Samvinnan - 01.04.1969, Blaðsíða 57

Samvinnan - 01.04.1969, Blaðsíða 57
,,tilr,auin“ sem áreiðanlega gerði sitt stóra strik í reikninga stofn- unairinnar. Enn er þess að geta að þýðingin á „Fyrirheitinu" var afleit, og er einsætt að ráða verði sérstakan íslenzkumann að Þjóðleikhúsinu til að fara yfir texta, því þar virðist enginn ábyrgur iaðili hafa snefil af tilfinningu fyrir islenzku máh, einsog fjölmörg dæmi sanna. Eina sýning Þjóðleikhússins fyrripart veitrar sem segja má að sætt hafi tíðindum var „Púntila bóndi og Matti vinnumaður“ eftir Bertolt Brecht í uppfærslu austur-þýzka leikstjórans Wolf- gangs Pintzka. Þó þetta magnaða og mairgslungna verk væri að vísu ekki í öllum greinum fært upp eftir forskrift höfundar, sem bæði var andvigur stjörnuleik og vildi láta ádeiluna sitja í fyrir- rúmi, varð sýningin eftirminnilegur leiklistarviðburður. Róbert Arnfinnsson fór á kostum í gervi Púntila og vann einn sioin fræg- asta leiksigur, en Rúrik Haraldsson hélt í við hann í hlutverki Friðriks dómara. Má með sanni segja að Róbert bæri sýninguna uppi, en jafnvægi hennar raskaðist með því að Erlingi Gíslasyni lánaðist ekki að blása því lífi í túlkun sína á Matta vinnumamni, að ha,nn yrði jafmoki óðalsbóndans, þó sú sé greimilega tilætlun Brechts. Slaigsíða sýnimgarimnar stafaði einnig af því, að við eigum ekki nægilega stóran hóp hæfr.a leikenda í minni hlutverk, en Brecht-sýningar eiga mest undir því, að í hverju rúm'i sé valinn maður. Sýningin leiddi ótvírætt í ljós, að hópvinnu leikara í Þjóðleikhúsinu er mjög ábótavant, en það sýndi sig í „Marat/ Sade“ undir stjórn Kevins Palmers, að hægt er að þjálfa hópinn þamnig að hann starfi sem ein heild. Til þess þarf einungis einbeitni, alúð og umfram allt nægan æfingatíma, en harm hefur einatt verið skorinn við mögl í Þjóðleikhúsinu. Þráttfyrir þessa amnmarka var sýningiin reynsla sem í mimnum verðuir höfð, og átti austur-þýzki leikmynda- og búningateiknar- inm Mamfred Grund sinn ósmáa þátt í því. Leikmymdir hans voru einfaldar, stílhreinar og gullfallegar, ekki sízt baktjaldið með finnska lamdslaiginu og niakið tréverkið á sviðimu. Verkefni Leikfélags Reykjavíkur það sem af er vebri hafa verið fróðlegri viðkynmingar þegar á heildimia er litið en verkefni Þjóð- leikhússins. Það hóf leikárið með því að fara í gamlar skúffur og draga fram þjóðlegt „kassastykki", sem líklegt væri til að laða fólk að Iðnó, enda varð sú raunin. „Maður og kona“ í leik- búningi þeirra Emils Thoroddsens og Indriða Walaige er hnyttileg þjóðlífsmynd þar sem megináherzla er lögð á sérkenmilega per- sónumótun með kjammiklum og uppmálandi samtölum sem vekja „þjóðlegan" hugblæ. En lífsanda leikhússins hafa þeir ekki megnað að blása í verkið fremur en aðrir sem glimt hafa við svipaðar þrautir, Ástæðam er eimfaildlega sú, að lögmál skáldsög- unnar og lögmál leikhússins eru andstæð og ósættamleg. Jóni Sigurbjörmssyni fórst sviðsetnlngin eftir atvikum vel úr hendi; sýningin var áferðarfalleg, smurðulítil og víða allfjörleg, en hvei'gi veruiega hrifandi, sem kamnski var ekki von. Leiktjöld Steimþórs