Samvinnan - 01.04.1969, Blaðsíða 29
Evelyn Scherabon Coleman:
VETUR VONBRIGÐA
Að mimna íslendinga á, að
eyland þeinra liggi við heim-
skantsbaug, að veturnir þar séu
langir og myrkir og einungis
rofnir iaf skammvinnum birbu-
skeiðum, er með öllu óþarft. En
þótt þessar staðreyndir liggi í
aiugum uppi, geta þær engu að
síður valdið líkamlegum, og
jafnvel einnig andlegum, við-
brigðum hjá útlendingi sem í
fyrsta sinn stendur andspænis
öllu þessu myrkri og öllum
þessum kulda allan þennan
tima. En þó viðbrigðin séu
snögg og gertæk, má vel venj-
ast þessum aðstæðum, einkan-
lega ef maður hefur minn hátt
og verður sér úti um eina af
þessum dásamlegu lamba-
skinnkápum, sem fslendingar
eru svo frábærlega lagnir við
að búa til.
Hinsvegar eru þau viðbrigði
ísmeygilegri, djúptækari og
varanlegri — ég gat aldrei van-
izt þeim eða fundið skjólflík
gegn þeim — að eitthvað af
mynkrinu og kuldanum spegl-
ast greinilega í andlegu lífi ís-
lendinga, eða að minnstakosti
þeim þætti þess sem ég kynnt-
ist bezt, nefnilega Háskóla ís-
lands.
Þessi viðbrigði eru þeim mun
óvæntari og áhrifameiri sem
útlendingar yfirleitt vita það
©’tf um ísland — að frátöldum
kuldanum, fj'arlægðinni og
fiskveiðunum — að þar búi
menntaðosta og bókvísasta
þjóð á heimskringlunni. Og
mér þótti vænt um að komast
að raun um það eftir ársdvöl í
landinu og talsverða eftir-
grennslan og athugun á ýms-
um þáttum íslenzks þjóðlífs, að
bókhneigð og menntunarstig
þjóðarinnar eru ekki bara
áróður fyrir útlendinga, heldur
óhagganleg staðreynd.
Enginn vafi leikur á því að
íslenzka þjóðin — og þar á ég
ekki við þá sem stunda nám
eða störf í Háskólanum — er
betur lifandi andlega en flest-
ar þjóðir aðrar. En sé sú
staðhæfinig rétt, að hver þjóð
búi við þá ríkisstjóm sem hún
verðskuldar, ætti hún lika að
eiga við háskólana, og þá sér-
staklega við Háskóla íslands.
Því miður eiga íslendingar ekki
þann háskóla sem þeir verð-
skulda, því einsog margir evr-
ópskir háskólar, og þá ekki sízt
þýzkir háskólar sem voru og
eru enn beztu háskólar síðustu
aldar, hefur Háskóli fslands
ekki kunnað að laga sig eftir
breyttum menningarlegum,
félagslegum og efnahagslegum
aðstæðum. Nú er ekki lengur
nóg — og var kannski aldrei
— að prófessorinn fari uppi
kennarapúltið og flytji líkam-
lega nærstöddum en andlega
fjarstöddum stúdentum vel eða
illa undirbúinn fyrirlestur,
byggðan á minnisgreinum
hripuðum á gulnaðar pappírs-
arkir. Að vísu verður því ekki
móti mælt, að ein sú lexía, sem
hver menntaður maður ætti að
læra, er að umbera leiðindi á
þokkafullan hátt, en eigi að
síður var mér brugðið þegar ég
horfði á stúdentana sitja
kennslustund eftir kennslu-
stund viðbragðslausa, hripa
hjá sér minnisgreinar af mik-
illi samvizkusemi, en sjaldan
eða aldrei kasta fram spurn-
ingu. Þeir spurðu ekki spurn-
inga vegna þess að enginn vildi
að þeir gerðu það; þeir beittu
ekki gagnrýninni hugsun af
því þeim hafði aldrei verið
kennt það. Þó ég hafi af skilj-
anlegum ástæðum ekki setið í
öllum kennslustundum Háskól-
'ans, man ég ekki eftir einum
einasta fundi eða kennslustund
um neitt efni þar sem fram
færu lifandi umræður. Og það
sem olli mér enn meiri áhyggj-
um var sá grunur — ekki með
öllu ástæðulaus, er ég hrædd
um — að þessir stúdentar
hefðu ekki einasta verið ofur-
seldir fáfræði, heldur beinlínis
aldir upp í tregðu til að taka
þátt í skynsamlegum rökræð-
um. Prófessorinn er dauður,
lengi lifi prófessorinn!
