Samvinnan - 01.04.1969, Blaðsíða 32
Hróbjartur Hróbjartsson:
HUGLEIÐING
UM BYGGINGARMÁL
HASKÚLA ÍSLANDS
Sem afleiðing af meðvitund
um þá byltingu, sem er að ger-
ast í mannlegu samfélagi, fer
skilningur vaxandi á hlutverki
og þýðingu háskóla landsins
sem aflgjafa þjóðlífsins.
Háskólinn stendur á tíma-
mótum vaxtar og þróunar.
Nefndir eru starfandi við að
gera áætlanir um framtíð hans.
Það er því ekki úr vegi að hug-
leiða nokkuð byggingarmál
slíkr'ar stofnunar.
GAGNRÝNI
Yfirvöld Reykjavík'urborgar
syndu háskólanum mikinn
skilning og ræktarsemi nú fyr-
ir nokkr,uim árum er þau af-
hentu honum stóra landskika
til ráðstöfuna'r fyrir vaxtarþörf
hans í framtíðinni.
En slæman grikk gerðu torg-
aryfirvöld háskólanum með því
að samþykkja að'alskipulag
fyrir borgina, þar sem gert er
ráð fyrir, að stórumferðargata,
þ. e. Suðusrgatan, kljúfi há-
skólasvæðið í tvo hluta. Ef til
vill er þetta næstum fyrirgef-
anlegt athugunarleysi hjá
þeim, en hitt er ekki skiljan-
legt, að viðkomandi háskólayf-
irvöld skuli ekki hafa barizt
gegn þessari ákvörðun með
oddi og egg. Ég býst reyndar
við, að það hefði verið tiltölu-
lega auðsótt mál að fá bessu
breytt á sínum tíma. Leiðir ti!
að koma umferð að og frá
Skerjaf jarðarsvæðinu eru nær-
tækar, t. d. um Hagatorg og
Fornhaga eða Dunhaga með
smáiagfæringu á tengingu til
Melatorgs, eða þá um Njarðar-
götu framlengda til Skerja-
fjarðar. Við endurskoðun aðal-
skipulagsins þyrfti að fá þessa
breytingu gerða, og yrði þá há-
skólasvæðið ein samhangandi
heild. Mundi það opna fjölda
góðra möguleika fyrir væntan-
legt endurskipulag háskóla-
svæðisins.
Staðsetning háskólans er
einstaklega góð, í 10 mínútna
göngufjarlægð frá gamla mið-
bæjarkjarnanum, er býður upp
á ýmiskonar þjónustu, en í
námunda við tiltölulega þétt-
byggð íbúðarhverfi og þó á
landspildu, er veitir vaxtar-
möguleika til ófyriTsjáanlegrar
framtíðar, ef rétt er á haldið.
Það er laftur annað, hvernig
haldið hefnr verið á málum til
varðveizlu þeirra kosta er lega
háskólans býður. Verk Guðjóns
Samúelssonar, þáverandi húsa-
meistara ríkisins, er fyllilega í
samræmi við þá framsýni, sem
þá var möguleg. En að enn
þann dag í dag skuli vera
„keyrt“ eftir hugmyndum, sem
uppi voru fyrir áratugum, en
algjörlega litið framhjá þeirri
þróun, sem síðan hefur átt sér
stað í skipulagi og byggingar-
málum út um allan heim, það
er óafsakanlegt.
Engin heildarstefna eða
áætlun er til, og lýsir það miklu
kæruleysi gagnvart framtíð
Háskóla íslands. Sú aðferð hef-
ur verið viðhöfð hingað til, að
í hvert skipti sem fyrir hefur
legið að byggja yfir einhverja
starfsemi skólans, er hlaupið
til og athugað hvar finna megi
lóðarskika. Lítið tillit virðist þá
tekið til samhengis í starfsemi
eða annarra mikilsverðra atr-
iða, heldur fylgt óljósum hug-
boðum um að nú sé bezt að
reyna að verða ekki fyrir. Er
þá gjarna leitað í útjaðar há-
skólalóðarinnar (t. d. Árna-
garður, Raunvísindastofnunin,
væntanlegt félagsheimili stúd-
enta, o. fl.) eða jafnvel út af
lóðinni (Landsbókasafn, sem
Alþingi hefur samþykkt að
sameina skuli Háskólabóka-
safni). í sambandi við fyrir-
hugaða nýja stúdentagarða er
auðvitað ekki um aðra leið að
velja en finna lóð með sömu
aðferð.
Nú getur reyndar vel verið,
að háskólayfirvöld hafi sína
skipulagssérfræðinga, en fái
ekki réttar upplýsingar um það
hjá þeim, hvað séu aðalatriði
og hvað aukaatriði.
NÝ SJÓNARMIÐ
Nýrri viðhorf í skipulags- og
byggingarmálum háskóla eru í
stuttu máli en einföldu eftir-
farandi: Þróunarhæfni (flexi-
bility) skipulags háskólahverfis
er þýðingarmeiri en fagur-
fræðilegt samræmi. Þróunar-
hæfni hins innra skipulags
bygginganna er þýðingarmeira
en fagurt útlit.
