Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 33
gæða kvenfólks er undarlegt, hvað ævintýrin segja frá mörg- um vondum stjúpum og nornum, sem eirgin leið er að losna við úr sögunni öðru vísi en láta þær dansa til dauða á glóandi kolum. Bráðgáfuð kona norðan úr landi benti á, hvað það væri ein- kennilegt, að kvenfólk, sem svona væri lagað fyrir líkn og huggun, skuli ekki alveg hafa tekið að sér störf prestanna. Þetta hlýtur að byggjast á því, að þær eru meira gefnar fyrir líkamleg en andleg hjálparstörf. Sama kona sagði mér frá vin- konu sinni, sem hefði hreykt sér af því, að hún væri afburða góð eiginkona. Hún fyndi alltaf fötin fyrir eiginmanninn og hjálpaði honum í þau, setti fyrir hann matinn og byggi um rúmið hans. Henni brá í brún, þegar henni var bent á, að ef hún félli frá á undan honum, skildi hún við hann sem ósjálfbjarga aumingja, er væri kominn upp á náð tengdadætra, dætra eða vanda- lausra kvenna, sem að öllum lík- indum færu um hann ómýkri höndum en hún. Á gamals aldri gæti hann naumast farið að læra að bjarga sér sjálfur. Þessi mögu- leiki, að dauðinn væri svo ónær- gætinn að sækja konuna á und- an manninum, kom hinni góðu eiginkonu alveg á óvart. Norðlenzka vinkonan mín sagð- ist hafa tekið svo við manni sín- um, að hann hefði ekki getað fundið fötin sín, ekki pressað buxur né burstað skó, ekki búið til mat og ekki þvegið sér um hárið. Það hefði mjög aukið á sjálfstraust hans, þegar hann komst að raun um, að þetta allt gat hann gert sjálfur alveg eins vel og móðir hans. Tökum aðra goðsögn sem kemur fram í landslögum. „Hún hefur betri aðstæður oft á tíð- um til uppeldis barnanna en ein- hleypur faðir“. Þessi málsgrein byggist auð- vitað á þeirri „venju“, að þegar hjón skilja er algengara, að konan fái húsið, börnin og bíl- inn — á þeim forsendum, að hún „þurfi“ að annast börnin og hafi vegna þess — og einnig ef til vill af öðrum orsökum — ekki eins mikla fjáröflunarmöguleika og faðirinn. Nú er það svo, að þótt konan gangi með barnið í maganum ■— eins og margoft hefur verið bent á — hefur þó fáum tekizt fyrir utan Maríu mey að eignast barn svo að segja hjálparlaust. (Ég tel ekki heilagan anda). Þótt ein- hverjar fleiri kunni að hafa leik- ið þetta eftir henni, getur það naumast talizt „venjulegt“. Ef við nú gerum ráð fyrir, að tveir aðilar standi að getnaðinum, væri þá ekki eðlilegt að hugsa sér, að báðir aðilarnir bæru jafna ábyrgð á afkvæminu. En ábyrgðin verður aldrei jöfn á meðan réttindin eru ójöfn, og mun það einfaldasta skýringin á framkomu ýmissa feðra óskilget- inna barna. Þeir hugsa sem svo: „Þeir, sem hafa engin réttindi, hafa heldur engar skyldur". Kannski hugsa þeir ekki svo rök- rétt, heldur trúa á þá blekkingu, að börnin séu leikföng mæðranna og þeirra einkaeign. Það er ljót- ur leikur að ræna feðurna, hvort heldur er í hjónabandi eða ekki, þeim yndisleika, sem liggur í trausti og elsku lítils barns. Föð- urást, sem væri ræktuð við við- móta stofuhita og móðurástin, mundi áreiðanlega veita jafnmik- ið yndi. En við hleypum þeim ekki að. Á skattaskýrslunni kemur þetta alit skýrt fram. Maðurinn, „fyrir- vinna fjölskyldunnar11, telur fram. Ef konan vinnur utan heim- ilis er helmingur tekna hennar lagður ofan á tekjur eiginmanns- ins. Síðan greiðir hann alla skatt- ana. Ýmsir hafa komið auga á það, að hagkvæmara sé að konan vinni utan heimilis og maðurinn sé heima og gæti barnanna, þ. e. a. s. ef hann þolir það andlega álag, sem leggst á hann vegna þess að umhverfið telur líklegast, að hann sé ekki andlega heill, ef hann stundar heimilisstörfin. Hann er talinn ónytjungur og fólk andvarpar: „Aumingja mann- eskjan að vera gift svona manni.