Samvinnan - 01.12.1966, Síða 31
að taka af borðmu, þar sem ferðamaður hafði snætt, það
var víst Prager, umboðssali. Kalii hejuir bæði róm hans og
föður síns inni í hliðarherberginu, þar sem menn sitja og
reykja eftir matinn. Prager er vel kunnugur á Framnesi;
þegar hann er búinn að fara til Hinriks á Ytra-Nesi og
panta vörur, kemur hann hingað. Nú situr hann og
segir pabba sögur.
— Hvað er nú að Kallanum? spyr Mamma. Það örlar
enn fyrir brosi á vanga hennar eftir sögu, sem Prager
sagði meðan hann mataðist. Aður en Ambros kom inn.
Kalli dregur hana með sér útí horn og spyr þannig,
að brosið hverfur í einni svipan.
— Er ljótt að þykja ekki vænt um pabba?
Lísa getur ekki svarað þessu samstundis.
— Hverjum þykir ekki vænt um hann? spyr hún og
röddin titrar.
— Mér, hvíslar hann. Þetta er ekki unnt að segja upp-
hátt.
— Hvað ertu að bulla, segir móðir hans skjálfrödduð.
Hugsaðu um þetta til morguns, þá lítur þú örugglega öðru-
vísi á. Kalli, heyrirðu það!
Kalli hristir höfuðið.
— Hversvegna er pabbi reiður við mig, þegar ég hef
aldrei gert honum nokkuð?
— Hugsaðu um þetta —.
— Það eru bara Leifur og Víf, sem fá allt! hrópar Kalli
og grípur framí fyrir móður sinni og gleymir, að hann
verður að tala lágt, ef það á ekki að heyrast inní hliðar-
herbergið.
Móðir hans grípur hann og þrýstir andliti hans uppað
sér, svo að hann getur ekki sagt fleira, ýtir honum þannig
framað dyrum. Og Kalli sér ekki heldur, hvernig hún berst
við sjálfa sig.
Frammi á ganginum sleppir hún honum.
-—- Maður má aldrei hrópa svona.
— Já, en það er satt, mamma!
— Pabbi gefur þér nú líka, Kalh.
— Er þá ljótt að þykja ekki . . .
— Uss, uss, þér þykir vænt um pabba.
Þau horfast í augu, svo lítur mamma undan.
— Seztu þarna, Kalli.
Að innan er hrópað: — Lísa! Rödd Ambrosar. Líklega
vantar í bolla Pragers. Hún flýtir sér inn, þegar hún
hefur strokið Kalla blíðlega yfir hárið.
En Kalli er ekki með sjálfum sér! Víf sneri baki við
bonum áðan, og mamma vill ekki heldur svara; þessar
einu mannverur, sem hann þorir að trúa fyrir vandamálum
sínum, vilja ekkert af honum vita.
Þegar máninn varð
ferkantaður
Framh. af bls. 22.
— Já, sannarlega, sagði
Janna. Við ráðum ekkert
við þetta.
Hvað eigum við að gera?
Framhald i næsta blaði
— Við verðum að fara til
ömmu og afa. Þau búa svo
nærri. — Stúlkurnar voru
fljótar að ákveða sig. Það
var hlýtt úti og þeim lá á,
svo að þeim var alveg sama
um yfirhafnirnar. Svo var
nú reyndar enginn, sem gat
skipt sér af þeim. Það var
einsog þær hefðu alveg hætt
að bera virðingu fyrir pabba
eftir að hann varð að hænu,
og mamma var miklu hættu-
legri sem krókódíll en sem
venjuleg mamma. En telp-
unum datt heldur ekki í hug
að hætta sér uppí barna-
herbergið til að spyrja hana
í hvað þær ættu að fara.
Janna og Lísa hringdu
dyrabj öllunni hjá afa og
ömmu, sem bjuggu við
næstu þvergötu á þriðju
hæð. Þær voru lafmóðar
eftir hlaupin og hlustuðu ó-
þolinmóðar eftir fótataki
innan við. Loksins kom afi
til dyra.
