum. Þessi tvö kaupfélög samein- uðust svo í eitt félag 1948, og hefur verið sagt frá því í Samvinnunni fyrir skömmu. Þegar hér var komið sögu, höfðu í Árnessýslu gerzt margir og merkir viðburðir. Sláturfélagið hafði gjör- breytt aðstöðu varðandi sauðfjárafurðir. Smjörbúin höfðu gert sitt gagn og í framhaldi af þeim höfðu verið stofnuð mjólkurbú á Selfossi og í Ölfusi. Stóðu að stofnun þeirra félagshyggju- menn i héraðinu og ríkis- valdið. Flóa- og Skeiðaáveit- urnar voru stórframkvæmdir risnar upp af sama grunni og gjörbreyttu aðstöðu til grasræktar. Eyrarbakki var ekki lengur einráð verzlun- armiðstöð austan Hellisheið- ar, heldur var nú risinn upp nýr verzlunarstaður við Ölf- usárbrú, Selfoss, og fór þorp- ið ört vaxandi. Samvinnu- félögin höfðu fyrir löngu sannað yfirburði sína í verzl- un ef vel var á haldið, einn- ig í Árnessýslu, þótt byrj- unarerfiðleikar væru þar miklir eins og víðast ann- ars staðar. Jarðvegurinn var undirbúinn og að því komið, að eitthvað, sem um mun- aði, hlaut að gerast á sviði samvinnuverzlunar í sýsl- unni, enda fór það svo. Árið 1930 hafði Egill Thor- arensen frá Kirkjubæ á Rangárvöllum, rekið verzlun á Selfossi um 12 ára skeið. Hann fæddist 7. janúar 1897, hafði hlotið uppeldi og menntun á stóru og um- fangsmiklu sveitaheimili, stundað verzlunarnám í Danmcrku, verið togarasjó- maður og stundað verzlun- arstörf í Reykjavík, áður en hann hóf verzlun á Selfossi. Egill Thorarensen sameinaði svo marga kosti stórhuga og skapandi leiðtoga, að leitun er á öðru eins. Hann var bú- inn fjölþættum listrænum gáfum, hagsýnn og djarfur kaupsýslu- og framkvæmda- maður, sá langt fram í tím- ann og var skapandi félags- hyggjumaður. Þennan mann fengu Ár- nesingar í fyllingu tímans til þess að verða kaupfélags- 4 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.