Samvinnan - 01.04.1969, Blaðsíða 10
Sú speki bændaþjóðfélagsins,
að bókvitið verði ekki látið
í askana, lifir enn furðugóðu
lífi meðal islendinga á miðri tækniöld, og er margt til vitnis um það,
til dæmis aðbúnaðurinn að Háskóla íslands og Háskólabókasafni, og
þá ekki siður afstaðan til og aðbúðin að þeim mönnum sem aflað hafa
sér hvað mestrar menntunar i sínum fögum: þeir mega heita óalandi
í þjóðfélaginu. Ég get af eigin kynnum nefnt heilan tug hámenntaðra
manna í ýmsum greinum, ekki sízt verkiegum, sem hafa bókstaflega
talað hrökklazt úr landi vegna vanskilnings ráðamanna og þjóðfélagsins
í heild á þörfum þeirra og mikilvægi í nútímasamfélagi. Sumir þeirra
voru hraktir burt af eldri starfsbræðrum og yfirboðurum, steinrunnum
og geldum öldungum, sem máttu ekki heyra minnzt á nýmæli, breyt-
ingar, tilraunir. Hvað gamlir fauskar í íslenzka mennta- og embættis-
mannakerfinu hafa kostað þjóðina í beinhörðum peningum, væri fróð-
legt að fá upplýst og áreiðanlega ósköp dapurlegt.
Að undanförnu hafa átt sér stað allumfangsmiklar umræður um þarfir
Háskóla íslands og framtíðarskipulag, og hafa stúdentar þar gengið
framfyrir skjöldu að hætti stallbræðra sinna erlendis, og viti menn:
þeim hefur orðið nokkuð ágengt. Hinsvegar vekur það manni hálf-
gerðan hroll, að nú skuli vera rætt af eldmóði um vandamál sem hefði
átt að vera búið að leysa fyrir hálfri öld. Árið 1914, í þann mund sem
fyrri heimsstyrjöldin var að skella á, fóru fram umræður á Alþingi um
stofnun kennarastóls ( klassískum fræðum (grlsku og latínu) við Há-
skóla Islands. Sóttu ýmsir þingmenn fast að fá frumvarpið samþykkt,
enda var verið að hygla stjórnmálamanni, Bjarna frá Vogi, með hægu
embætti, einsog svo oft endranær, þó það kæmi hvergi fram í um-
ræðum Alþingis! Bjarna var veitt embættið eftir að frumvarpið hafði
verið lamið í gegn, en að honum gengnum lognaðist embættið útaf
hljóðalaust! Þv( rifja ég upp þetta sláandi dæmi um afskipti Alþingis
af menntamálum, að í umræðum um frumvarpið heyrðist skýrt og hvellt
að minnstakosti ein raust raunsæis og framsýni, raust Guðmundar
Björnssonar landlæknis, siðasta konungkjörins þingmanns (slendinga,
sem meðal annars hafði þetta að segja fyrir 55 árum:
„Ég heyri menn tala um, að þetta sé nytsemdarmál, þó að það sé
ekki stórmál — að það sé sjálfsagt að samþykkja þetta frumvarp, bæði
vegna þess að það sé þarflegt, og vegna þess að það hafi engan eða
lítinn kostnað ( för með sér. Ég get nú ekki verið þessu samdóma; ég
lít svo á, að hér sé stórmál á ferðinni. Ég var einn af þeim mönnum,
sem vann að því að koma Háskólanum á laggirnar; ég átti þátt ( lög-
gjöfinni um stofnun hans og starfssvið og fékk þv( tækifæri til þess að
hugsa háskólamálið rækilega.
Það, sem menn ( upphafi urðu að gjöra sér Ijóst, var þetta, í hvaða
átt Háskólinn ætti að stefna. Upphaflega var það aðeins tilgangurinn
að steypa saman þessum þremur embættismannaskólum, sem áður
voru til. En þó varð það ofan á, að þar að auki var bætt við kennslu
í fslenzkum fræðum og heimspekin greind frá guðfræðinni. Aðrar nýj-
ungar voru ekki gjörðar. — En þelr, sem nokkuð hugsuðu fram í tim-
ann, voru að bollaleggja hverjum námsgreinum ætti að bæta við næst.
Um það voru að vlsu skiptar skoðanir. En það vil ég segja, að það
gengur óhæfu næst, að Alþingi fari að skipta sér af þessu máli, án
þess að það hafi áður verið rækilega (hugað, hvað Háskólann vanhagar
mest um. Er það grlska og latína? Eða eru það ef til vill aðrar menntir
þarflegri og notadrýgri? Þetta vil ég biðja nefnd þá, er væntanlega
verður skipuð, að íhuga vandlega. Vér verðum ennfremur að hafa það
hugfast í þessu máli, að við getum ekki sökum efnaskorts fengið allt
það, sem við óskum. Vér getum þvl miður ekki komið oss upp svo
fjölskrúðugum háskóla sem stórþjóðirnar. Og einmitt þess vegna verð-
um við að hugsa vandlega um hvert spor, sem við stlgum ( þessu máli
— og þess vegna er hér um stórmál að ræða. Hér er að velja um tvær
stefnur. Eigum vér að hneigjast að málfræðivísindunum og bæta við
latfnu og grfsku, og þar á ofan svo ef til vill arablsku og sanskrít?
