Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Page 25

Samvinnan - 01.12.1966, Page 25
Myndatextar: Efst t.v.: Augnsaumað sessuborð með áletrun úr Passíusálmunum: LATTV GVDS HÖND Þ(ig leiða hér); stærð 50x34 cm (Þjms. 4287). Neðst t.v.: Flosað sessuborð merkt E G S A; stærð 43x30 cm (Þjms. 11965). Að ofan: Floslár; stærð um 53x43 cm (Þjms. 991, 1031). Að neðan: Augnsaumuð rúmábreiða; stærð 158x100 cm (Þjms. 4124). með handafli, en skilið er tekið með lausahöföldum.“ Það sem einkum skilur, milli floslársins, sem þarna er lýst, og þess, sem hér er til, er að grindin er horfin ofan af honum, en í hennar stað hefur verið komið fyrir slöngurif á honum aftan- verðum, og milli lengdra afturstuðlanna er þverslá, sem uppistöðunni er brugð- ið yfir. — Voru floslárar ekki líka notaðir erlendis? — Ekki veit ég til þess. Til voru litlir vefstólar til þess að hafa á borði eða í kjöltu sér, en ekki er mér kunnugt um, að í þeim hafi verið flosað, hvað þá að þeir hafi eingöngu verið notaðir til þeirra hluta. Væri gaman að kanna þetta betur. Eins og er hef ég aðeins séð einn lítinn vefstól, sem verulega líkist floslárnum okkar. Hann er á mynd á titilblaði þýzkrar munsturbókar, sem maður að nafni Jorg Gastel prentaði árið 1525. Er kona að vefa borða í vefstólnum, sem stendur á borði fyrir framan hana, en myndin er svo óskýr, að ekkert verður sagt um vefnaðargerðina. — Álítur þú, að elikert nema flos hafi verið unnið í floslárunum? — Já, bæði finnst mér nafnið fela það í sér, og ég veit ekki um neinar heim- ildir, er benda til annars. Auk þess er vitað, að annar smávefnaður, sléttofirm, svo sem sokkabönd, styttubönd og sessulindar, var annað hvort fótofinn eða spjaldof- inn. — Hvað er það merkasta af flosvefnaði, sem varðveitt er hér í safninu, og hve gamall er hann? — Safnmunirnir munu tæpast vera eldri en frá 13. og 19. öld, en elzta heimild, sem kunn er um flos á ís- landi, er frá árinu 1631. Það ár var þjófur tekinn af lífi á Alþingi fyrir að hafa stolið meðal annars flosuð- um vettlingum. Flosvettling- um lýsir Jón Grunnvíkingur (f. 1705, d. 1779) i orðabók sinni sem vettlingum með háum, flosuðum löskum með kögri á brúnunum. Engir slíkir vettlingar eru nú til, en þeir sjást að því er virð- ist á nokkrum myndum frá 18. öld. Vera má, að enn leynist í skrifuðum heimildum sitt hvað, sem ákvarðað geti ald- ur þessarar vefnaðargerðar nánar hér á landi. Mér þykir þó sennilegt, að flosið ís- lenzka sé ekki eldra en frá 17. öld, þar sem það mun eiga rót sína að rekja til enska flossins, turkey work, sem farið var að vinna á dögum Elísabetar drottn- ingar eða heldur fyrr og stóð í miklum blóma í Eng- landi á 17. og 18. öld. Hvað varðveittum flosuð- um munum hér í safninu viðvíkur, þá eru til þó nokkr- ar sérlega fallegar flossessur, sumar þeirra í mjög skærum og skrautlegum litum. Þær voru notaðar sem hnakk- sessur og stólsessur. Þá eru og til allmargir hempuborð- ar og fáeinir beltislindar, sem einnig voru kallaðir mállindar. Svo er til flosað fótaband eða fataband, en slík bönd bundu konur utan um reiðpilsin sín, þegar hvasst var, en þær riðu í söðli fyrrum, sem kunnugt er. — Við skulum annars ganga niður í safn og líta á þessa gripi á meðan við ræð- um um þá, segir Elsa. í sýningarborði þar niðri eru meðal annars tveir flos- lindar. — Hér sérðu, segir Elsa, linda með rósa- og dýra- munstri og annan með á- letrun; á honum stendur: ÞORÞDIS EINARSDOTTIR A LINDANN! — Veiztu nokkuð hvað heitið mállindi merkir? Ekki með vissu, en mér færari menn í íslenzku telja að það muni merkja linda með munstri eða skreytingu. Elzta heimild um mállinda mun vera frá árinu 1637; er þá getið um silfur mállinda. í orðabók Björns Halldórs- sonar, sem aðallega mun hafa verið safnað til á tíma- bilinu frá um 1760—1780, er sagt, að mállindi sé grafið silfurbelti. í skýrslu Þjóð- minjasafnsins frá árinu 1867 nefnir Sigurður Guðmunds- son málari áletraða floslind- ann í safninu mállinda og lætur þess getið um leið, að það hafi helzt verið fátækt fólk, sem notaði slíka linda. Þetta kemur, að því er virð- ist, vel heim við mállinda, sem getið er um í dánarbús- uppskriftum í Rangárvalla- SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.