Samvinnan - 01.08.1969, Page 20
pólitísku starfi fá að jafnaði það
höfuðverkefni að vinna að um-
bótum á lögum, sem löngu hafa
verið samþykkt — í langflestum
tilvikum af karlmönnum. Og það
er okkar sök, því við vorum ekki
viðstaddar. Jafnvel lög sem í
bókstaflegum skilningi fjalla um
aðgerðir á sjálfum líkama kon-
unnar, fóstureyðingarlögin, eru í
flestum löndum eingöngu samin
af karlmönnum. Og það er okk-
ur að kenna.
Svo eru svið sem karlmanna-
samfélagið hefur alls ekki skipt
sér af, til dæmis starfið fyrir
fatlað fólk. Þar hafa húsmæðra-
samtök, verkakvennasamtök og
allskonar mannúðarsamtök unnið
geysimikið og markvert upplýs-
inga- og uppfræðslustarf einsog
á mörgum sviðum öðrum. Þessi
samtök hafa sjálf haft á hendi
umfangsmikla umönnun fatlaðs
fólks með sjálfboðavinnu. Karl-
mannasamfélagið reiðir sig á
þessar konur þegar um er að
ræða málefni sem virðast eiga
litlum almennum vinsældum að
fagna og sem það vill ekki eða
getur ekki unnið að eftir póli-
tískum leiðum. Skólalöggjöfin í
löndum okkar kveður til dæmis
svo á, að öll börn eigi rétt til að
krefjast menntunar. Það sem
átt var við með þessum lögum
var, að öll eðlilega gefin börn
ættu kröfu á menntun. Þau
þorðu bara ekki að skrifa það,
karlmennin sem sömdu lögin.
Störf í þágu vangefinna,
heyrnarlausra, blindra, lömunar-
sjúklinga, gamalmenna, Rauða-
kross-stöðva o. s. frv.: öll eru þau
byggð á ópólitískri sjálfboða-
vinnu kvenna. Það er blóðug mis-
munun, ekki gagnvart Konunum,
heldur þeim sem verða fyrir
„góðgerðastarfseminni". Takið
sem dæmi yðar eigið heilbrigða,
röska og velgefna barn: hugsið
yður bara hrifningu yðar ef ein-
hver hópur í þjóðfélaginu tæki
sig til og færi að stunda góð-
gerðastarfsemi við það! — Nei,
mikið rétt, þess gerist ekki þörf.
En gagnvart vangefnum og fötl-
uðum börnum er það nauðsyn-
legt. Það er svívirðan.
Spurning mín er þessi: Með
öllum þeim stórkostlegu og aðdá-
unarverðu störfum sem kvenna-
samtök af ýmsu tagi hafa innt
af hendi og gera enn, hafa þá
hinar fórnfúsu konur, sem þar
hafa unnið og vinna enn, beint
pólitískum áhrifamætti sínum í
heppilegustu og beztu farvegina?
Eða væri réttara að taka heldur
af fullum kröftum beinan þátt í
störfum stjórnmálaflokkanna —
og þvinga þjóðfélagið til að
semja mikilvæg lög á sem skyn-
samlegastan og réttastan hátt,
einnig gagnvart kvenþjóðinni, en
einsog stendur virða þau að
mestu tilveru hennar og kröfur
að vettugi þegar þau skrifa
maður, en eiga við karlmann?
Ég er sjálf ekki í neinum vafa
um svarið — og sem betur fer æ
fleiri aðrir. Þessvegna fyllir það
mig óbeit að sjá annan helming
mannkynsins láta einsog hann sé
steindauður sem hugsandi þjóð-
félagsverur.
Konurnar verða að losna úr
einangruðum, heimatilbúnum
básum sínum og fara inní flokk-
ana, veita öllum sömu réttindi
og binda þannig meðal annars
enda á það siðleysi sem góð-
gerðastarfsemin strangt tekið er.
Lífsnauðsynjar og grundvallar-
mannréttindi án tillits til þjóð-
félagshópa eiga ekki að grund-
vallast á góðgerðastarfsemi,
heldur á lögum sem er framfylgt.