Eða eigum vér að taka upp nytsemdarstefnuna og reyna að efla náttúru-
vísindin og reynsiuvlsindin, svo sem fremst er kostur? i því sambandi
vil ég aðeins leyfa mér að benda á það eitt, að flest ung og upprenn-
andi þjóðfélög leggja aðaláherzluna á hin nýju vísindi."
Síðar ( umræðunum komst Guðmundur Björnsson svo að orði:
„Þær eru örfáar þær fræðigreinar sem nú eru kenndar hér ( Háskól-
anum. Þar vantar enn kennslu í mörgum nytsömustu og merkustu
fræðigreinum nútíðarmanna. Eigi að bæta við nýjum kennslugreinum,
þá verður að íhuga hver nauðsynlegust sé; ekkert vit í að breyta til
eða bæta við af handahófi. En þetta nýmæli er eindæma handahófs-
verk — einblínt á grísku og latínu, eins og það eitt vanti eða sá skortur-
inn sé langbagalegastur ....
Hér í Háskólanum er ekki kennd veraldarsaga, ekki landafræði, ekki
jarðfræði, ekki stærðfræði, ekki efnafræði (nema læknaefnum lítils-
háttar), ekki grasafræði, ekki dýrafræði, ekki lögum samkvæmt enska,
franska eða þýzka, ekki svo mikið sem að nútíðaríslenzka sé kennd,
heldur fornmálið eitt, ekki heldur nein mannvirkjafræði, þótt þau séu
alstaðar orðin brýnasta nauðsyn nú á dögum. Til að nema öll þessi
fræði og mörg fleiri verða íslendingar enn sem fyrr að ganga í erlenda
háskóla ....
Flestar þessar háskalegu hugsunarvillur í hversdagssökum og þjóð-
málum, sem alstaðar eru alkunnar, koma af því, að menn eru yfir-
leitt „ónýtir ( reikningi", eins og sagt er í skóla; hafa aldrei eygt eða
skilið og lotið með lotningu tölvísinnar einföldu, eillfu, háleitu og óskeik-
ulu lögmálum; flestar „vitleysur" og „glappaskot" eru blátt áfram barna-
legar reikningsvillur. Og hún er nú líka, tölvísin, alstaðar meðal mennt-
aðra þjóða á hraðri leið, það veit ég, ( skólunum, háum og lágum, upp
í hásæti vísindanna. Mér er sem ég heyri, hvað sagt verður á Alþingi
eftir svo sem 100 ár um þetta tiltæki núna, ef af því verður, að ráða há-
skólastúdent til að vaka yfir l(ki latínunnar og grískunnar, en láta Há-
skólann vera alveg „ónýtan I reikningi", og eiga þó ágætan íslenzkan
fræðimann, Ólaf Daníelsson, ( þeim höfuðvísindum."
Guðmundur Björnsson benti á ýmsa fleiri raunvísindamenn í ræðu
sinni, menn einsog Bjarna Sæmundsson, Þorvald Thoroddsen og Helga
Péturss, en orðum hans var lítill gaumur gefinn, og Alþingi samþykkti
hið flausturslega frumvarp með svipuðum hætti og það hefur æ síðan
fjallað um málefni Háskólans. Það er satt að segja harla kynlegt, að
Háskólinn skuli ekki hafa átt skeleggari málsvara á Alþingi en raun
ber vitni, þegar þess er gætt að margir þingmanna koma úr röðum
háskólaprófessora, formenn beggja stjórnarflokkanna eru fyrrverandi
prófessorar og formaður Framsóknarflokksins er starfandi prófessor.
Hefur þessum mönnum verið um megn að leiða flokksbræðrum sínum
fyrir sjónir, hve mikið veltur á Háskóla íslands um framtíð þessarar
þjóðar, eða eru þeir kannski sjálfir fávísir um það? Seinni kosturinn
er því miður sennilegri, því ekki fara neinar sögur af viðleitni flokks-
foringjanna eða annarra háskólamanna á Alþingi ( þá átt að bæta
fyrir hálfrar aldar vanrækslu á einhverjum brýnustu nauðsynjamálum
íslendinga, því án réttnefnds háskóla verður (sland ekki annað en út-
kjálki og verstöð.
Um það þarf naumast að fjölyrða, að fátt vanhagar þjóðina nú
meira um en fullkomna og vísindalega könnun á þörfum þjóðfélagsins,
og snertir það Háskólann mjög. Án sllkrar vitneskju verður fræðslu-
kerfið að meira eða minna leyti handahófsverk og skipulag Háskólans
ámóta lotterí og það sem nú stendur straum af kostnaði við hann.
Margt bendir til þess, að sumar deildir Háskólans stundi offramleiðslu,
en allt er það samt á huldu, til verulegs tjóns fyrir þjóðfélagið. Könnun
á hagnýtingu háskólamenntaðra manna I atvinnulffinu, til dæmis hjá
ýmsum stórfyrirtækjum ( iðnaði einsog verksmiðjum S.Í.S. á Akureyri,
væri sömuleiðis fróðieg, og mundi sennilega leiða til þeirrar sann-
íslenzku niðurstöðu, að enn sem komið er sé bókvit ekki talið vænlegt
til raunhæfra starfa. Þeirri hjátrú verður að rýma úr landinu hið fyrsta.
s-a-m