Samvinnan - 01.08.1969, Síða 28

Samvinnan - 01.08.1969, Síða 28
Margrét Margeirsdóttir: Einstæðar mæður Kona verður ekkja með 4 börn innan 16 ára aldurs. Tvíburar 15 ára eru elztir, yngri börnin eru 13 og 12 ára. Tekjur heimilis- föður eru horfnar með honum, en í stað þeirra kemur barnalíf- eyrir, sem nemur samtals kr. 75.504,00. Fjölskyldubætur eru nú ekki felldar niður við dauða föðurins, en þær eru samtals kr. 17.424,00 og mæðralaunin eru kr. 40.992,00. Strax á næsta ári, þeg- ar tvíburarnir verða 16 ára, lækka mæðralaun um helming og fjölskyldubætur og barnalíf- eyrir tvíburanna fellur niður. Tekjurnar verða nú kr. 37.752,00 barnalífeyrir, kr. 8.712,00 fjöl- skyldubætur og kr. 20.496,00 mæðralaun, eða samtals yfir árið kr. 66.960,00 eða kr. 5.580,00 á mánuði. Bótalækkunin við 16 ára aldur tvíburanna er ekki aðeins helmingslækkun tekna heimilisins, heldur fylgir tals- verð útgjaldaaukning: Unglingar 16 ára verða að greiða bæði almannatryggingagjald og sjúkra- samlagsgjald. í tvö ár eru þetta vissir pen- ingar fyrir heimilið. Hvað ekkj- an og börnin geta unnið sér inn, er undir hælinn lagt. Konur og unglingar eru ekki síður fórnar- lömb atvinnuleysis en karlmenn. Þegar næstyngsta barnið verður 16 ára, fer á sama veg: Fjöl- skyldubætur og barnalífeyrir fellur niður, og mæðralaunin lækka nú ekki um helming, eins og síðast, heldur falla þau niður í kr. 3.780,00. Löggjafinn virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því, að mæðralaun með einu barni eru í mörgum tilfellum vegna yngsta barns ekkju eða fráskilinnar konu, sem einnig er með eldri börn á skólaaldri. Vissu tekjurnar, bæturnar frá almannatryggingunum, eru nú aðeins kr. 27.012,00 á ári. Næsta ár, þegar yngsta barnið verður 16 ára, á ekkjan ekki leng- ur erindi upp í Tryggingastofn- un ríkisins, en hún hefur áfram fimm manna heimili, því börnin eru 16 ára, 17 ára og tvíburarnir eru 19 ára. (Sumir fullyrða, að öll börn eigi jafngreiðan aðgang að framhaldsmenntun. Ætli hlut- föllin hafi breytzt mikið frá því sem áður var?) Ógift móðir með eitt barn á á sama hátt vísar rúmar 2 þús- und krónur á mánuði. Hversu skammt föðurmeðlagið (= barna- lífeyrir) og fjölskyldubætur ná upp í uppeldis- og framfærslu- kostnað barnsins, má sjá í grein Margrétar Margeirsdóttur. Fullgilding mannréttinda- sáttmálanna Sáttmálinn um efnahagsleg, fé- lagsleg og menningarleg réttindi leggur m. a. ríka áherzlu á vernd fjölskyldunnar, frumeiningar þjóðfélagsins. Vernd barna og mæðra er tekin alveg sérstak- lega fram, t. d. að börn og ungl- ingar verði verndaðir gegn of- þjökun og hættulegri vinnu, og að mæður fái fæðingarorlof fyrir og eftir barnsburð með launum eða hæfilegum almannatrygging- um. Hér eiga aðeins konur í þjónustu ríkisins lagalegan rétt á fæðingarorlofi. Sáttmálarnir báðir leggja að- ildarríkjunum miklar skyldur á herðar. Það eru að vísu sjálf- sagðar skyldur, en það hefur verið látið undir höfuð leggjast að uppfylla þær. Vilji hefur ekki verið fyrir hendi, og þar sem vilji er ekki, er heldur ekki geta. Það er skylda hvers þjóðfélags að veita öllum þegnum sínum, konum sem körlum, alla nauð- synlega og mögulega vernd, jafnstöðu í þjóðfélaginu og önn- ur almenn mannréttindi. Það er vissulega mál til komið að hugleiða, hvaða ráðstafanir gera þurfi hér á landi, svo að fullgilda megi sáttmálana tvo, sem undirritaðir voru í íslands nafni á mannréttindaárinu 1968. Anna Sigurðardóttir. Þegar rita skal stutta grein um einstæðar mæður, munu ugg- laust vera skiptar skoðanir um hvað beri að leggja mesta áherzlu á. Málefni og vandamál ein- stæðra mæðra eru svo margþætt frá félagslegu og uppeldislegu sjónarmiði, að þeim verða ekki á neinn hátt gerð full skil í stuttu máli. Tilgangurinn hér er fyrst og fremst sá að vekja at- hygli á örfáum atriðum, sem snerta þessi mál, ef slíkt mætti verða til þess að varpa örlitlu ljósi á samfélagslegt vandamál, sem varðar okkur öll. Hugtakið einstæðar mæður er venjulega notað um konur, sem ekki njóta fyrirvinnu maka eða sambýlismanns, en