Samvinnan - 01.08.1969, Qupperneq 24

Samvinnan - 01.08.1969, Qupperneq 24
ui’ byrlað honum inn, að hann sé sjálfur ekillinn. Glaður brokk- ar hann af stað. Samkvæmt þess- ari kenningu byggist vald kon- unnar á kunnáttusamlegri sjón- hverfingu: þeirri að láta dráttar- klárinn halda, að hann ráði ferð- inni. Þessi blindingsleikur varir svo lengi sem konan er karl- manninum girnileg, eftirsóknar- verð, óskiljanleg. Ekki deginum lengur. Sjónarmið Y: Stúlkan er hrif- in brott frá afgreiðsluborðinu eða af skrifstofunni og lokuð inni í þremur herbergjum og eldhúsi í einhverri gróðurvana grjótblokk, segjum inni í Breið- holti. Þá er hún komin á rétta hillu, segjum við; bundin á sinn bás, bergnumin í blokkina, horf- in sjónum þjóðfélagsins. Svo hefst hjónabandssælan, barn- eignir, ýsusoðning og kaffiþamb, stríðið um barnaleikvellina, bjúg- fætur, andvaka, taugaveiklun. Eina huggun hennar er sú, að hinar hafa það engu betra; þær hittast í mjólkurbúðinni á morgn- ana, syfjulegar, þreyttar, með krullupinna í hárinu, þó að kom- ið sé fram undir hádegi. Fyrir hverjum á að halda sér til? Saumaklúbbarnir eru eina at- hvarf hennar, þar hittir hún gamlar vinkonur, þær sameinast í illum örlögum og gera upp- reisn einu sinni á ári með því að drekka sig fullar á veitinga- stað, mannlausar. í stuttu máli: hin andlega einangrun og undir- okun konunnar í passívu þjón- ustuhlutverki sínu við karlþjóð- ina, sem er einskis metið til fjár, lítið til virðingar, en eitthvað til hlunninda. Hún fær þó í sinn hlut fæði, klæði (eða hvað? eftir götulífi Reykjavíkurborgar að dæma virðast pabbarnir öllu ör- látari á fé en eiginmennirnir) og húsaskjól. En eftir nokkur ár þegar andvaka barnauppeldisins, baslið og auraleysið hafa áorkað myndbreytingu hinnar blómlegu þokkagyðju í útslitna hversdags- manneskju, hvað tekur þá við? Hversu órafjarri er þá ekki sú veröld, sem átti allan hug tán- ingsstúlkunnar: draumurinn, ást- in, rómantíkin; veröld sem var? Hún er nú eins og nakið tré, sem fellt hefur lauf sín og stendur nakin og umkomulaus í hreti haustveðráttunnar. Hvort sjónarmiðið skyldi fela í sér meiri sannleiksvott? Ætli það eigi ekki vel við í því efni, orðatiltækið: eftir efnum og að- stæðum? Glöð og ánægð hverfur konan sjónum þjóðfélagsins, gengst fús- lega undir okið. Hún hefur „gengið út“. Hún hefur fórnað frelsinu fyrir öryggi hjóna- BANDSINS, fjölskyldulífsins, heimilisins. Er það ekki það, sem mannkindin er alltaf að streit- ast við: að selja frumburðarrétt sinn, frelsið, fyrir baunadisk samábyrgðar og „öryggis“? Konan er ekki lengur sjálf- stæður persónuleiki, sem verður að standa einn og óstuddur og metinn að eigin verðleikum. Hún er partur af stærri heild; pars pro toto. Hennar velgengni, henn- ar óhamingja er framvegis kom- in undir velgengni eiginmanns- ins. Maðurinn er prókúruhafi fyrirtækisins út á við. Hann einn er sýnilegur. í meira en hálfa öld hafa kon- ur haft sömu tækifæri til mennt- unar og karlmenn. Samt neyð- umst við til að viðurkenna, að sem heild hafa þær lagt sáralítið af mörkum á þjóðlegum eða al- þjóðlegum vettvangi. Auðvitað eru til undantekningar, en alltof margar konur, búnar góðum hæfileikum, láta sér nægja að einskorða sig við einföld og til- breytingarlaus störf heimilisins og neita blátt áfram að skipta sér af stjórnmálum eða taka þátt í umræðum um mál, sem „þeim koma ekki við“. Þessi kvenlega dyggð, eða öllu heldur andlega leti, er þjóðlægur ósiður á voru landi og hlýtur að vera afleiðing uppeldis og menntunar, þ. e. a. s. menntunarleysis. í nútíma skilningi virkar hefð- bundið, kvenlegt uppeldi sem hemill á uppgang kvenþjóðarinn- ar sem slíkrar. Það á að heita að strákar og stúlkur fái sams konar uppeldi, en það er eitt grundvallarviðhorf, sem sker þó endanlega úr um ólíka afstöðu þeirra til framtíðarinnar: stúlkan á eftir að verða húsmóðir á heimili, strákurinn verður fyrir- vinna heimilis. Menntun hefur þess vegna ekkert hagnýtt gildi fyrir hana; strákurinn veit hins vegar, að staða