Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 18
— Því ertu ekki með sængina þína, manneskja? Það er svo óþægilegt að liggja undir þess- um tepþum. En gamla kon- an hafði ekkert fundið til þess. Hún vildi fá einhverjar fréttir að heiman. Það leið öllum vel, það Lína vissi til. Samt var hún óeðlilega óróleg, eins og hún ætti eitthvað stórt ósagt, meðan hún svaraði áfjáðum spurningum gömlu konunnar. Höfðu heimtur orðið góðar? Höfðu dilkarnir lagt sig vel í haust? Hvað höfðu þau á fóðr- um í vetur? Voru þau þá vel birg að heyjum? Hvað var heima af systkinunum? Hvar voru hin? Voru þá allir frísk- ir? Hafði hún séð tengdamóð- ur sína nýlega? Og voru allir frískir þar? Lína fitlaði við teppið, svaraði og beið. Loks hætti gamla konan að spyrja og horfði þegjandi á Línu. Eitthvað hlaut að vera að. — Er — Siggi minn kannski eitt- hvað lasinn? — Hann Siggi! Nei, honum verður aldrei misdægurt. Hann var að tala um að koma og heilsa upp á þig eftir helgina. Það stóð svo illa á í fjósinu núna, tvær komnar fast að burði, og sú bezta komin að gangmáli og má ekki hlaupa undan að henni verði haldið þegar hún beiðir. Hvað var þá að? Eitthvað var það. — Það er mikið lán, hvað þið Siggi hafið alltaf verið samhent, þreifaði gamla kon- an fyrir sér. Lína samþykkti það þannig, að auðséð var, að ekki var það af því taginu. Hvað gat það þá verið? Hún sá að Lína dró andann ótt og þungt, svo eitthvað mikið hlaut að vera að brjótast fyrir brjóstinu á henni. Kannski var hún að leita læknis. Hún hafði alltaf verið fölleit, en var hún ekki óeðlilega föl? Og eitthvað óstyrk. — Og eru þau svo að byrja að byggja, Bjössi og þessi tilvonandi tengda- dóttir þín? Lína heyrði það víst ekki, því nú reis hún á fætur, leit hvimandi um stofuna og spurði: — Er það satt að þú hafir unnið íbúð í happdrætti fyrir sunnan? Þá var það komið. Þegar gamla konan var búin að játa þessari tiltölulega einföldu spurningu óskaði Lína henni til hamingju með mörgum kossum. Svo settist hún aftur, talaði, hló og lék við hvern sinn fingur. Það var engu lík- ara en hún hefði losnað við meinsemd. Þegar leið á heim- sóknartímann fór hún að tala lægra og nær gömlu konunni. — Hvað hefirðu svo hugsað þér að gera með þessa íbúð, Ranka mín? Þú ert nú farin að eld- ast.---------- ÞAÐ VAR EINMITT það, sem Ragnhildur Jónsdóttir vissi ekki, hvað hún ætlaoist fyrir með þetta ríkidæmi sitt. Þú þarft auðvitað að fá ein- hvern til að koma þessu í verð fyrir þig, sagði Lína. — Hann Siggi minn.------Svo að þau voru búin að ræða þetta, hjón- in. Og Lína hélt áfram að hvísla og strauk höndina á gömlu konunni á meðan. — Hann Siggi var einmitt að tala um það, kvöldið áður en þau fréttu þetta, að þau yrðu að koma því í verk að borga henni þetta, sem þau skuld- uðu henni. Þetta var bara undandráttur, því þau voru ekki orðin svo illa stæð, þrátt fyrir dýrtíðina. Og það eigum við þér að þakka, Ranka mín, fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, þegar við vorum að byrja. Ef við hefðum ekki get- að byrjað svona stórt, er ekki víst hvernig þetta hefði farið. Og svo allt, sem þú vannst hjá okkur fyrir ekkert. Þú mátt ekki halda það, að ég hafi ekki liðið fyrir það, að vita þig fara frá okkur, þó ég hafi ekki minnzt á það fyrr. Og þá hann Siggi. Við höfum aldrei séð eins mikið eftir neinu, sem okkur hefir orðið á, — eða mér, því það var mér að kenna. Nú fór gamla konan að strjúka höndina á Línu með betri hendinni og þeim vöknaði báð- um um augu. — Æ, við skulum ekki tala um það, Lína mín. Allt fór bezt sem fór. Þið höfðuð heldur ekkert pláss fyrir mig, þegar börnin voru orðin svona mörg. Og fleiri urðu þau, blessuð. Og það er engin ástæða til að hann Siggi fari að þveitast frá sínu búi fyrir mig. Hann Jói og sýslumaðurinn sjá um þetta allt fyrir mig. Lína þurrkaði sér um augun og saug dálítið upp í nefið. — Ertu þá viss um að óhætt sé að treysta þessum Jóhannesi? ÓHÆTT að treysta honum Jóa? Eyvi bróðir spurði einn- ig þessarar spurningar. Eyvi kom um langan veg, úr fjar- lægri sveit. Hann hafði einhvernveginn frétt hvorttveggja: