Samvinnan - 01.08.1969, Page 27
á hendi utan heimilis, fer að vísu
stækkandi, enda eru ýmis tæki
til, sem létt geta heimilisstörfin,
og auk þess fjölgar þeim heim-
ilisfeðrum, sem er orðið það
ljóst, að heimilisstörfin eru þeim
ekki óviðkomandi. Þrátt fyrir
það hafa margar húsmæður eins
langan og oft lengri starfsdag en
fólk í atvinnustarfi, a. m. k. á
þeim árum sem börnin eru ung
og á meðan þau eru í skólum á
ýmsum tímum dagsins. Og oft
og tíðum síðar, er barnabörnin
eru fengin þeim í hendur eða
sjúklingur eða gamalmenni er á
heimilinu.
Margar „framfærðar" konur,
sem hættar eru að stoppa í há-
leista og bæta gallabuxur, eru
önnum kafnar við alls konar
stopp og bætingar á götóttum
galla þjóðfélags, sem karlar ein-
ir stjórna, t. d. eru þær núna
um land allt að safna peningum,
til þess að undinn vei'ði að því
bráður bugur að bægja frá því
neyðarástandi, sem ríkir nú á
kvensjúkdómadeild Landspítal-
ans, en þar er fjöldi kvenna á
biðlista eftir rannsóknir á
krabbameinsleitarstöð Krabba-
meinsfélags íslands.
Ráðskona og húsmóðir
Aðalatvinnuvegir þjóðarinnar
skiptast í átta aðalgreinar, t. d.
landbúnað, fiskveiðar, iðnað og
þjónustustörf. Þjónustustörf eru
víða um lönd orðin langstærsta
atvinnugreinin, en hún skiptist
aftur í marga flokka og smærri
undirflokka. Einn flokkurinn
heitir persónuleg þjónusta og
undirflokkur heimilisstörf. Nú
mætti ætla að flestar giftar kon-
ur væri þar að finna. Nei, hús-
mæður eru þar alls ekki. Hins
vegar fylla þennan flokk ráðs-
konur, vinnustúlkur og heimilis-
hjálparkonur.
í hagskýrslum og manntölum
er ráðskonan fullgildur þátttak-
andi í atvinnulífi þjóðarinnar.
Ráðskona er sjálfstæður fram
teljandi og skattgreiðandi. Ráðs-
kona er sjálfstæður eigin fram-
færandi. Störf ráðskonu auka
þjóðartekjurnar.
Húsmóðir er að vísu frá sjón-
arhóli ýmissa laga eigin fram-
færandi og barna sinna einnig,
en það segir lítið, því hún er m.
a. bara eiginkona framteljanda,
eiginmannsins, og eins þó hún
hafi meiri tekjur en hann.
(Heimild er þó fyrir gifta konu
að telja fram tekjur sínar sér-
staklega, en alls ekki eignir, ekki
einu sinni séreignir, þær eiga
að vera á framtali eiginmannsins.
Skattfrjálsu 50 prósentin af tekj-
um giftrar konu er hagsmuna-
mál heimilisins, ekki jafnréttis-
mál).
Húsmóðir telst alls ekki taka
þátt í atvinnulífi þjóðarinnar,
hversu mörg börn, nýja þegna
þjóðfélagsins, sem hún elur upp.
Vinni hún aftur á móti við land-
búnaðarstörf eða að gistihúsa-
rekstri ásamt manni sínum, kall-
ast hún í hagskýrslum og mann-
tölum fjölskyldumeðhjálp.
Störf húsmóður við uppeldis-,
hreinlætis- og matreiðslustörf eru
ekki tekin með í reikninginn,
þegar reiknaður er út fram-
færslukostnaður á meðalheimili.
(Afleiðingarnar koma m. a. í
ljós, þegar framfærsla og uppeldi
barna eiga að skiptast milli föð-
ur og móður, sem ekki búa sam-
an. Sbr. grein Margrétar Mar-
geirsdóttur). Dæmi um mat þjóð-
arbúsins á störfum húsmóður og
ráðskonu: Ráðskona er hjá tog-
araskipstjóra, ekkjumanni með
barnahóp. Einn góðan veðurdag
giftist hún húsbónda sínum. Störf
hennar breytast ekki, nema ef
börn kynnu að bætast í búið.