Svo geta menn mætavel varið
góðgerðavilja sínum til auka-
gæða, sem eru ekki lífsnauðsyn-
leg, en veita lífinu ákveðinn
munaðarblæ; slíkra gæða þarfn-
ast líka fatlað fólk, gamalmenni
o. s. frv.: sumarleyfa, listar, tóm-
stundaverkefna.
Takmarkið ætti að vera — og
það næst: Konuna af fullum
krafti útí stjórnmálalífið, þ. e.
a. s. útí sjálft lífið og útúr góð-
gerðastarfseminni.
Meðal húsmæðra, sem sleppt
geta hendi af börnum sínum, er
til gífurlegt magn af jákvæðum,
pólitískum \'araforða. Þó kynlegt
megi þykja, eru þær konur ein-
att virkastar í mannúðarstörfum
og kvenréttindamálum, sem sam-
eina húsmóðurstörfin einhverju
starfi utan heimilis. Það er mér
fullkomlega óskiljanlegt hvernig
9 10 húsmæðra draga fram lífið.
Hvernig fara þær eiginlega að
því að láta daginn endast með
ekki meiri verkeíni en þær hafa?
Þessar óvirku konur segja svo
oft: „Við kunnum ekki nóg.“ Það
er kannski útaf fyrir sig alveg
rétt, og það er til lítils að svara
því til, að sama máli gegni venju-
lega um karlmennina. Hér ættu
kvennasamtökin að koma til
skjalanna af fullum krafti með
námskeið og æfingar í pólitísk-
um umræðum og umræðutækni.
Þjóðfélagið hefur þörf fyrir
vinnuafl kvenþjóðarinnar utan
heimilisins, bæði á pólitískum
vettvangi og annarstaðar. Því er
haldið fram, að önnur Norður-
lönd verði að nokkrum árum
liðnum komin jafnfætis Finn-
landi að því er varðar störf
kvenna utan heimilis. Þar stunda
nú 42% kvenna með börn undir
tveggja ára aldri störf utan
heimilis, og 68% kvenna með
börn á aldrinum 7 til 16 ára
vinna úti, endaþótt þjóðfélagið
hafi aðeins leikvallarúm handa
2% barna sem eru á þeim aldri
að þau þarfnast leikvalla —
reyndar ágætt dæmi um það að
þessar mæður hafa ekki verið
vakandi og tekið þátt í að undir-
búa jafnmikilsverðan þjóðfélags-
þátt einsog barnaleikvellir eru.
Dönsk rannsókn á kjörum
kvenna sem vinna utan heimilis
hefur leitt í Ijós (bráðabirgða-
niðurstöður) að „svo virðist sem
konur séu ákaflega íhaldssamar
með tilliti til hlutverkaskipting-
ar, þær hafa engan sérstakan á-
huga á að verða leiðtogar, þær
vilja hafa tíma til að hugsa um
heimilið meðan þær eru á
vinnustað. Þær æskja ekki að
takast á hendur ábyrgð og erfið-
leika sem henni fylgja, þær hafa
ekki tíma til að sækja námskeið
og sérhæfa sig, og allt stafar
þetta af því að heimilisstörfin
hvíla að mestu leyti á konunni.
Nokkrar kváðust ekki hafa leið-
togahæfileika. í heild kusu bæði
karlar og konur fremur karl-
menn en kvenfólk í hlutverk
leiðtoga."
Ekki er nein ástæða til að ef-
ast um að þessi danska rannsókn
sé rétt. Niðurstöður hennar stað-
festa einungis þá hvimleiðu
staðreynd, að konan sem sögu-
leg vera er alveg nýtt fyrirbrigði.
Við skulum vona þjóðfélagsins
vegna, að fyrir niðja okkar af
kvenkyni einkennist sagan ekki
af sama rökkri nafnleysis einsog
hún hefur gert að því er kven-
þjóðina varðar frá því saga mann-
kynsins, þ. e. a. s. karlmannsins,
hófst. Aase Eskeland.
Konur taka vaxandi þátt i störfum þjóðfélagsins á ýmsum sviðum. Sumar helga sig rannsóknum og vís-
indum (efri mynd), aörar gerast forstjórar fyrirtœkja (neðri mynd) eða leggja úti stjórnmál, og þannig
mœtti lengi telja. Eigi að síður er hlutfallstala kvenna í störfum utan heimilis ótrúlega lág á íslandi.
20