Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Side 24

Samvinnan - 01.12.1966, Side 24
„FÍGÚRA RÉTT FÍN TIL Sigríður Thorlacius ræðir við frú Elsu Guðjónsson SAUMA OG ALFLOSS Uppi í turni Þjóðminja- safns íslands hefur Elsa E. Guðjónsson safnvörður að- setur sitt. Hún er þegar þjóð- kunn fyrir rannsóknir sín- ar á ýmsum gerðum ís- lenzkra hannyrða og eftir hana hafa komið út tvær bækur með munstrum, sem tekin eru upp úr gömlum íslenzkum munum og færð í nýtízkulegan búning. Jafnan er skemmtilegt að leita til hennar og fræðast um fornar hannyrðir, og það er erindið að þessu sinni. Elsa hefur ekki einasta safnað upplýsingum um það, sem unnið hefur verið hérlendis, heldur hefur hún einnig staðgóða þekkingu á sögu hannyrða víða um heim, allt aftur í gráa forn- eskju. Þó að íslenzkar konur hefðu löngum fáskrúðugra efni úr að vinna en tíðk- aðist erlendis, voru þær þó ótrúlega lagnar á að skapa hina fegurstu muni úr heimafengnu efni, og að þessu sinni spyr ég Elsu fyrst um hinn gamla, ís- lenzka flosvefnað. — Hvaða efni var notað í flosið? — Eingöngu ullartog, enda er það í senn sterkt og hef- ur fallega áferð og mikinn gljáa, þegar búið er að klippa það. Uppistaðan var einnig úr togi, en ullarband í ívafi. Mun það allt hafa verið tvinnað, flosbandið, uppistaðan og ívafið. — Hvaða verkfæri var notað við flosvefnaðinn? — Það var svokallaður floslár, svarar Elsa, en það er lítill vefstóll af sérstakri gerð, sem konur sátu með í kjöltu sinni. Hér á safn- inu er til einn floslár, en þeir hafa líka verið með örlitlu öðru sniði. Af þeirri gerð er til lauslega uppdregin mynd í bréfi frá 1848, sem séra Benedikt Árnason á Ási í Fellum skrifaði Fornleifa- nefndinni dönsku. Þar lýsir hann floslárum og flosvefn- aði á eftirfarandi hátt: „Floslár eða Flosstóll var verkfæri það, er konur brúkuðu fyrrum til að flosa í sessu yfirborð bæði einlit og mislit, líka ýmislega rósa- flosborða t: a: m: framaná barmana á þeim gömlu kvennhempum, miðtisbönd og hálsbindi, og svo kölluð prestabönd, en það vóru svört bönd með rósaflosi er prestar brúkuðu og hnepptu utanum miðtið er þeir ferð- uðust í presthempum sínum, eins og áðr var tíðkanlegt. Þessi floslár var sem lár að neðan, eða stokkur með fjórum stuðlum, ofantil í framstuðlunum, sem eru nokkuð hærri enn bakstuðl- arnir, leikur lítill rifur, allt- eins lagaður og rifurinn á gamla vefstaðnum, er flos- uppistaðan fest við rifin í smágöt sem eru í brún hans og geingur hún upp yfir hina efstu rim í grindinni, sem sett er ofan á lárin og er hnýtt á baktil utanum hin- ar neðri rimarnar, en flos- vefnaðurinn vindst uppá rifinn. Haldvindan stöðvast með spotta sem bundin er uppum rimarnar í yfirgrind- inni, hún er hérumbil 1 al: há uppaf miðjum lárnum, og er þannig tilbúin, að þrjár þverrimar ganga í gegnum tvær hliðar rimar sem ná niður á miðjar hliðarfjalirn- ar í lárnum og eru festar þar með sínklum, þessi yfir- grind hallast nokkuð aptur- ábak, og höfðu konur flos- lárin í kjöltu sér er þær flos- uðu. í skeiðar stað er brúkuð lítil fjalarskífa á stærð við reglustriku, þunn og hvöss til brúna, en þykkri í miðju, er hún látin í skilið, og þannig þrýst að fyrirvafinu - ■ - ■ ' » ► .v:;ú; .áh'T' . St..,,,:- ‘;ÁLV §§ : ' I-w* U„'H : 13 t! • ■ m -H, ■•æ f 35 fjö-V'Ú • •', -.'Ú! V‘A- H : v1'i?í' ki..- • —: áÆí nfr - • * «'( ýr<. • ' • jSBHBtvlttTre,', jll 1 <•»'• . jXB » r : f! * • uirajm. ■ •ifTílS * • - n mjfz 24 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.