En hvað gera hagskýrsluvélarn-
ar? Ráðskonan er flutt úr þjón-
ustustarfsdálkinum sínum sem
sjálfstæður framfærandi og full-
gildur þátttakandi í atvinnulífi
þjóðarinnar yfir í atvinnugrein-
ina fiskveiðar. Þar er hún fram-
færð persóna á vegum eigin-
mannsins og fiskveiðanna. Á
meðan hún var ráðskona átti hún
rétt á slysabótum, hefði hún
skaðað sig við eldhússtörfin,
sömuleiðis fulla sjúkradagpen-
inga. Sem gift kona á hún alls
engan rétt á slysabótum, og að-
eins takmörkuðum sjúkradagpen-
ingum. Þó borgar hún alveg eins
hátt sjúkrasamlagsgjald og áður.
Hversu lítils starf húsmóður
er metið, þrátt fyrir öll eftirmæl-
in og annan lofsöng, má glögg-
lega sjá á því, að deyi móðir
frá ungum börnum — innan 16
ára — er aðeins heimild fyrir
því, að barnalífeyrir sé greiddur
ekkjumanninum, þ. e. a. s. „ef
fráfall eiginkonu veldur tilfinn-
anlegri röskun á afkomu hans“,
eins og lögin orða það. Hér er
ekki aðeins um vanmat á störf-
um móðurinnar að ræða, heldur
er þetta alvarlegt misrétti gagn-
vart einstæðum feðrum og börn-
um þeirra. Ekkjur fá barnalíf-
eyri með börnum sínum án tillits
til efnahags. Þetta er brot á al-
mennum mannréttindum.
Einstæðar mæður og
almannatryggingar
Vissulega ber að viðurkenna,
að einstæðum mæðrum og börn-
um þeirra er nú sýnd meiri
mannúð en áður var, t. d. þegar
ekkjur og börn þeirra voru flutt
sveitarflutningi úr heimasveit
sinni til fjarlægrar sveitar, þar
sem hinn látni faðir hafði átt
sveit (þá voru menn 10 ár að
vinna sér sveitfesti), eða barns-
hafandi ógift kona var nauðug
flutt á sína sveit til þess að barn-
ið fæddist þar. Almannatrygg-
ingarnar hafa bætt kjör þeirra,
en minni væru þær bætur, ef
kvennasamtökin í landinu, með
Kvenréttindafélag íslands í
broddi fylkingar, hefðu ekki sí-
fellt verið að minna á rétt þeirra
til mannsæmandi kjara og sama
réttar og hjónafólk nýtur. Lengi
þurfti t. d. að berjast fyrir því,
að fjölskyldubætur væru greidd-
ar með föðurlausum börnum og
börnum þeirra foreldra, sem búa
ekki saman með börnum sínum.
Eftir lagabreytingar 1963 voru
fjölskyldubætur „greiddar með
öllum börnum yngri en 16 ára“.
Þær eru nú kr. 4.356,00.
Tryggingastofnun ríkisins hef-
ur milligöngu um meðlagsgreiðsl-
ur vegna barna ógiftra mæðra og
fráskilinna kvenna, en aðeins
lágmarksmeðlag, sem er sama
upphæð og barnalífeyrir með
barni látins föður, skv. 16. gr.
alm.tr.laga: „Barnalífeyrir er
greiddur með börnum yngri en
16 ára, ef faðirinn er látinn eða
er örorkulífeyrisþegi... Árlegur
barnalífeyrir með hverju barni
skal vera kr. 18.876,00.“
17. grein alm.tr.laga: „Mæðra-
laun skulu greidd ekkjum, ógift-
um mæðrum og fráskildum kon-
um, sem hafa börn undir 16 ára
aldri á framfæri sínu. Árleg
mæðralaun skulu vera sem hér
segir:
Með einu barni kr. 3.780,00
Með tveimur börnum — 20.496,00
Með þrem b. eða fl. —40.992,00
Feðralaun eru ekki til.
Til þess að gera gleggri grein
fyrir þessum bótum almanna-
trygginganna tökum við dæmi:
27