Samvinnan - 01.12.1966, Side 9
Að ofan sést forseti Austurríkis ávarpa þingið.
SETNINGARRÆÐA
23. ÞINGS
ALÞJÓÐASAMVINNUSAMBANDSINS
Ilér jer á eftir rœða, er dr. Bonow, forseti Alþjóðasamvinnu-
sambandsins, flutti við setningu 23. þings sambandsins í Vín-
arborg 5. sept. 1966. í þýðingunni er haldið skammstöfunum
þeim, sem búast má við, að íslenzkir lesendur kannist við, þar
sem cklci eru til samsvarandi íslenzkar skammstafanir. Sem
dœmi má nefna, að heiti Alþjóðasamvinnusambandsins er hér
skammstafað ICA, Matvœla- og landbúnaðarstofnun Samein-
uðu þjóðanna er nefnd FAO, en Sameinuðu þjóðirnar að sjálf-
sögðu S.Þ. Jafnframt skal fram tekið, að hér er jöfnum liönd-
um talað um vanþróuð ríki sem þróunarlönd, án þess í því
felist nokkur niðrun. Þýð.
Svipmynd yfir fundarsalinn. Menn greta gert sár í hugarlund hinn
mikla fuiltrúafjölda.
Þegar þing okkar kemur saman á þriggja ára
fresti, fá samvinnumenn um allan heim tækifæri til
að vega og meta kosti og galla alþjóðahreyfingar
sinnar. Þegar við lítum til baka til þingsins í Bourne-
mouth árið 1963, höfum við sannarlega ástæðu til að
vera ánægðir.
Pyrst alls er þess að geta, að Alþjóðasamvinnu-
sambandið hefur orðið æ fcetur fært um að koma
fram sem sannur fulltrúi fyrir samvinnuhreyfing-
una í heiminum. Prá Bournemouth-þinginu hefur
félagafjöldi í aðildarfélögunum vaxið úr 174,4 millj-
ónum í 53 löndum í 214,3 milljónir í 58 löndum.
Einnig má greina áhuga á fleiri tegundum aðildar.
Það vandamál, sem hvað eftir annað hefur skapað
erfiðleika og orðið að tilfinningamáli á þingum
okkar frá stríðslokum, þ. e. a. s. aðild nýrra félaga,
sýnist nú yfirunnið og verði í framtíðinni unnt að
ráða því til lykta á friðsamlegan og rólegan hátt.
Þegar minni orku verður sóað í innanfélagsdeilur,
mun af sjálfu leiða, að betri forsendur fáist fyrir
framkvæmdum á stefnumálum ICA, og þá verði að
sjálfsögðu fyrst og fremst unnt að efla samvinnu-
hreyfinguna á allan hátt um víða veröld.
Með þessa þróun í huga hygg ég að við getum
glaðst yfir því, að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna
og meðal hinna ýmsu stofnana þeirra er í æ vax-
andi mæli litið á ICA sem hinn eina fulltrúa og
talsmann mismunandi greina samvinnuhreyfing-
arinnar í heiminum. Til skýringar á þessu atriði er
nauðsynlegt að drepa á fáeinar staðreyndir.
Tengslin við Matvæla- og landbúnaðarstofnunina,
FAO, hafa verið treyst og færð inná ný svið. Raun-
veruleg samvinna hefur átt sér stað milli ICA og
FAO á vissum, afmörkuðum sviðum, einsog fram
kemur í skýrslu miðstjórnar nú á þinginu. Við-
skiptin við Alþjóða vinnumálastofnunina, ILO, hafa
síðustu þrjú ár einkennzt af æ nánara samstarfi,
einkum að því er varðar tæknilega aðstoð varðandi
samvinnuhreyfinguna. Benda mætti á eitt athygl-
isvert dæmi. Á aðalfundum ILO síðasta ár og þetta
ár, þegar samvinna var í fyrsta skipti eitt af aðal-
atriðum á dagskránni, átti ICA verulegt framlag
til þess máls, auk þess sem fjöldi samvinnumanna
átti sæti í sendinefndum hinna ýmsu þjóða. Niður-
stöður urðu þær, að lögð var fyrir þing ILO til-
laga, sem laut að vandamálum í viðgangi samvinnu-
félaga í þróunarlöndunum. Það spáir góðu, að til-
lagan var samþykkt nær því einróma á þingi ILO.
Frumkvæði, sem tekið var fyrir tveim árum síð-
an, hefur vakið mikla athygli víða um heim. Hér á
ég við sameiginlegt átak þriggja stærstu sjálfstæðu
stofnana, sem fram koma sem fulltrúar fyrir neyt-
endur, verkamenn og bændur, þ. e. a. s. ICA, Al-
þjóðasambands hinna frjálsu verkalýðsfélaga og Al-
þjóðasambands landbúnaðarframleiðenda. Sameig-
inleg krafa þeirra um endurnýjun og verulega út-
færslu matvælaáætlunarinnar hefur án efa haft
mikið gildi á alþjóðavettvangi. Hefur þetta tvímæla-
laust átt sinn þátt í jákvæðri afstöðu þeirra stofn-
ana S.Þ., sem um þetta fjalla og ákváðu að koma á
marghliða matvælaáætlun, sem reist væri á traust-
um grunni og gæti þanizt verulega út. Engu að síð-
ur er það hörmuleg staðreynd, að ekki skuli vera til
alþjóðaafl svo máttugt, að það geti gengið til orrustu
við hungurvandamálið á breiðum vígvelli nú, 20 ár-
um eftir heimsstyrjöldina, þegar mannkynið stend-
ur andspænis yfirvofandi hungursneyð í heimin-
um. Þetta mjög svo alvarlega ástand kallar á frekari
og víðtækari störf ICA og annarra óháðra alþjóða-
sambanda með svipað markmið, og ætti að þjappa
þeim saman innan vébanda S.Þ. og stofnana þeirra.
Ég mun síðar koma nánar að þessu mikla vandamáli.
SAMVINNAN 9