verða sjálfar að sjá fyrir sér og börrVim sín- um. Hér getur verið um að ræða fráskildar konur, ekkjur eða ógiftar mæður. í eftirfarandi línum verður einkum fjallað um síðastnefnda hópinn, ógiftar mæður, og í því sambandi byggt á könnun, sem nýlega var gerð á vegum Félags- málaráðs Reykjavíkurborgar á félagslegum aðstæðum ógiftra barnshafandi kvenna í Reykja- vík. Könnunin fór fram í Mæðradeild Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkur og fengust upp- lýsingar um 200 ógiftar konur, sem á að vera nægilegt úrtak til að gefa allgóða mynd af ástandi þessara mála. Þessi hópur er að- eins lítið brot af öllum einstæð- um mæðrum í Reykjavík, eins og gefur að skilja. En ástæðan fyrir því, að spjall mitt mun einkum miðast við þennan sérstaka hóp, er sú, að hér er hægt að styðjast við staðreyndir, sem ekki fara milli mála, í staðinn fyrir ágizk- anir og vangaveltur, sem oft enda í óraunhæfum fullyrðing- um. Áður en lengra er haldið, má geta þess, að samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofu fslands nú nýverið voru í árslok 1968 alls 3844 mæður með börn á fram- færi yngri en 16 ára, þar af voru í Rvík. 2028 mæður. Hefur þessi tala því hækkað frá því í árslok 1967. Þá voru í höfuðstaðnum skráðar 1914 mæður með um það bil þrjú þúsund börn á fram- færi yngri en 16 ára. Eru þessar síðustu tölur úr Hagtíðindum (janúarhefti 1968). Ekki koma fram í nefndu riti upplýsingar um það, hvernig hlutfallsleg skipting er milli ógiftra mæðra, ekkna eða fráskilinna. Vart þarf að taka fram, að engar heildarat- huganir hafa verið gerðar varð- andi félagslegar aðstæður þessa hóps. Væri þess þó vissulega þörf. En tölurnar tala sínu máli. Ástæða er til að ætla, að þessi tala fari ekki lækkandi, þar sem vitað er, að hlutfallstala óskil- getinna barna fer hækkandi hér á landi. En nú munu um 30% allra barna, sem fæðast, vera ó- skilgetin. Enda þótt meiri hluti þessara barna fæðist í svokall- aðri trúlofunarfjölskyldu og verði skilgetin við giftingu for- eldranna, er hlutfallstala óskil- getinna barna hærri hér en ann- ars staðar á Norðurlöndum. í Noregi var hliðstæð tala árið 1963 um 4%, en í Svíþjóð mun hún vera um 15% og í Danmörku er nú fjöldi óskilgetinna barna um 10% af öllum lifandi fæddum börnum. Hérlendis er eins og kunnugt er mjög algengt, að ungt fólk eignist börn meðan það er trú- lofað, enda þótt sambúð hafi ekki verið tekin upp. Mun það vera tíðara hér en í nágrannalöndun- um. Samkvæmt fyrrnefndri könnun á Mæðradeild H.R. má ætla, að 38,1% allra kvenna, sem þangað koma, séu ógiftar. Af þeim 200 konum, sem upplýsing- ar fengust um, voru 63% trúlof- aðar, en 37% höfðu lítið eða ekkert samband við barnsföður. Einungis 46 hinna trúlofuðu voru í sambúð við barnsföður og með eigið heimilishald, en hinar bjuggu langflestar heima hjá foreldrum eða öðrum ættingjum. Enda þótt u. þ. b. % hlutar kvennanna séu heitbundnar og með áætlanir um að giftast og stofna heimili, væri vissulega ástæða til að gefa gaum að ýmsum vandamálum, sem fylgja í kjölfar barnsburðar fyrir stór- an hóp þessara stúlkna. Oft eru þær illa staddar, enda þótt vand- kvæði þeirra séu ekki eins átak- anleg og hinna, sem standa uppi einar og án stuðnings. Verður vikið að því síðar. En lítum á nokkrar niðurstöð- ur í viðbót við það, sem fram hefur komið. Athyglisverðast er að sjá, hvernig hópurinn skiptist í aldursflokka. 21% hinna ógiftu kvenna voru yngri en 18 ára, þ. e. a. s. 15, 16 og 17 ára. En á aldrinum 15—19 ára voru alls Konur sem hafa hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels Árið 1909: Selma Lagerlöf (1858—1940), sænskur skáldsagnahöf. — 1926: Grazia Deledda (1875—1936), ítalskur skáldsagnahöf. — 1928: Sigrid Undset (1882—1949), norskur skáldsagnahöfundur. — 1938: Pearl S. Buck (f. 1892), bandarískur skáldsagnahöfundur. — 1945: Gabriela Mistral (1889—1957), Ijóðskáld í Chile. — 1966: Nelly Sachs (f. 1891), Ijóðskáld af gyðingaættum, búsett í Svíþjóð, skrifar á þýzku. 28

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.