Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Qupperneq 27

Samvinnan - 01.12.1966, Qupperneq 27
Jónas Helgason á Grænavatni: SLEDAFERD OG SÖNGUR Flest eldra fólk mun hafa heyrt talað um „kaupstaðarferðir“. Hins vegar fækkar þeim óðum, sem tóku þátt í þeim, og eftir eru þá sagnirn- ar einar. Kaupstaðarferðirnar voru svo stór þáttur í búskapnum, kröfðust svo mik- illar fyrirhyggju og nákvæmni á ýms- an hátt og gátu auk þess orðið hrein- ar svaðilfarir, að full ástæða væri til að skrá þann þátt búskaparsögunn- ar, ekki sízt vegna þess, og raunar miklu fremur, að sinn var siður í hverju landi, eða öllu heldur í hverj- um landsfjórðungi í þessu tilfelli. Til útskýringar yngri kynslóðinni er rétt að taka fram, að í kaupstað- arferðunum varð að flytja heim all- an þann varning, sem heimilin og búin þurftu með til langs tíma og svo til kauptúnsins þær vörur, sem hægt var af höndum að láta í staðinn. Fyrirkomulag þessara ferða var með ýmsu móti eftir landshlutum. Þeir sem bjuggu skammt frá verzlunarstað og áttu hægara með aðdrætti, fóru fleiri ferðir, höfðu fáa hesta, teymdu lest sína og höfðu ekki samtök við aðra um ferðalagið. Þeir sem fjærst bjuggu, höfðu hins vegar samtök um að fara fleiri saman, ráku lestir sínar — oft 20—30 hesta í hóp, eða jafnvel fleiri. í sumum sveitum, sem langt áttu í verzlunarstað, var það föst venja að fara tvær „lestaferðir“ að vorinu til og eina á haustin. Fyrri vorferðin var farin, þegar talið var að kom- inn væri sæmilegur hagi fyrir hesta, en sú síðari laust fyrir sláttinn. Nefndist hún „vöruferðin“. Var þá ullin flutt til kaupstaðarins, auk vör- unnar sem heim var flutt. Þá var og gerð „smávöru“ úttekt (kramvör- ur) til ársins, og fór húsmóðirin stundum með til þess að annast um þá úttekt. Gaf það ferðinni meiri svip, ef hjónin voru bæði með. Þessar ferðir hafa óefað ekki ver- ið eins reglubundnar alls staðar og þær voru í uppsveitum Þingeyjarsýslu, t. d. á Suðurlandi, þar sem snjólétt- ara var og meira um hesta. Minnist sá er þetta ritar þess, að á útmán- uðum 1908 sá hann hestalest í höfuð- staðnum, Reykjavík, og var þar ver- ið að sækja þungavöru úr uppsveit- um Árnessýslu og flutt á klökkum. í Jónas Helgason, bóndi og söngstjóri. uppsveitum Þingeyjarsýslu hefði slíkt ekki getað átt sér stað á þeim árs- tíma. Um og eftir miðbik 19. aldar var far- ið að nota hesta og sleða til vetrar- ferða og aðdrátta á þann hátt. Flutn- ingur úr kaupstað á klökkum fór minnkandi, lestaferðum fækkaði og þær urðu umfangsminni. Matvöru og annarri þungavöru var ekið að mestu heim að vetrinum, enda jókst þá fljót- lega allur flutningur úr kaupstað, þótt ekki væri hann svipaður því sem nú er orðið. Sennilega hafa þessar sleðaferðir verið meira iðkaðar á Norður- og Norðausturlandi en í öðrum lands- hlutum, sökum meiri snjóa- og ísa- laga, og því meira, sem menn áttu um lengri veg að sækja til aðdrátta. 1 sleðaferðunum var lagt kapp á að flytja sem mest af þungavöru. Á hverjum sleða, með einum hesti fyrir, var hægt að hafa 7—9 klyfjar (350— 450 kg.), eftir því hvernig færð var, stundum jafnvel allmiklu meira. Oft- ast höfðu menn sinn hestin hver til umsjár. Sjaldan fóru menn sleðaferðir fyrr en á útmánuðum, þegar dag var tek- ið að lengja, enda færið ótryggara fyrra hluta vetrar. Ef hlákur og þíð- viðri gengu, helzt fleiri daga í senn og frysti svo í kyrru, gat komið hjarn- færi og ísalög yfir allt. Þegar svo vildi til létu einhverjir ferða-forkólf- ar þau boð ganga um sveitina, að nú ætluðu þeir næsta dag, eða hvað þeir til tóku, að fara sleðaferð til kaup- túnsins. Varð þá uppi fótur og fit á flestum bæjum og búizt til ferðar. Oft urðu 10—20 í hóp, eða jafnvel fleiri. Ef menn urðu heppnir með færi og veður, gátu þetta orðið skemmtilegar ferðir, þótt oftast væri lítið sofið. En þegar skyndilega gekk í vonzku hríðar, gránaði gamanið. Var þá betra að sem flestir færu saman, ekki sízt ef kyngdi niður logn- snjó á ísa. Var þá smíðaður „snjó- plógur“, þótt menn hefðu varla heyrt þeirra getið þá, einum hesti beitt fyr- ir og plógnum ekið á undan sleða- lestinni. Ruddi þá plógurinn snjón- um til beggja hliða svo slóð myndað- ist og sleðahestarnir neyttu betur járnanna. Vörunum af sleða hestsins, sem dró plóginn, var skipt á sleða aftar í lestinni. Hér á eftir verður sagt frá einni sleðaferð úr Mývatnssveit til Húsa- víkur, þótt hún hefði einnig ann- an og nokkuð óvenjulegri tilgang en þann, að sækja vörur í kaupstaðinn. Það var á útmánuðum 1930. Hlákur höfðu staðið í nokkra daga, síðan fryst, komið stillur og ágætis akfæri. Fór þá hver hópurinn á eftir öðrum til Húsavíkur með hest og sleða. Nokkrum árum áður, eða nánar til tekið 1921, hafði verið stofnaður karlakór í Mývatnssveit. Ekki var hægt að segja að þar væri valinn maður í hverju rúmi, því um val var ekki að ræða, þar sem allir voru með, sem vildu. Söngstjóri var Jónas Helga- son. Hann var organisti við almenn- ar guðsþjónustur, en enga tilsögn hafði hann hlotið í söngstjórn. Ekki hafði þessi kór hleypt heim- draganum, þegar hér var komið sögu; aldrei komið fram til að syngja utan sinnar sveitar. En rætt höfðu þeir um það kórfélagar að boða til söng- skemmtunar á Húsavík, t. d. jafn- framt því, sem þeir færu sleðaferð. Þeir vissu að Húsvíkingar æfðu karla- kór og höfðu gaman af söng, „og því skyldu þeir ekki geta skemmt sér við að hlusta á okkur eins og okkar eig- in sveitungar", sögðu þeir. „Og ekki höfum við úr háum söðli að detta, þó einhver mistök kynnu að verða“. SAMVINNAN 27

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.