Samvinnan - 01.04.1969, Blaðsíða 12
MENN
8EM SETTU SVIP
Á OLDINA
FBANCISCO
FRANCO
í lok 19. aldar var Spámn að sögn for-
sætisráðherrans Cánovas land „þar sem
a'llt hrörnar nema kynstofninn". Hann
var land frumstæðs landbúmaðar, veik-
burða iðnaðar og verzlumar, illskeyttra
trúarbragðadeilna og störkostlegra
sveiflnia í stjórnmálum; þar voru hung-
ursneyð og uppreisnir landlægar, mið-
aldahjátrú og byltimgarhugsj ónir lifðu í
sambýli. Á Spáni dreymdi suma um end-
urreisn rannsóknarréttarims á sama tíma
og aðna dreymdi um þúsundáraríkið með
valdatöku verkalýðsins. Umburðarleysi,
ofsóknir, pyndingar og ofbeldi voru
drættir í daglegu hfi ríkis þar sem hver
ný ríkisstjórn hafði yfirgnæfandi meiri-
hluta þegnanma á móti sér. Fyrr á öldum
hafði rikt mikið félagslegt jafnrétti á
Spáni samhliða geysimiklum ójöfnuði í
dneifimgu auðæfa (þegar á 16. öld töldu
ferðamenn Spánverja vera meðal mestu
jafnaðarmanna). Bæði aðalsmaðurinn og
bóndinn, sem báðir vor.u fyrirmenn hvor
á sína vísu, höfðu skömm á þesskonar
striti sem gerði menn að góðum kaup-
mönnum. Umdir magnþrunginni og flók-
inni menningu Spámverja var hvergi
djúpt á hrjúfum kletti frumstæðis og
grimmdar. Spánverjinn var óhaminn,
stoltur og sjálfstæður — ólíkur hinum
raiunsæja og meðfærilega Breta eða hin-
um gæfa og hlýðna Þjóðverja. Frelsið
sem einn Spánverji barðist fyrir hlaut að
hafa i för með sér þrælk-un annarra. Það
sem var einum manni, einni stétt, einum
flokki braiuð, var öllum öðrum eitur. Slík
þjóð var ekki líkleg til hægriar og hnökra-
lausrar þróunar, heldur til ástriðna,
draumsýma og blóðsúthellimga.
Vestur-Evrópumenn, sem koma til
Spánar með sínar gömlu hugmyndir og
orðaforða, uppgötva einatt að þeir exu
staddir í nýjum heimi, þar sem hugtökin
hafa aðrar m'erkingar og þar sem and-
rúmsloftið getur tekið eins snöggum
breytingum og loftslagið eða landslagið.
Sagt hefur verið að Afríka hefjist við
Pýreneafjöll: Arabar tóku Spán á tveim-
ur árum, en það tók kristna menn átta
aldir að vinna hann aftur. Það eitt er
víst, að áður en gesturinn getur gert sér
vonir um að fá nokkum botn í spænska
sögu og þjóðarsál, verður hann að gera
sér grein fyrir ýmsum sérspænskum fyr-
irbærum.
Það fyrsta er sjálf náttúra landsins —
fátækur jarðvegur að mestiu, mikið af
honum hrjóstrug háslétta að jafnaði um
700 metea yfir sjávarmáli, heit á sumrin,
nístingsköld á vetrum, stór hluti hennar
vatnslítill og skorturinn mestur þar sem
jarðveguxinn er beztur. Skaginn er allur
bútaður niður af háum fjöllum og göml-
um þjóðlegum hefðum i meira og minna
sjálfstæð svæði. Gerald Brennan segir:
„Við eðhlegar aðstæður er Spánn sam-
safn lítilla, inmbyrðis fjandsamlegra eða
afskiptalausra lýðvelda sem haldið er
saman i lauslegu bandalagi." Þarvið bæt-
ist að miðsvæðið, Kastilía, sem hefði get-
að haldið útsvæðunum undir sinni stjórn
hefði hún verið auðug og framtakssöm,
var snauðust að jarðvegi, málmum, verzl-
un og iðnaði. Þannig varð miðflóttatil-
hneiging þess valdandi, að auðugri og
framtakssamari héruð í útjöðrum ríkisins
seildust til valda, héruð sem hvert hafði
sitt félagslega skipulag og sérstöku bún-
aðarhætti, sína þjóðbúninga, siðvenjur,
mállýzkur, dansa og aðrar hefðir. Madrid
brást við þessum tilhneigingum með ein-
ustu trompum sínum, legu sinni og hern-
aðarmætti. Hvert sfríð á Spáni var (auk
alls annars) aðskilnaðarstríð og stríð til
að þvinga frarn einingu.
Eiginleg fátækt Spánar var um skeið
dulin af hinni ævintýraiegu auðsöfnun
Spánverja vestan hafs á 16. öld. Hún ýtti
undiir þann hugsuinarhátt Spánverjans að
leggja fé í arðbær fyrirtæki og lifa á vöxt-
unum, en fyrirlíta strit skrifstofumanna
og erfiðismanna. Fyrirhafnarhtill inn-
flutningur gulls og silfurs frá Suður-
12