Samvinnan - 01.04.1969, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.04.1969, Blaðsíða 34
tengja alla hluta háskólans á sem beztan hátt og fulhisegja áðumefndum kröfum um vaX'tarmöguleika, er eðlilegt að gert sé ráð fyrir mjög þéttri byggð. Byrjað er á byggingu kjairna er fullnægir öllum helztu þörfum, en síðan byggt við í útjöðrum hans eftir ákveðnu kerfi. Til eru margs- konar form á slíku kerfi. Ef flétta þarf kerfið inn í byggð, sem er fyrir hendi, verða mö'guleikarnir margbreytilegri og lausnirnar erífiðari. Við skulum nú líta á eitt er- lent dæmi, til að gera okkur betur grein fyrir við hvað er átt með slíku kerfi. Fyrir rúmu ári lauk tveggja hluta noirænni samkeppni meðal arkítekta um skipulags- áætlun fyrir nýstofnaðan há- skóla í Oulu í Norðúr-Finn- landi. Margar tillögur er bár- ust þykja sýna fram á mjög at- hyglisverðar lausnir á ýmsum grundvallaratriðum háskóla- skipulags, þótt flestir þátttak- endur og dómarar væru reynslulitlir. Fyrstuverðlauna- hafinn, arkitektinn Kai Virta, var aðeins 28 ára. Skólinn á að skiptast í 3 aöaldeildir, heim- spekideild, tæfcnivísindadeild og læknavísindadeild. Þetta eru einskonar yfirdeildir, en að þeim standa undirdeildir og kennslugreinar, sem aftur styðjast við mismörg „institut" eða stofnanir. Skólimn var stofnaður 1959 með 412 sitúdemtum, en miðað er við 3840 árið 1970 og 8000 árið 1980. Við athuganir á 1. verð- launa-tillögunni sjáum við, að gert er ráð fyrir mjög þéttri byggð. Stúdentaíbúðir eru fyr- irhugaðar í turnum, er standa við háskólagötuna (yfirbyggð göngugata), en hún liggur eftir hverfinu emdilöngu, Meðfram götunni raðast á svipaðam hátt kennslusalir og félagslegar stofmanir, en í lægri bygging- um. Út frá götunni vaxa síðan lágar byggingar með vinnu- og æfingasölum á j'arðhæð, en skrifstofum og rannsóknastof- um stofnananna á 2. og 3. hæð (sjá mynd 2 og 3). Sjá má á mynd 3 hvernig „mikróvöxtur" á sér stað með mögulegri útvíkkun stofnana,, en „makróvöxtur" með heild- arstækkun háskólans, þ. e. miðsvæðis, íbúða, stofnana, o. s. frv. Þetta er aðeins eitt dæmi um hvernig slíkt vaxitarkerfi getur verið. Auðvitað hafa ýmsar aðrar leiðir verið farnar. Ef við nefnum kerfið í Oulu „línu- lagagerð", þá má tala um „net- gerð“ „einingagerð" o. fl., allt eftir því hvernig vaxtarþörfum er fullnægt. NÝJAR AÐFERÐIR En hvað er þá rétt að gera hjá okkur? Augljóslega erum við svo fjárhagslega vanmegn- ug og lítil þjóð, að við munum alltaf verða á eftir hvað við- víkur að sjá Háskóla íslands fyrir nægilegu húsnæði, miðað við hvað æskilegt væri. Þeim mun meira atriði er að hafa fyrirhyggju og gæta þess, að þeir fjármunir, sem ráðstafað verður til nýbygginga hans á ókomnum árum, nýtist til fulls. Fjöldi þjóða eyðir í það tals- verðum kröftum að rannsaka á hvern hátt megi ná sem mesturn árangri á þessu sviði. Með allflestum þjóðum Vest- ur-Evrópu hafa viðkomandi yfirvöld iagt inn á þá braut að efna til hugmyndasamkeppna um gerð skipulags- og bygging- aráætlana. T. d. hafa hinar Norð'urlandaþjóðimar allar efnt til norrænna samkeppna meðal arkítekta um nýskipu- lag og endurskipulag háskóla sinna. Sjálfsagt er fyrir okkur að taka upp sama fyrirkomu- lag og reyndar um mörg fleiri viðfangsefni, þar sem mikið er í húfi að vel takist til. Þaö hleypir fram þróuninni, gefur af sér góða yfirsýn yfir mögu- leikana, sem fyrir hendi eru, leiðir af sér aukna getu Oig þekkingu og er vænlegast til árangurs. Viðurkennd staðreynd er, að því óháðari sem skapari ein- hvers verks er kaupanda þess eða umbjóðanda sínum, þeim mun betri verður árangurinn af starfi hans. í okkar tilfelli á þetta við um tvo aðila: í fyrsta lagi þann aðila, sem meta á hlutverk háskólans, starfssvið og aðferðir, þ. e. gera þróunaráætlun. Til þess er ekki hægt að nota háskólamennina sjálfa; þeir hafa of mikilla hagsmuna að gæta hver á sínu sviði og hafa ekki hlutlausa yfirsýn. Til þess þarf hina fær- ustu menn, óháða og framsýna. í öðr.u lagi þann aðila, sem á grundvelli niðurstöðunnar af vinnu hins fyrri, er fenginn til að skapa þann byggingarlega ramma, er fullnægir ýtrustu kröfum um áramgur af erfiði. Kemur þar til kasta þekkingar, skynsemi og hugmyndaauðgi, er bezt verður nýtt með þvi frelsi, er felst í forrni opinnar hugmyndasamkeppni. Hróbjartur Hróbjartsson. Mynd 2: Háskólinn í Oulu. Fyrstu verðlaun samkeppninnar. Líkanið sýnir fullbyggt hverfið frá suðvestri. Mynd 3: Háskólinn í Oulu. Grunnmynd í mœlikvarðanum 1:10.000. Aðalhœö með háskólagötu. Strikuð lína afmarkar fyrirhugaðan fyrsta áfanga. Litlar örvar sýna „mikróvöxten stórar örvar „makróvöxt“. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.