Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 19
Konan ......... nýtt sögulegt fyrirbæri stjórnuðu þeim vel með tölvum og öðrum vísindatækjum, til að koma í veg fyrir offjölgun og úrkynjun. Þær litu betur eftir ungum stúlkum en nú tíðkast og leyfðu þeim ekki að verða mæð- ur fyrr en æskilegt væri. Allt uppeldi barna tæki miklum fram- förum og fólk yrði að læra að hugsa kvenlega, jafnt piltar sem stúlkur. Herir yrðu leystir upp, aðrir en Hjálpræðisherinn, en hermenn sendir til að græða upp eyðimerkur og gera þær byggi- legar. Nokkur herskip yrðu varð- veitt sem sögulegar minjar, en engin ný smíðuð né heldur her- flugvélar. Vélakostur yrði gerður hæggengari en hann er nú og hávaðaminni. Vísindaþekkingu yrði haldið við og miklu við hana aukið og nýjar leiðir fundn- ar til að hagnýta reynslu frá einu sviði á öðru. Engu fyrir- tæki yrði stjórnað miður en menn stjórna nú hænsnabúum og kúabúum. Mjög tæki að draga úr glæpum og óknyttum, allt nið- ur í 10—15% af því sem nú gerist. Nýjar rannsóknir yrðu gerðar til eflingar kvenlegri hugsun, þeim brotum sem til eru yrði safnað saman, og ný vísindi, friðarfræði og aðrar skyldar greinar, yrðu til. Um leið væri dregið úr mörgum þrúg- andi kenningum karlaveldisins. Á löggjafarþingum myndu kon- ur sitja og hafa með sér einn og einn karlmann sem eins konar skrautfjöður og viðurkenningu á því að karlkynið ætti sér nokk- urn tilverurétt. í stjórn yrði sett- ur einn karlmaður og gegndi hann embætti blómamálaráð- herra. Pólitíkin yrði kvenleg og miklu fágaðri en nú gerist. Lýð- skrumarar yrðu kældir niður og settir á fyrrgreind lyf. Öll fjár- mál breytast, með því að hætt verður að greiða vexti, og gengis- fellingar verða lagðar niður og mjög dregur úr allskonar fjár- svikum og braski, enda verða flestir lögfræðingar konur eða starfa undir eftirliti kvenna. Dagblöð taka miklum stakka- skiptum, ritstjórar verða hug- sjónakonur, lítið verður sagt frá glæpum og illvirkjum, og hern- aðartíðindi verða engin. Æðstu konur landa halda ráðstefnur í suðrænum löndum á vetrum, en norðlægum að sumri til þess að sjá svo um að ekki gangi neitt úr skorðum í veröldinni og vandamál verði leyst meðan þau eru viðráðanleg. Alþjóðlegt mál verður tekið upp og lært í skól- um allra landa og ritað og talað þannig að fólk geti skilið hvert annað. Nokkrar kennslubækur verða gefnar út, sem eru eins um heim allan, þar á meðal ein um hlutverk móðurinnar, önnur um uppeldi samvizkunnar og tillits- semi við aðrar manneskjur o. s. frv. Stórkostlegustu framfarirnar verða þó í ræktun eyðimerkur- svæða og annarra landshluta, sem nú teljast óbyggilegir, því fjármagn það, sem notað er nú til hervæðingar, verður hagnýtt til þeirra þarfa, og margir þeirra karlmanna, sem eftir verða á jörðinni, fá þar atvinnu og um leið fræðslu í því að láta náttúr- una vinna með sér, en ekki á móti. Hugsjónakonur munu leita lausnar á grundvallarspurningu firringarinnar og finna hana, svo að verk mannanna og afrek tækn- innar verði manneskjum ekki til bölvunar, heldur blessunar. Wú- wei-kenningin verður skilin og hagnýtt og nýtt stillilögmál fund- ið, svo að skortur og óhóf eyð- ist, og hætt verður framleiðslu á hégómlegum hlutum og skað- legum. Þar sem hið forna mæðraveldi er hjúpað hulu forsögunnar og hugsun þess er nú aðeins að finna í skáldskap og dreifðum brotum fornrita og nútíðin er mjög ólík hinni gráu forneskju, verða konurnar að skapa hug- sjónafræði mæðraveldis framtíð- arinnar, líkt og þegar menn reisa úr rúst forna borg, sem eytt hefur verið með ofbeldi og síðar sandi orpin og mold. Það verður ekki auðvelt verk, enda líta margar menntakonur svo á að lausnin sé sú að bæði kynin, konur og karlar, eigi að fá það sem þeim ber og búa saman í sátt og samlyndi á jörðu, svo lengi sem mannkynið á eftir ó- lifað. Það er eins konar náttúru- réttarhugsun, áður kunn úr hug- sjónasögunni. Vafamál er hvort hún nægir þegar annað kynið ógnar öllu lífi á jörðu með fram- ferði sínu. Kjarni málsins er að konurnar hafa ekki fengið (eða vilja þær ef til vill ekki?) sinn hlut í forystunni í mannfélögum samtíðar vorrar, og þar af leið- andi hafa þær heldur ekki getað lagt sitt fram til lausnar þeim vanda, sem við er að stríða, en hann er nú fólginn í innri hætt- um frá þeim öflum, sem í menn- ingunni búa. í þriðja heiminum stríða menn enn