— Hvað sé ég, eru ekki
ungfrúrnar komnar í heim-
sókn, sagði hann fallegu
hlýju röddinni sinni, þegar
hann sá telpurnar. Það var
gaman. Komið þið inn,
komið þið inn!
Janna og Lísa lofuðu afa
varla að ljúka við setning-
una áður en þær hófu frá-
sögnina.
— Þið verðið að koma
heim og hjálpa okkur. Þar
er allt á öðrum endan-
um. Pabbi er orðinn að
hænu, og hann er svo hlægi-
legur. Og mamma er orðin
að krókódíl, og hún er veru-
lega hættuleg. Hún ætlaði
meira að segja að éta pabba,
þú skilur, hænuna. Og þið
verðið að hjálpa okkur.
Þetta er bara af því að mán-
inn er orðinn ferkantaður.
Orðin streymdu útúr telp-
unum, og afi varð alvarleg-
ur á svip. Nú eruð þið að
gera grín að afa gamla. Þið
eruð dálaglegar.
— Við erum alls ekkert
dálaglegar, sagði Janna. Það
er bara einsog við segjum,
og þið verðið að koma heim
og hjálpa okkur.
Afi horfði á þær og fór að
hugsa um, hvort ekki hlyti
að vera eitthvað að, hvað
sem öðru liði. Telpurnar voru
alvarlegar, þó það, sem þær
segðu væri einsog hvert
annað bull. Komdu, amma,
hrópaði hann. Við skulum
fara með Jönnu og liísu
heim. Þær segjast þurfa
hjálp.
Amma kom trítlandi. Hvað
er nú? Þið eruð vanar að
bjarga ykkur sjálfar. Hvað
getur verið að?
Janna og Lísa fóru að
segja frá aftur. Amma hristi
höfuðið. Ég held þið séuð
orðnar eitthvað skrítnar.
Máninn ferkantaður, þakka
ykkur bara fyrir. Ef mán-
inn er ferkantaður, þá er ég
örn.
— Já, sama segi ég, sagði
afi, en það gerði hann þó
ekki, heldur sagði hann: Ef
máninn er ferkantaður, þá
er ég geit. Telpurnar höfðu
engan tíma til að vara afa
og ömmu við, en þær fundu
á sér, að þetta gæti valdið
erfiðleikum. Að allir i okkar
ætt skuli þurfa að segja
svona, þegar þeir trúa engu,
hugsuðu þær með sér.
Hópurinn lagði samt af
stað. Afi leit upp í loftið
til að gægjast á mánann, en
hann gerði það gætilega svo
að enginn sæi, því að hann
vildi sannarlega ekki láta
neinn halda, að hann tryði
því, sem telpurnar segðu. En
máninn hafði falið sig bak-
við stórt ský, og það var
engin leið að sjá, hvort eitt-
hvað væri óvenjulegt við
hann.
Þegar þau voru komin
heim til Jönnu og Lísu, og
amma og afi sáu pabba í
stofunni, fóru þau að
skammast nærri því einsog
mamma.
— Hvað hafið þið gert,
krakkaskammir, sögðu
amma og afi. Hvað haldið
þið að pabbi og mamma segi,
þegar þau sjá, að þið hafið
hleypt hænu inní dagstof-
una? Janna og Lísa voru
orðnar alveg uppgefnar á
útskýringum, það trúði þeim
þeim hvort eð var enginn.
Komið þið inní barnaher-
bergið, sögðu þær bara, og
sjáið þið mömmu, en opnið
þið dyrnar varlega, svo að
hún sleppi ekki út.
Amma og afi gengu að
barnaherbergishurðinni. Afi
opnaði uppá gátt og gægð-
ist inn. En hann lokaði í
snatri aftur, og var skelf-
ingu lostinn. Veiztu, hvað
er þarna inni, spurði hann
ömmu.
— Segðu ekki að það sé
krókódíll, sagði amma.
— Það er kródódíll, sagði
afi og virtist ætla að fara að
gráta.
— Já, það er af því að
máninn er ferkantaður,
sögðu Janna og Lísa. Þið
getið séð það sjálf. Þau voru
komin aftur inní dag-
stofuna. Máninn var kom-
inn fram undan skýinu og
SAMVINNAN 31