Samvinnan - 01.04.1969, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.04.1969, Blaðsíða 42
« ■RVIRMYNDIR Ólafur H. Torfason: RÍS 'ONNUR BYLGJA? Fruntaskapur, samheldni, ódæmi og köggulmennska í Frakklandi Nýja bylgjan Fyrirbæri varð í Frakklandi árin 1958 og 1959. Kvikmyndavélar spóluðu skyndi- lega úr sér heilmörgum kvikmyndum að gagni. Gagnrýnendur, þungaðir aí sið- gæðisvitund og löngu kafnaðir í kommon- sens, blístruðu snöggt, blaðafólk skokkaði til og ritaði með fyrirsagnarskjálfta: Ný bylgja hefur risið í franskri kvikmynda- gerð. Franska kvikmyndin reis, það er eng- inn vafi á því. Nokkrir ungir leikstjórar, sem nú eru lands- og heimsfrægir, sýndu fyrir tíu árum fyrstu myndir sínar. Þess- ir menn þekktust allir. Þeir, sem fá borgað fyrir skrif sín eftir uppmælingu, hafa síðan teygt lopann um hreyfinguna, sem þeir nefndu svo, í tíu ár. Nýja bylgj- an var á svipstundu komin á skörina hjá Moby Dick, Loch Ness skrímslinu, Föld- um fjársjóðum og öðrum fastagestum á síðum þeirra tímarita, sem hafa það að meginmarkmiði að stytta fólki stundir á ýmsa vegu. Fátt hefur verið um hana skrifað af viti, að sögn leikstjóranna sjálfra. Víst er um það, að upp úr 1958 höfðu menn að vissu leyti nokkuð frjáls- ari hendur um gerð kvikmynda sinna en áður hafffi vetrið og söigðiu það sem inni fyrir bjó. Nægir að geta þess að auki, að kvikmyndir þær sem kenndar eru við nýju bylgjuna hafa haft mikil og góð áhrif á kvikmyndagerð um víða veröld hin síðari ár. Sumir þykjast nú sjá þess glögg merki, að ein afleiðing stúdentaóeirðanna í Frakklandi í vor leið verði sú, að upp renni nýtt skeið í þróun frönsku kvik- myndarinnar. Aðrir eru að teygja sig eftir orðinu menningarbylting. Fram að þessu hefur kvikmyndagerð verið þannig háttað í Frakklandi, eins og víðast hvar annars staðar, að kvik- myndaframleiðendurnir hafa haft tögl og hagldir og margsinnis komið í veg fyrir að leikstjórar og höfundar fengju hrundið hugðarefnum sínum í fram- kvæmd. Er margt slíkt steinbítstak í minnum haft og hvergi nærri um gróið. Francois Truffaut hefur minnt á það, er hann og ýmsir aðrir, sem spriklað hafa mest í róti nýju bylgjunnar, komu að máli við framleiðendur í fyrstu og skýrðu hugmyndir sínar varðandi ódýrari gerð á kvikmyndum. Þá kom á daginn, að laun framleiðandans voru einmitt ákveðinn hundraðshluti af heildarkostnaði við gerð myndanna, og var sú fjárhæð oft miklum mun hærri heldur en umboðs- laun þau og gróði, sem hann kunni ef til vill síðar að fá. Til frekari útskýringar skal þess getið, að framleiðandi kvik- myndar er í rauninni fj ármálaráðherra fyrirtækisins, sér um almenna útgerð. Síðan gerist það, sem er vitaskuld ein- stætt, að hann verður eigandi kvik- myndarinnar eftir að gerð hennar er lokið og situr einn að þeim gróða sem inn kemur. Þessar forneskjulegu aðferðir eru leifar gamals tíma, í góðu samræmi við málmiðnað og hjólbarðaframleiðslu, en glannalega í brennipunkti, þegar þess er gætt að kvikmyndaigerð er listgrein. Samvinna og einhugur Á meðan Parísarstúdentar höfðu Óde- onleikhúsið á valdi sínu í fyrravor, efndu nemendur í kvikmyndagerð til ráðstefnu í skóla sínum við Rue de Vaugirard, 15. maí. Þar kom glögglega í ljós að þessu unga fólki er heitt í hamsi. Margir hafa talið, að leikstjórar nýju bylgjunnar geti veriö allstoltir af því sem þeim hefur tekizt að koma í framkvæmd, að kvik- myndir þeirra Truffauts, Godards, Chab- rols, Astrucs og hinna hafi opnað nýjar leiðir, og jafnframt hefur mörgum þótt þessir menn nokkuð harðir í horn að taka og hreinlega viðskotaillir, vegna æðis og frekju. En jafnvíst er, að ungir kvikmyndagerðarmenn í Frakklandi telja, að nú fyrst muni rofa til og skeið fram- faranna hefjast. Hver stappar stálinu í annan, og vafalaust eru hörð átök fram- undan. Hugmyndir ungu mannanna taka af öll tvímæli um það, að Frakkland verður frjósamasti akur kvikmyndarinn- ar á næstu árum, ef öllu verður hrint í fnamikvæmd, sem vaikið var máls á í fyrra. Hinir skapandi aðilar