hans (status) í þjóðfélaginu mun endanlega byggjast á starfi hans og mennt- un. Flestar ungar stúlkur langar til þess að verða góðar eiginkon- ur og mæður; fjölskyldan gengur fyrir öllu öðru, og það er bæði réttlátt og eðlilegt. Hjónabandið er það lífsform, sem hefðin býð- ur okkur. En í hjónabandi veltur afkoma konunnar á tekjum eig- inmannsins, og þess vegna er al- gerlega ónauðsynlegt að mennta sig. Ergo: menntun hefur ekkert hagnýtt gildi. Við lifum á byltingartímum, og með nýjum tímum koma nýir siðir. Auk þess hrökkva stund- um tekjur eiginmannsins skammt í óðaverðbólgu og endurteknum gengislækkunum; konunni er þröngvað út í atvinnulífið. En sem afleiðingu af menntunar- leysi sínu fær hún aðeins illa launuð og léleg störf. Þeir tímar munu eflaust koma, að ungu stúlkunni nægir ekki bara kyn- þokki og topptízka til að vera fullgild vara á hjónabandsmark- aðinum, heldur verður hún að hafa menntun til einhverra starfa í tækniþjóðfélaginu. Þegar það verður, mun afstaða kvenna til menntunar breytast. Ekki fyrr. Reynslan hefur sýnt, að konur eru oftast metnaðarlausar í starfi. Þeim virðist standa á sama, hvers konar störf þær stunda, þeirra sjónarmið er að- eins að drýgja tekjur heimilis- ins. Jafnvel konur með góða hæfileika og getu taka að sér störf, sem eru þeim í rauninni alls ekki boðleg. Þetta metnað- arleysi er ef til vill ákaflega skynsamleg afstaða. Það er ill- mögulegt að stunda tvö störf, svo að vel fari. Stúlka, sem lifir í dagdraumum um tilvonandi hjór.asælu, eða er þegar búin að upplifa eilítið af þeirri sælu, er kannski ósjálfrátt að hlífa sér í starfi til þess að geta kastað sér af því meiri krafti út í móður- hlutverkið. Veröld karlmannsins er tvískipt — starfið er annars vegar, fjölskyldan hins vegar. Starf konunnar er aftur á móti tvinnað inn í fjölskyldulíf henn- ar, og gangi henni vel í starfi gerir hún það oftast á kostnað fjölskyldunnar. Það er að vísu liðin tíð, að konan verði að velja milli hjónabands og starfs; að takmörkuðu leyti getur hún vænzt þess að njóta hvors tveggja. Hins vegar er sú skoð- un enn mjög rótgróin í hugum flestra, bæði karla og kvenna, að eiginmaðurinn sé hin eina ábyrga fyrirvinna fjölskyldunn- ar. Konan hugsar sér ekki starf til frambúðar. Það er staðreynd, að í barna- skólum standa stúlkur sig sízt lakar en strákar, ef ekki betur. í gagnfræðaskóla fer fram úr- slitabaráttan um framhalds- menntunina. En þá dregur skyndilega úr áhuga og metnaði stúlkna. Á þessum árum verða þær kynþroska, allt fer úr skorð- um; það verður bylting í lífi þeirra. Unga stúlkan getur ekki lengur einbeitt sér að námsbók- unum á sama hátt og áður. Hún hefur fengið ný áhugamál. Skyndilega áttar hún sig á and- leysi og tómleika verkefnanna, og auðvitað dregst hún aftur úr. Strax í fyrsta bekk gagnfræða- skóla er farið að miða námið við landspróf sem einhverja úrslita- stund í lífi nemenda. Það er böðlazt í gegnum hverja þraut- leiðinlega bókina á fætur ann- arri, án þess að skoða nokkurt verkefni niður í kjölinn. Það er jafnvel eins og verið sé að leit- ast við að brjóta niður allan áhuga nemenda. Eftir að lands- prófi sleppir og búið er að loka hliðum himnaríkis, tekur að vísu af mestu spennuna, en engu að síður er námið handahófskennt og stefnulaust. Það er tiltölulega fámennur hópur, sem fer í gegn- um landspróf. Þorri nemenda situr eftir og á þá kost á að taka gagnfræðapróf. Strákarnir geta síðan farið í tækni- eða iðnnám hvers konar og stúlkur reyndar líka, en flestar kjósa að láta staðar numið og fara út í at- vinnulífið. En hvernig eru þær undir það búnar? í hvað fóru þessi fjögur ár í gagnfræðaskóla? Er það sök skólakerfisins, að svo stór hópur nemenda kýs að ganga út í lífið svo til réttinda- laus og með haldlitla menntun í vegarnesti? Getur verið, að það sé bara hæfileikaleysi, sem veld- ur? Það er örugglega einhver veila í skólakerfinu, einmitt þarna. Nemendur fá enga hvatningu. Það er verið að þrautpína þá, 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.