Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Page 16

Samvinnan - 01.12.1966, Page 16
Jakobínu Sigurðardóttur þarf ekkx að kynna fyrir lesendum Samvinnunnar. Hún er löngu þjóðkunn fyrir ljóð, smásögur og skáldsögur. Þessi saga er að vísu 1 lengsta lagi til þess að unnt sé að birta hana í einu lagi í ekki stærra tímariti en Samvinnunni, en ritstjórn þótti svo mikill fengur að henni, að ákveðið var að birta hana og hafa 1 þess stað fram- haldssöguna með stytzta móti þessu sinni. — Nú, hvar í andskotanum er þetta. Jói fletti sundur dag- blaði, sem hann hélt á og fum- aði eins og óviti. Síðan bar hann það upp að andlitinu á gömlu konunni. — Þarna sérðu það svart á hvítu! Tíuþúsund eitthundrað sjötíu og fimm. Hæsti vinning- ur! íbúð suður í Reykjavík! Gamla konan sá reyndar ekkert, því Jói hélt blaðinu svo nærri andlitinu á henni. En hún heyrði. Og hún fékk ógur- legan hjartslátt og suðu fyrir eyrun. Hún tók við blaðinu, en var svo skjálfhent að allt rann í móðu. — Ertu viss um að það sé mitt númer? spurði hún loks. — Finndu miðann, kelli mín, hrópaði Jói og var ofurlítið líkari sjálfum sér. Og þess vegna tókst henni að komast yfir að kommóðunni og finna miðann. Það stóð heima. Það var númerið á miðanum hennar. Samt hlaut þetta að vera ein- hver vitleysa. Hvað átti hún líka að gera með íbúð suður í Reykjavík. Hún stóð með miðann í hendinni og reyndi að skilja þetta. Loksins skildi hún það. Jói kom henni til hjálpar: — Þú selur auðvitað íbúðina! Sel- ur hana og stórgræðir á henni, manneskja! Þá datt hún. — — — JÁ, ÞARNA lá hún. Jói var dálitla stund að átta sig á því, hvað af henni varð, þegar hún datt. Hann hafði aldrei áður séð manneskju detta svona úr kyrrstöðu. Svo það var engin furða þó hann áttaði sig ekki strax. En svo sá hann að það var hún, þetta sem lá þarna á gólfinu. — Hvert þó í heit- asta! varð honum að orði. Svo beygði hann sig yfir hrúgaldið á gólfinu og það var ekki um að villast: það hafði liðið yfir kerlinguna! Hvað átti hann að gera? Hún lá nánast sagt endi- löng á grúfu, og hafði víst borið fyrir sig hægri höndina í fallinu. Höndin var kreppt, eins og hún hefði gripið dauða- haldi um eitthvað um leið og hún datt. Miðann, auðvitað! Hún hélt honum í hægri hend- inni þegar hún datt. Nú var miðinn horfinn. Hvað gat hafa orðið af miðaskrattanum? Jói svipaðist um. En miðinn sást hvergi. Ja, hvað átti hann að gera? Kannski var hún líka dáin. Jói tók snöggt viðbragð. Hann ýtti samt örlítið við gömlu konunni, rétt til að vita hvort hún andaði. Hann var alls ekki viss um það. Og þá sá hann miðann. Vinningsmið- ann. Miðinn hafði lent undir hægra læri konunnar, rétt að sá á brúnina á honum útund- an pilsinu, sem vafðist óhugn- anlega fast að mögrum, beina- berum mjöðmunum. Það var ómögulegt að ná honum án þess að lyfta henni eitthvað upp. Kannski var miðaskratt- inn líka rifinn. Hann togaði örlítið í þennan snepil, sem sást, en það var ekki óhætt, hún lá svo fast á honum. — Ranka, sagði hann skjálf- raddaður. En Ranka heyrði ekki neitt. Líklega var hún dauð. Steindauð. Hann hafði oft lesið um og vitað til, að liði yfir ungar stúlkur. Einkum út af ástamálum. En hálfáttræð- ar kerlingar. Aldrei. Hún var sjálfsagt dauð. Nú, maður þurfti víst ekki að vera hrædd- ur við hana Rönku lífs eða liðna, þessa manngæðasál. Ef Maja væri heima, þá var auð- vitað sjálfsagt að kalla á hana. En hún var enn ókomin frá stelpunni henni Dídí. Þær höfðu alltaf svo margt að tala um. Og þarna lá gamla konan, líklega dauð, á vinningsmið- anum. Jói svitnaði þegar hann lyfti henni upp. Hún var ó- trúlega þung. Samt greip hann upp mið- ann um leið. Hann lét gömlu konuna á dívaninn og stakk miðanum í vasa sinn. Bara ó- hugsað. En samt. — — Ef gamla konan var dáin, þá hafði hún ekkert með þennan miða að gera. Og það var heldur ótrúlegt að Maja, eða kerling- arálftin hún Stína, myndu númerið á miðanum. Þær voru ekki svo minnugar á tölur. Og hann átti númer úr sömu blokkinni, sem hann hafði keypt af stelpunni daginn eftir. Nei, hann var hundrað prósent viss um að enginn mundi vita um það, — en svo skammaðist hann sín hræðilega. — Mikill bölvaður erkiþorpari ertu að verða, Jóhannes. Þú ert að verða hreinn helvítismatur, bölvuð skepnan þín, sagði hann við sjálfan sig á leiðinni upp til sín. Síðan hringdi hann til Maju. Ekki vissi hann hvað átti að gera.