“ Skattayfirvöldin eru svo „kurt- eis“ við konuna að veita henni helming launanna skattfrjálsan (sjálfsagt að einhverju leyti byggt á þeirri forsendu að hún þurfi að greiða heimilishjálp), en með giftingunni er konan ekki lengur sjálfstæð manneskja í augum skattayfirvalda, heldur aðili áhangandi manninum. Heim- ilishjálp er svo aftur ekki frá- dráttarhæf. Oft er á það bent, að konur gerist ekki fyrirvinnur fyrir sjálfum sér, vegna þess að þær hafi ekki áhuga á að komast á- fram í lífinu, vilji ekki taka á sig ábyrgð. En á sama tíma er það talin sú mesta ábyrgð, sem til er, að ala upp börnin, og til þess séu konurnar sérstaklega hæfar. í sálarfræðum er sagt, að það veiti manninum mesta hamingju, ef hann neytir allra krafta sinna í starfi sínu og lífi en ræður þó við verkefnið. Kvenfólk í nútíma- þjóðfélagi neytir ekki allra krafta sinna við bústörfin — nema í ör- fáum tilfellum. Og hvernig er þá reynt að ráða bót á tómahljóð- inu í sálinni? Jú, sumar fara á eitt námskeið- ið eftir annað. Læra pínulítið í leirkerasmíð, postulínsmálningu, tungumálum, saumaskap eða ein- hverjum slíkum „kvenlegum" í- þróttum. Þannig drepur það fólk tímann, sem hefur efni á því. Þeir fátæku velta ekki vöngum yfir stöðu konunnar í þjóðfélag- inu. Þar á heimilum vinna allir, sem vettlingi geta valdið, ef þeir fá vinnu. Fátæklingar hafa ekki efni á að lifa í blekkingum. Það eru bara miðstéttirnar, sem mega vera að því að velta vöngum yfir einföldum hlutum. Það eru konur úr þeirri stétt, sem leika sér að látalátum. Þar eru til konur, sem vinna úti en gamna sér við að fá eiginmann- inum allt kaupið og biðja hann síðan um peningana. (Líklega samanber lagabókstafinn: .. „oft- ast eiginkonan, hefur reynzt ó- fallið til þess að fara með pen- inga“, sbr. framanritað). (Um yfirstéttafólk þurfum við ekki að ræða. Það er ekki til á íslandi). Það er ekki óheyrt, að konur séu svo fullkomlega óvitandi um fjárhag heimilisins, að þær komi algjörlega af fjöllum, þegar mað- urinn fellur frá, og viti þá ekk- ert, hvernig fjárhagslegar að- stæður eru. Það er ekki óheyrt, að konur manna klappi saman lófunum af fögnuði, þegar þeir koma með uppþvottavél og „gefa þeim“ — svona óforvarandis — en pen- ingarnir fyrir vélinni eru teknir úr sameign þeirra hjóna. Það er líklega kvenfólki í blóð borið að látast eins og að líkna! Ég hef heyrt því fleygt, að sum- ar konur beri ekki við að koma nálægt mönnum sínum öðru vísi en að loka augunum og ímynda sér, að þeir séu þrælahaldarar sunnan úr Afríku. Það er eins og segir í kvæðinu: „When we kiss, do you close your eyes, pretending that I am someone else“! Mér er ekki grunlaust um, að læknar og sálfræðingar hafi á sínum snærum nokkuð stóran hóp, sem þeir kalla „hysterískar kellíngar“. Og þótt þeim kunni að missýnast um slatta, sem ef til vill lumar á líkamlegum sjúk- dómi, hvernig stendur samt á þessu fasta hugtaki? Ég læt ykk- ur um að svara. Hafa þá goðsagnirnar engu hlutverki að gegna? — Vissu- lega. Kona í nútímaþjóðfélagi •— eins og fólk á öllum tímum — vill gera það sem ætlazt er til 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.