við ytri hættur, skort, fátækt, fáfræði, vanheilsu, — en einnig við mjög sterka ástríðu: Hvernig er auðið að út- rýma andstæðingum, þeim s^m hugsa eitthvað annað og gera annað en það, sem vér viljum? Dagur er að kveldi kominn. Á morgun taka konurnar við og leiðrétta það, sem hér er missagt, og auka við það sem bendir í rétta átt. Sagan um mæðraveldið er fyrst og fremst fyrir ykkur sögð. Jóhann Hannesson. Aase Eskeland: Er konan uppfinning þessarar aldar? Ef dæma má af langflest- um sagnfræðingum og kennslu- bókahöfundum, má næstum slá því föstu. Á löngum skeiðum sög- unnar hefur það ekki verið talið til góðra siða að nefna aðrar „sögulegar“ konur en Maríu — hún var til vonar og vara hrein mey. Það verður Kleópatra aft- urámóti varla talin hafa verið, enda er hennar miklu sjaldnar getið. Nú eru að vísu sem betur fer til aðferðir, sem gera mönnum kleift, nánast í mótsögn við sögulegar heimildir liðinna alda, að álykta, að einnig á svoköll- uðu menningarsvæði okkar hafi verið til konur og það jafnvel svo þúsundum skiptir og um þúsundir ára. Menn halda því jafnvel sumir fram, að allan þennan tíma hafi konur verið til í nokkurnveginn jafnmörgum ein- tökum og karlmenn — og á sumum skeiðum jafnvel í tals- vert fleiri eintökum, vegna þess að þær hafi öfugt við karlmenn- ina ekki nema að litlu leyti gert sér það að frístundagamni að drepa hver aðra með skipulegum hætti. Þráttfyrir þessa stærðfræði- legu staðreynd var konan semsé ekki til í sögulegum skilningi, ef svo má orða það, fyrr en á þess- ari öld. Yfir því er reyndar óþarft að gráta nema þurrum tárum; saga mannkynsins, þ. e. a. s. karl- mannsins, er ekki yfirvættis göf- ug þegar á heildina er litið. Miklu skammarlegri er þó að sínu leyti óskrifuð saga konunn- ar; einn meginkaflinn í þeirri sögu ber yfirskriftina „Verk sem aldrei voru unnin“ eða „Svik konunnar við sjálfa sig og hinn helming mannkynsins". Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að gera nánari grein fyrir einu atriði: Ég er ekki „kvenréttindakona", en ég virði og met mikið af starfi kvenrétt- indahreyfingarinnar og þann und- irstöðuárangur sem þetta um- fangsmikla og afarerfiða starf hefur fært okkur; þar er tví- mælalaust langsamlega mikil- vægastur kosningarétturinn og óskoraður réttur til pólitískra starfa. Og það er í þessu efni sem við bregðumst að heita má fullkom- lega nú og verðskuldum því í rauninni ekki heldur, til góðs eða miður góðs, neitt rúm í sögu líðandi stundar. Við hagnýtum ekki þau sjálfsögðu réttindi sem aðrir hafa fært okkur; við hrækj- um á óþreytandi viðleitni hinna góðu forvígismanna réttindabar- áttunnar með því að hagnýta ekki réttindin, með því að sitja með hendur í skauti og láta heim- inn, landið, borgina, sveitina eft- ir sem áður stjórna sér sjálf eða lúta stjórn karlmannsins eins, sem getur í ákveðnum og talsvert mörgum mikilvægum þjóðfélagsmálum næstum verið eitt og hið sama. Við öxlum ekki ábyrgðina, og það er ógæfa okkar og þá um leið ógæfa heimsins. Það er rétt, jafnvel þó við takmörkum sjónarsviðið við Norðurlönd ein, að konan hefur ekki enn öðlazt öll þau réttindi sem maðurinn siglir með undir glaðlegri veifu sjálfsagðra hluta. Þetta er rétt, og fylla mætti þykkar bækur með dæmum um það. Þó er það smávægilegt í samanburði við þá staðreynd, að við færum okkur ekki í nyt þau grundvallarréttindi sem okkur hafa fyrir löngu verið tryggð. Löggjöf Norðurlanda leggur „nú þegar“ grunninn að mannfélagi, ekki bara karlmannasamfélagi. Svo er sjálfsagt að bæta því við, að finna má ótal gloppur á ein- stökum lögum, ekki sízt þeim sem varða fjölskyldu, hjónaskiln- að, atvinnukjör og umfram allt launamisrétti. Þarvið bætist það sem er enn verra: fordómar, hefðir, sem eru ekki í lögum, en miklu lífseigari en nokkur lagabókstafur: „Þannig á það að vera“. Nei, þannig á það ekki að vera frá þeim degi sem konur, einnig kvenréttindakonur, gera sér í al- vöru grein fyrir, að þegar bezt lætur gegna þær nú því hlut- verki að vera sífellt að lagfæra og umbæta og endurnýja, sífellt að leitast við að fjarlægja það lagagjall, er karlmannasamfélag- ið framleiðir látlaust sem auka- getu við eigið ágæti. Þær fáu konur — af einhverjum ástæð- um einatt nefndar kvenréttinda- konur — sem vinna að stjórn- málum eða taka beinan þátt í 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.