--------- MAJA KOM eins og skot. Og óðara var allt á fjaðrafoki bæði í húsinu og skúrnum. Læknir- inn í hvelli! Og sjúkrabíl! Þetta er aðkenning af slagi. — Bölv- aður asni ertu, Jóhannes, að hringja ekki strax til læknis- ins. Kannski manneskjan verði skilin við þegar hann kemur. Náðu í þetta! Náðu í hitt! Svo náði hún í það sjálf. Á örskammri stundu var gamla konan komin úr fötunum og undir sæng á dívaninum. Hún var meir að segja komin til einhverrar meðvitundar, en fjarska máttlaus og þreytt. Jói stóð á miðju gólfi eins og klettur og Maja þeyttist í kringum hann með ótrúlegum hraða. Hún var alltaf búin að því, sem hún sagði honum að gera, áður en hann var búinn að snúa sér við. Samt sagði hún honum viðstöðulaust fyrir verkum milli þess sem hún snupraði hann fyrir seinlætið. Jói stóð kyrr og kreppti hægri hönd í vasa sínum. Gamla kon- an horfði alltaf á hann þegar hún opnaði augun. Þegar læknirinn kom laumaðist Jói upp til sín. En það var ekki lengi friður. Maja kallaði. Og Maja hafði auðvitað rétt fyrir sér. Það er að segja, læknirinn samþykkti það með smávægi- legri leiðréttingu, þegar Maja stakk upp á að þetta væri slag. Og upp á spítala átti hún að fara, blessuð gamla konan. Maja skipaði enn fyrir og þeyttist fram og aftur. Og gamla konan var búin að fá málið aftur, þegar hún var flutt út í bílinn, sem var raun- ar ekki sjúkrabíll, en jafngóð- ur fyrir því. Að vísu var hún eitthvað linmæltari en venju- lega, gamla manneskjan, en hávær var hún ekki vön að vera, svo viðbrigðin voru ekki mikil. Maja kyssti hana lengi og innilega að skilnaði. Og Jói klappaði henni á kinnina. Svo hvíslaði hann að henni: — Ég læt sýslumanninn fá miðann þinn. En hann sá engin merki til að hún hefði heyrt það. ÞAÐ VAR ORÐIÐ áliðið, Og þau gengu beint upp til sín, hjónin. Meðan þau háttuðu, sagði Jói konunni frá íbúðinni fyrir sunnan, sem gamla konan hafði verið að vinna í happ- drætti. Maja sat agndofa. — Er þetta satt? Hvort það var satt. Hann sýndi henni miðann og sagði frá — hérumbil öllu. Öllu sem gerðist. Maja sat á rúmstokknum með sokkana á hælunum. — Og veit þetta enginn, nema við? spurði þessi grand- vara kona, með glampa í aug- unum, sem Jói hafði aldrei séð þar áður. Honum hnykkti við. En samt var hann líka feginn. Því nú vissi hann að djöfull- inn getur svikizt að hvaða manneskju sem er. — Ég lofaði henni að fara með miðann til sýslumannsins. Hann getur séð um þetta fyr- ir hana, sagði hann og breiddi úr sér um leið og hann lagði miðann í veskið sitt. — Hven- ær? spurði Maja. — Áðan út við bílinn, svar- aði hann, saklaus eins og eng- ill. Maja leit undan og dró af sér sokkana. — Hvað á hún að gera með þetta blessuð manneskjan, hálf niðri í gröfinni? Ætli það hefði ekki verið nær að við hefðum fengið þetta. — Svona er það nú samt, sagði Jói alvarlega. Og þegar Maja leit upp aftur sá hann greinilega að hún var hreyk- in af honum. Enda var það hans fyrsta verk daginn eftir að afhenda sýslumanni mið- ann til varðveizlu. Þá var gamla konan með fullu ráði, eftir því sem Maju var sagt á spítalanum. Og sagan komin um allt þorpið. OG NÚ LÁ Rangnhildur gamla Jónsdóttir í sjúkrahúsi í fyrsta skipti á ævinni. Þetta var lítið og notalegt sjúkrahús, með fáa sjúklinga innanborðs, einn lækni, eina hjúkrunar- 16 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.