Vitanlega ætla ég mér ekki
þá dul að geta kveðið upp end-
anlegan dóm yfir Háskóla ís-
lands. Hvorki eiitt ár né ein
mannsævi mundi nægja til
þess. Það sem fyrir mér vakir
er einungis að gera ofurlitla
grein fyrir minni eigin reynslu
af Háskóla íslands og skýra
hversvegna ég — sem tel mig
skoða íslenzkt þjóðlíf og bók-
menntir með samúð en einnig
raiunsæi — álít að Háskólinn sé
ófullnægjandi tákn (því tákn
er hann) um hið bezta í ís-
lenzkum anda.
Andrúmsloftið í Háskóla ís-
lands endurspeglar mörg þau
viðhorf sem eru allsráðandi
með þjóðinni í heild: íslend-
ingar eru yfirleitt mjög ætt-
bundnir í víðasta skilningi og
temja sér afstöðu hins rót-
gróna eyjarskeggja gagnvart
aðkomumönnium. Þessvegna
eru háskólastúdentar líka að
jafnaði áhugalausir um að
kynnast erlendum stallbræðr-
um sínum. Þeir virða okkur að
vettugi, eimatt nokkuð napur-
lega, og gefa okkur- ótvírætt til
kynna, að endaþótt návist okk-
ar sé umborin, þá eigum við
ekki að gera okkur neinar grill-
ur: þegar á allt er litið, á góð-
ur útlendingur að kumna sig; á
sama hátt og igott barn má
góður útlendingur láta sjá sig,
en ekki láta heyra í sér. Sem
betur fer hiafði ég góðu lamba-
skinnkápuma til að skýla mér
fyrir íslenzka vetrarkuldamum,
en hvernig átti ég að skýla mér
gegn þessum sálarkulda?
Mér er sérstaklega í minni
erlendur stúdent sem var kom-
imn til íslands í því skyni að
setjast þar að, jafnvel gerast
íslenzkur borgari. Hann var
ekki meitt mannlegt rekald sem
skolað hafði uppá strendur ís-
lands af tilviljun, heldur samn-
menmtaður, næmur og vel f jáð-
ur. Ég fylgdist með hvemig
hann reyndi aftur og aftur að
stofna til kunningsskapar við
innlenda stúdenta og varð vitni
að því, hvemig hamn varð aft-
ur og aftur -að athlægi, en
mætti sárasjaldan mennskri
hlýju. Oft sá ég harnn standa í
einhverju homi Háskólans og
bíða eftir einhverjum „vini“,
en sá „vinur" birtist sjaldan.
Smámsaman varð hann í mín-
um augum tákn þess vanda
sem erlendur stúdent á íslandi
glimir við: óður Don Quixote
leggjandi til atlögu við vind-
myllurnar sem halda bara
áfram að mala einsog ekkert
hafi í skorizt.
Það er því lítið undrunarefni,
að erlendu stúdemtamir sem
búa í stúdentagörðunum halda
hópinn; þeir eiga þess sjaldan
kost að hitta eða kymnast ís-
lendimgum nema í ópersónu-
legum samskiptum, einsog
þegar þeir þurfa að skipta
gjaldeyri, kaupa frímerki í
pósithúsinu o. s. frv. Þetta er
óviðunandi ástand, því það er
engum vafa undirorpið að er-
lendi-r stúdentar gætu grætt
mikið á því sem íslenzk menn-
ing hefur að bjóða; en menn-
ingu er ekki bara hægt að til-
einka sér af bókum: hún verð-
ur að búast holdi og blóði, ekki
bara geymast í ís. Hvað sem
öðru líður eru þessi-r stúdentar
komnir til íslands, sem bendir
Afhending skírteina að afloknu stúdentsprófi.
29