Samvinnan - 01.04.1969, Blaðsíða 72

Samvinnan - 01.04.1969, Blaðsíða 72
njóta útsýnis úr meir en 2000 metra hæð. Einnig er skroppið í skemmti- ferð suður yfir fjallaskörðin til ítaliu. Frá Sviss er ekið hina undurfögru leið um Svörtuskóga og Heidelberg til Rínarlanda, og dvalið í fjóra daga við Rín í Rudesheim, einum frægasta skemmtanabæ við sögufræga Rín. Þar hljómar glaðvær söng- ur svo að segja nótt og dag, og um helgina, sem við dveljum þar, er „Vínhátíðin", þar sem drottningin er krýnd. Farið er í ökuferðir um Rínarbyggðir og siglt á fljótinu með skemmtilegum farþegaskipum. Fararstjóri: Jón Helgason. EDINBORGARHÁTÍÐIN Brottför 31. ágúst. 7 daga ferð. — Verð kr. 14.580.— Þessi vinsæla ferð hefir verið farin á hverju ári í átta ár og jafnan fullskipuð. Fara allmargir árlega, enda er Edinborgarhátíðin mikilfeng- legasta listahátíð álfunnar, auk þess sem Edinborg er mjög fögur borg og ánægjulegt að dvelja þar sólheita sumardaga. Farið er í skemmti- ferðir upp í hálendi Skotlands og hin fögru vatnahéruð, en jafnan komið heim á hótel í Edinborg að kvöldi. Hægt er að framlengja dvöl- ina og skreppa til London. Fararstjóri: Gunnar Eyjólfsson leikari. ÆVINTÝRAFERÐIN TIL AUSTURLANDA. — GRIKKLAND — EGYPTALAND — LÍBANON — LANDIÐ HELGA Brottför 3. október. 21 dagur. — Verð kr. 39.800.— Þeir mörgu, sem tekið hafa þátt í þessum vinsælu ferðum SUNNU á ævintýraslóðir Austurlanda, eiga fæstir nógu sterk orð til að lýsa þeim undrum og furðum, sem fyrir augun ber. í þessa ótrúlega ódýru Aust- urlandaferð komast jafnan færri en vilja. Valinn er sá tími árs, þegar veðrátta og hiti er heppilegastur, og því aðeins farin ein ferð á ári. Verðið er svona lágt vegna samvinnu við enska ferðaskrifstofu og vegna hagkvæmra samninga við hótel, en eingöngu er dvalið á fyrsta flokks og luxushótelum. Flogið er til London og þaðan til Aþenu, þar sem dvalið er í þriá daga. Ekið um hinar sögufrægu grísku byggðirtil borgar véfréttarinnar, Delfi. Verið við sólarlag á Aþenuhæðum við Akropolis. Flogið tii Beirut. Skoðaðir leyndardómar þessarar frægu borgar vegamóta í Austur- löndum nær. Skoðaður hinn frægi gull- og skartgripamarkaður, heim- sóttir persneskir teppasalar f fríhöfninni. Ekið yfir Líbanonsfjöll til Baalbek og Damaskus. Komið í frægasta næturklúbb og spilavíti veraldar. Frá Beirut er flogið til Kairo og dvalið á góðu hóteli á bökk- um Nílar. Siglt á Nfl, farið um margbreytileg hverfi þessarar austur- lenzku stórþorgar. Skoðuð „undur veraldar", pýramfdarnir miklu í útjaðri eyðimerkurinnar og komið á bak úlföldum. Farið suður til Luxor og Karnak og skoðaðar hinar miklu, sögufrægu grafir Faraó- anna. Ennfremur til Assúan, þar sem mestu vatnsaflsmannvirki verald- ar rísa í undurfögru umhverfi Núbíu suður við landamæri Egyptalands og Súdans. Frá Kairo er flogið til Jerúsalem, með viðkomu á Kýpur. Þar er dvalið í fimm daga og skoðaðir allir helztu sögustaðir Bibiíunnar. Gamla Jerúsalem, Via Doiorosa, gröf Krists, leið krossins, Getsemane, Olíu- fjallið, Betanía, Betlehem, Jeríkó og Dauðahafið, þar sem fólki gefst kostur á að synda í saltasta vatni veraldar. Frá Jerúsalem er flogið til London, þar sem dvalið er í tvo daga, og hægt að framlengja dvöl, ef óskað er. Fararstjóri: Guðni Þórðarson. MEÐ ÞJÓÐLEIKHÚSINU UM BYGGÐIR VESTUR-ÍSLENDINGA 16. júní — 18 dagar — kr. 49.700.— Þetta er ferðin, sem margir hafa beðið eftir. Hæg og þægiieg ferð til að heimsækja allar helztu byggðir íslendinga í Vesturheimi og taka þátt í veizlugleði og fögnuði, þegar Þjóðleikhúsið heimsækir Vestur- íslendinga í fyrsta sinn og sýnir eina af perlum íslenzkrar leiklistar, ,,íslandsklukku“ Laxness. Flogið til Winnipeg og verið þar á þjóðhá- tíðardaginn. Ferðir um Nýja ísland, Gimli, Ásborg og víðar við Winni- peg og Manitobavatn. Komið til Norður-Dakota. Flogið til Kyrrahafsins og sóttar heim fjölmennar byggðir Vestur-fslendinga í Vancouver, Seattle og víðar þar. Flogið til Miðríkja Bandaríkjanna, Minneapolis, þar sem íslendingar hafa gert garðinn frægan. Og loks dvalið í New York síðustu daga ferðarinnar. Fararstjóri: séra Ólafur Skúlason. í SUNNUFERÐUM eru eingöngu notuð góð hótel. Á Mallorca notar Sunna nú alls ekki ódýrustu verðflokkana og öll hótel og íbúðir, sem Sunna ræður þar yfir, eru með einkabaði, svölum og oftast fylgir sundlaug. Eigin skrif- stofur SUNNU í Palma á Mallorca og í Kaupmannahöfn, með islenzku starfsfólki, veita mikilvæga þjónustu. Leiguflug og hagkvæmir samn- ingar til langs tíma við hótel erlendis er skýringin á hinu ótrúlega lága verði SUNNUFERÐA. Kjörorð okkar er: Aðeins það bezta er nógu gott fyrir okkar farþega. Við gefum sjálfum okkur ekki einkunn, en spyrjið þá mörgu, sem reynt hafa SUNNUFERÐIR og velja þær aftur ár eftir ár. Kynnið ykkur verð og gæði annarra ferða, sem á boð- stólum eru, og vandið valið. Þér munuð þá eins og þúsundir annarra íslendinga hafa komizt að því að SUNNA opnar yður ótal ævintýra- leiðir til ódýrra utanlandsferða. Sunnuferðir eru vinsælar og viður- kenndar af þeim fjölmörgu, sem reynt hafa, þær eru ódýrar úrvals- ferðir og þessvegna eru það SUNNUFERÐIRNAR, sem fólkið velur. SUNNUFERÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.