að hún lægi fyrir dauðanum og hefði feng- ið stóran vinning. Hann kom um langan veg og þau höfðu ekki sézt árum saman. Hann hafði breytzt, en hún þekkti hann á augunum, annað var glettið og hýrt, hitt alvarlegt og fullt af veraldarvizku, eins og þau höfðu alltaf verið. Hann var mörgum árum yngri en hún, hún mundi ekki hve mörgum, en hún mundi vel þegar hann fæddist. — Nú, þú lítur bara vel út, sagði hann úr dyrunum. — Og varst að vinna í happ- drætti, er mér sagt. Síðan heilsaði hann henni með handabandi og kossi. Hann sneri glettnisauganu að henni og þau töluðu margt. Töluðu um liðna tíma og liðið fólk og stundin leið alltof fljótt. Síð- an um það, sem á daga hans og barna hans hafði drifið. Loks um þessa síðustu og verstu tíma. Eyvi varð þreyttur af að sitja svona lengi í sömu stellingum, sneri sér við á stólnum og horfði á systur sína með hinu auganu. — Ertu nokkuð búin að ráð- stafa þessari íbúð, sem þú fékkst? Nei, hún hafði engu ráðstafað. — Seldu hana bara eins og hún kemur fyrir, sagði Eyvi. — Það er fyrirhafnarminnst. En þú þarft að fá einhvern áreið- anlegan mann til að sjá um þetta fyrir þig. Til dæmis strákinn minn, hann Nonna, sem er fyrir sunnan. Eða þá þessar systurnefnur okkar. Þau áttu tvær systur búsettar í höf- uðborginni. Önnur hafði stund- um skrifað Rönku á fyrri ár- um, nú var hún orðin eitthvað böguð og hætt að skrifa bréf. Ranka hafði aldrei skrifazt á við hina systurina, af ástæðu, sem var svo djúpt falin í huga hennar, að heita mátti gleymd, en var þar þó. — Já, eða krakkar þeirra, hélt Eyvi áfram. — Við förum nú að falla úr fatinu, að minnsta kosti þið, eldri syst- urnar. Imba er víst orðin mesti aumingi. Og þú liggur hér. Beta er víst dágóð til heilsunnar. Þau hafa það svo fjandi gott, hún og Stebbi. Ég kom til þeirra í fyrravetur, þegar ég brá mér suður til að finna strákinn minn. Sá kann nú að maka krókinn, hann Stebbi. Heyrðu, þú ættir ekki að láta þau fá neitt af því, sem þú lætur eftir þig, Ranka. Það er sann- arlega ekki ástæða til, þau eru vellrík. Þú mátt til að gera erfðaskrá. Svona fór Eyvi bróðir ævin- lega beint í hlutina. Það var sannarlega gott að hann kom. Áður en varði var heimsókn- artíminn liðinn. En Eyvi var ekkert að flýta sér. Hann ætl- aði að koma aftur á morgun. Jói var þá reyndar kominn á undan honum. Hann var ekki að vinna þann daginn. Og hon- um datt svona í hug að vita hvort hún færi ekki að skríða saman og komast á lappir. Það var svo helvíti kuldalegt að sjá skúrinn svona auðan og tóm- an. — En nú flytur þú náttúr- lega úr skúrnum, sagði hann og varð svolítið hnugginn. — Úr skúrnum, endurtók Ranka hissa. Þá var Eyvi kominn og þetta féll niður í bili. Jói fór, svo að systkinin gætu ræðst við í næði. — Og þú heldur að það sé óhætt að treysta þessum Jóhannesi? spurði Eyvi. HONUM JÓA! Hvort hún var viss um það! En það voru víst ekki margir aðrir, sem treystu honum Jóa. Ekki af því að hann væri óvandaður, heldur af því að honum varð ekkert við hendur fast. Og honum þótti gott að bragða það, en bjó þó enn í lélegu leiguhús- næði þegar flestir á hans aldri voru búnir að byggja. En Jói sagði, eins og Eyvi, að hún ætti að selja íbúðina. Næst þegar hann kom sagði hann: — Veiztu hvað þú átt að gera, Rönkutetur? Þú átt að selja þessa fyrir sunnan og fá þér íbúð hérna í staðinn. Hent- uga fyrir þig, í húsi með öðru fólki, svo þú þurfir ekki að vera ein. Það mundi ég gera í þínum sporum. Þú gætir leigt einhverri kerlingu eitt her- bergið, og haft það gott og skemmtilegt meðan þú tórir. Þú getur vel orðið níræð, svei mér þá. — Og hvað verður þá um íbúðina mína? spurði Ranka. Blessuð, vertu ekki með á- hyggjur af því. Hvað varðar mann um íbúð, eða annað hér á jörð, þegar maður er dauð- ur á annað borð? Áður en gamla konan fékk þennan vinning hafði hún hugsað eins og Jói. En nú átti hún íbúð. Þá var allt eitthvað öðruvísi. Og á kvöldin gat hún ekki sofnað. Og skúrinn. Hann var hennar heimili. Kannski hún keypti skúrinn. Hún gat selt íbúðina og eignast mikla 18 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.