við gerð kvik- mynda, handritshöfundar, leikarar, tæknimenn og leikstjórar, hafa nú sam- einazt í kröfum sínum um lýðræðislegt fyrirkomulag á framleiðslunni. Öllum er frjálst að segja álit sitt, allar tillögur eru teknar til athugunar. Hugmyndum er varpað á allar hliðar og reynt að magna hvarvetna það bezta fram. í menningar- miðstöðinni í Suresnes var efnt til sam- komiu alls áhugafólks 26. maí í fyrra. Fundurinn hófst um áttaleytið að kvöldi. Honum lauk klukkan sex næsta morgun. Næsti fundur var settur klukkan tvö eft- ir hádegið og honum lauk klukkan fjögur um nóttina. Mun fundartími vera tákn- rænn fyrir áhuga þann, sem á fram- kvæmdum er hjá hinu unga fólki. Á sam- komunum hefur verið fjallað um ýmsar smávægilegar endurbætur, almennt yfir- lit og um hreint og beint byltingarkennd áform. Flest af því hefur fyrir löngu þótt sjálfsagður sannleikur á öðrum menn- ingarsviðum, en annað verður sennilega aldrei meira en óraunhæfir loftkastalar eða tækifærisþrugl. Undanfarið hafa svo ungir franskir kvikmyndagerðarmenn setið skallsveittir við nýskipan sinna mála, enda þótt fæst af því hafi ennþá séð dagsins grjótljós. Allsherjarsamkomurnar í Rue de Vau- girard og Suresnes höfðu gengið vonum framar og ekki leið á löngu þar til efnt var til hinnar þriðju. Hún varð ennþá fjölmennari en hinar. Helztu umræðu- efnin voru: Afnám hvers konar einokunar í kvik- myndagerð. Rikisskipan á beinar fjárveitingar til kvikmyndahúsa. Samvinna kvikmynda og sjónvarps. Sjálfstjórn sjónvarpsins. Myndun framleiðsluhópa sem starfa eftir lýðræðisfyrirkomulagi. Afnám kvikmyndaeftirlitsins. í tillögunum ber mest á þremur höfuð- atriðum: 1. Krafizt er að tekið verði upp kerfi sem tryggir jafnan ágóðahlut. Tæplega er hægt að kalla þetta byltingarkennt áform, og framkvæmd þess mundi ein- ungis ryðja úr vegi hinu forneskjulega fjárhaldskerfi, sem færir framleiðand- anum allan ágóða. Aðeins vinsælustu kvikmyndaleikararnir og einstaka al- þekktir leikstjórar hafa hingað til fengið eitthvað í sinn hlut af ágóðanum, og telst raunar til undantekninga, þegar á heild- ina er litið. Hér skal snúa við blaði, segir hið unga fólk, kvikmyndir skulu ekki lengur verða eign framleiðenda, heldur fólksins sem býr þær til. 2. Harðlega er mótmælt hinni ein- strengingslegu stefnu de Gaulles í menn- ingarmálum. Tákn þeirrar stefnu er, hvað kvikmyndum viðvíkur, Centre Nati- onale du Cinéma (CNC). í rauninni er ógerningur að ráðast í kvikmyndagerð í Frakklandi án þess að hljóta til þess ýmls vottorð og siamþykki CNC, sem þar að auki ræður yfir styrkveitingum, leyf- um fyrir margs konar afslætti og hefur umsjón með kvikmyndahátíðunum. Reiði kvikmyndagerðarfólks beinist eiginlega ennþá heiftarlegar gegn gerræðislegum vinnubrögðum þessarar stofnunar heldur en gegn kvikmyndaeftirlitinu, enda er afnám þess sjálfsagt og augljóst mál, sem óþarfi er að telja upp allar ástæður fyrir. 3. í þriðja lagi vill kvikmyndagerðar- fólkið að komið verði á fót opinberum kvikmyndahúsum til viðbótar við þau sem eru í einkaeign (með það fyrir aug- um að slík kvikmyndahús hverfi smátt og smátt úr sögunni). Þetta er sennilega eina tillagan, sem kallazt getur verulega byltingarkennd, enda standa flest spjót- in á henni. Lagt er til, að í byrjun verði myndaðir sjálfstæðir framleiðsluhópar eða samvinnuflokkar. Þeir eiga síðan í sameiningu að vinna að gerð kvikmynda, allt frá fyrstu áætlanagerð til endanlegr- ar framleiðslu og dreifingar. Þetta stang- ast illa á við hugmyndir núverandi ráða- manna um kvikmyndaiðnað. Ábyrgðar- menn skal kjósa úr hópi kvikmyndagerð- arfólksins sjálfs. Koma skal á laggirnar opinberu dreifingarkerfi og opinberum kvikmyndahúsum, til þess að vernda þau gegn gjaldþroti, ef þau reyna að sýna eingöngu vandaðar myndir. Þannig má komast hjá því að þurfa að sýna aðrar og léttvægari myndir inn á milli, til þess að rétta fjárhaginn við. Á allsherjarsam- komunum var eindreginn meirihluti 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.