Við erum ekki að byggja fyrir
fastmótaðar þarfir. Allt fram á
miðja þessa öld var háskólinn
það stöðugt fyrirbæri, að
minnsta kosti voru breyting-
arnar svo hægfara, að öllum
virtist ljóst, fyrir hvaða þarfir
var verið að byggja hverju
sinni. í dag gerum við okkur
hinsvegar grein fyrir að þró-
unin og breytingarnar eru svo
hraðfara, að útilokað er, aö
mannvirki, sem við notum í
dag, verði ávallt notað á sama
hátt. Þær áætlanir,sem verið e-r
að gera í dag um framtíð há-
skólans, hljóta aðeins að vera
byrjunin. Sífellt mun þuría að
endurmeta það, hvert hlutverk
háskólinn skuli hafa í þjóð-
félaginu og hvemiig það skuli
bezt rækt. f rauninni veit því
enginn, hvaða þörfum þarf aö
fullnægja eftiir 20 ár, né hvern-
ig háskóli þyrfti að líta út þá.
Með nokkurri vissu vitum við
þó að:
Nemendum mun fjölga mik-
ið.
Kennurum mun verða að
fjölga.
Deildir munu fæðast, stækka,
minnka og aðrar hverfa.
Deildir munu skipta um
hlutverk, klofna, sameinast og
-tak-a upp samvinnu.
Kerfinu mun br-eytt, yfi-r-
deildir og undirdeildir og fleira
þess háttar.
Rannsóknir og rannsóknar-
æfinga-r mun-u verða stór-aukn-
ar.
Ken-nsluaðferðum mun
breytt og tækni aukin.
Um þetta og fleir-a munu
þróunaráætlanirnar fjalla.
Slikar eða aðrar m-unu brey-t-
ingarnar verða, og það verður
ekki hægt að -gera áætlanir um
það langt fram í tímiann.
Þörfin, sem h-afa verður til
viðmiðunar við gerð skipulags-
áætlan-a fyrir háskólahverfið,
hlýtur því að vera:
1. Þörfin í dag.
2. Árlega endurskoðuð áætl-
u-n um framtíðarþörf,
byggð á vísindalegu mati.
3. Yfirlit yfir mögulegar
breytingar, miðað við
áætlun.
Hugsum okkur svona til
gam-ans eina breytingu á
kennslufyrirkomulagi, er hafa
myndi gífurlegar afleiðingar
fyrir þarfir háskólans í bygg-
ingarlegu tilliti.
í Bandaríkjunum á sér stað
um þessa-r mundir byltingar-
kennd þróun á sviði kennslu-
aðferða. Tæknin er þar óspart
tekin í þjónustu kennslunnar,
bæði til að auka afköst kenn-
ara og árangur nem-enda. Þró-
unin bendir ótvírætt í þá á-tt,
að t. d. fyrirlestrar verði allir
haldnir í sjónv-arpssendistöð,
en stúdentami-r séu hver á sínu
herbergi í stúdentag-arðinum,
velji og stilli sjónvarpstæki sín
eftir dagskrá. Þeir geta svo
einnig tekið talið upp á segul-
band og hlustaö á aftur, ef þeir
haf-a ekki skilið allt str-ax. Ef
slíkt fyrir-komulag yrði tekið
upp við hás-kólann, þýddi það
að stórum fyrirlestrarsölum
yrði algjörlega ofaukið, en gera
þyrfti ráð fyrir öðrum hlutum
í staðinn.
Háskóli er sem sagt fyrir-
brigði sem vex og breytist.
Hann verður aldrei fullbyggð-
ur. Breyti-ngarnar eru þrenns-
konar í byggingarlegu tilliti.
1. Afmarkaðar breytinga-r
innan þeirra bygginga, sem
fyri-r hendi eru. Þær má gera
með breytingum á innrétting-
um. Tilefni eru -t. d. breytt
n-otkun, tilfærsla á mörku-m
milli stofinana eða deilda o. s.
frv. Þetta er ekkert vandamál,
ef byggðar eru húsgerðir sem
hafa verið þróaðar sérstaklega
með þetta fyrir au-gum.
2. Vaxtarþörf einstakra
bygginga, t. d. vegna stækkun-
ar einstakra rannsóknar- og
kennslugreina eða dei-lda.
Nefn-a má þennan vöxt „mikró-
vöxt“.
3. Vaxtarþörf háskólans sem
heildar vegna stofnunar nýrra
stórra deilda eða stofnana, sem
leiða af sér vaxtarþörf allra
höfuðhluta háskólans, þar með
tali'ð félagslegan hluta og íbúð-
ir. Nefna má þennan vöxt, sem
skeðu-r með vissu árabili,
,,makróvöxt“ (sjá mynd 3).
Háskólabyggingarnar verða
að innihalda breytingamögu-
leika þá s-em taldir eru í 1. og 2.,
en háskólaskipula-gið verður að
gefa kost á breytingamö-guleik-
um, sem taldir eru í 2. og 3.,
þ. e. „mikróvexti" og „makró-
vexti“. Skipulagið verðu-r þó að
vera þannig úr garði gert; að
það, sem búið er að byggia.
verki bæði sýnilega og raun-
verulega sem heild, og sé laust
við truflanir af byggingar-
framkvæmdum.
Til að fara sparlega með það
land, sem fyrir hendl er, til að
32