Sigurðssonar, natúr.alísk og rómantisk í senn, áttu sinn góða þátt í þekkilegu yfirbragði sýningarinmar. Af leikendum kvað langmest að þeiim Brynjólfi Jóhanmessyni í hlutverki séra Sigvalda og Valdemar Helgasyni í gervi Hjálmars tudda, en þeir léku sömu hlutverk í fyrstu uppfærslu verksims veturinn 1933—34. Samnaði Valdemar hér enn eimu simmi merki- lega hæfni símia til að gera lítil hlutverk s-tór í smiðum og eftir- minnileg. Regína Þcrða’rdóttir fór næmlega með hlutverk Þórdís- ar húsíreyju og Inga Þórðardóttir átti kátlega spretti í gervi Staða-Guinnu. Undiritektir áhorfenda við þessa rómamitísku og ýktu þjóðlifsmynd voru til vibnis um, að þjóðl'eg efni frá liðinni tíð eiga enn sterk ítök í íslenzkum leikhúsgesbum, þó leikrænir kostir séu í lágmarki. Næsta verkefni Leikfélagsins, „Yvonne Borgumdarprinsessa“ eftir pólska útlagaskáldið Witold Gombrowicz í lipurri þýðingu Magnúsar Jónssonar var alger gagnstæða „Manns og komu“, frá- bærlega lifandi og skemmtilegt sviðsverk sem hélt athyglinmi glaðvakandi frá byrjun til enda, þó kanmski væri ekki ávallt full- komlega ljóst hvað fyrir höfumdinum vekti. Gombrowicz er í vissum skilningi amdlegur ættfaðir absúrd-höfumdamma svo- mefndu, emda var þetta verk samið 1935, þó það væri ekki sett á svið fyrr en 1957. Það sem er áhugaverðast við leikrit hams, að slepptum hinum ótvíræðu leikrænu kostum, er fastmóituð lífssýn hans eða einkaheimur sem lýtur sínum eigin lö'gmálum. Hjá Gombrowicz eru það atvikim og aðstæðurmar sem öllu máli skipta, em ekki „sagan“, perscnurnar eða mannlegur vilji. Þessi lífsskilm- ingur hefur verið nefndur sitúasjónalismi, og Gombrowicz talar um „formbindandi rökvísi aðstæðnanna“; hver lathöín mannsins ákvarðast af 'aðstæðum hans hverju sinmi, em um leið breytir at- höfnin honum í nýjan mann. Það er í sífelldu samspili aðstæðna og viðbragða sem einsitakliingurinn fæðist í hverri líðamdi andrá. Vissulega eru þetfa áhuigaverðar og frjóar kenningar, en Gom- browicz er ekki þræll kenninga sinma, heldur hagnýtir þær til að veita óstýrilátu hugmyndaflugi og ær,slafenginni kimni aukið svigrúm. „Yvonne Borgundarprinsessa“ er hvorki einfalt verk né auðtúlkað: það lifir á mörigum plönum í senn, birtir okkur heim ævimtýnsins með öllum sínum hefðbumdnu persónuim, en allt fær samt öfug formerki áður en lýkur, afþví persónurmar eru lei’ks- oppar atvika sem sífellt eru að breyba eðli þeirra og ætlunum, skapi þeirra, smekk og tilfinmimgum. Einnig mætti líta á leikinn sem dæmisögu um fólk í álögum steinrumnins kerfis, fjötrað úreltum og lamamdi hef ðum, og enn mætti túlka hann sem dæmi- sögu 'um samskipti ólíkra kynþátta. Engin skilgreining á leiknum er semsé einhlit, en hann vekur máttuga tilfinningu fyrir mamm- lífimu og miargvísleguim kostum þess, sem allir fela í sér óendam- lega möguleika til góðs og llls. Sveinn Einarsson setti þetta a'farvamdaisama viðfamigsefni á 4 "[7 1 i U Jt 'H i Hópatriði úr „Yvonne Borgundar- prinsessu“. Guðmundur Magnússon og Valgerður Dan í „Orfeus og Evrýdís". Róbert Arnfinnsson í hlutverki Púntila. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.