Samvinnan - 01.08.1969, Page 41

Samvinnan - 01.08.1969, Page 41
étinn, vegna þess að honum hafði ekki lærzt að grípa til andlegra vopna. Vinur Hemingways, A. E. Hotchner, lýsir hinu dapurlega lokaskeiði í bók sinni „Papa Hemingway": 23. apríl hringdi Mary Hemingway til hans frá Ketchum og skýrði honum frá því, að Ernest hefði reynt að skjóta sig með veiðibyssu. Hann lægi nú á sjúkrahúsinu í Sun Valley. Það sem eftir var dagsins var árangurslaust reynt að telja hann á að láta leggja sig inná Mayo-sjúkrahúsið. Hann kvað það ekki borga sig að lifa lengur. Hann hefði gefizt upp. Þessvegna vildi hann binda enda á alltsaman. Næsta dag hringdi Mary aftur. Hún var alveg frávita, enda var það sem hún hafði þolað martröð líkast. Það byrjaði á því að einkalæknir Hemingways hafði á endan- um getað sannfært hann um að honum væri fyrir beztu að láta leggja sig inná Mayo-sjúkrahúsið. Send voru boð eftir leiguflugvél, og Ernest sagði rétt áður en leggja átti upp, að hann þyrfti að sækja eitthvað smávegis inní húsið. Þau óku til baka. Við dyrnar reif hann sig lausan, skellti hurðinni að stöfum á eftir sér og læsti. Einn nágranninn, Don Anderson, sem hafði verið með þeim, skundaði kringum húsið og inní skálann þar sem Ernest var í óða önn að hlaða riffil. Don sló hann niður og síðan urðu mikil átök áður en Ernest lét byssuna lausa. Daginn eftir, 25. apríl, hringdi Mary enn. Ernest hafði aftur fallizt á að fara til Mayo- sjúkrahússins. Flugvélin var þegar lögð af stað til Rochester. Læknirinn og Don And- erson höfðu farið með honum. Eftir miðnætti hringdi læknirinn og skýrði frá því, að hann hefði gefið Ernest deyfilyf áður en þeir lögðu af stað, en samt hefði hann rokið upp jafnskjótt og flug vélin hóf sig til flugs, reynt að opna dyrnar á henni og fleygja sér út. Hann var yfir- bugaður og fékk stóran skammt af deyfi- lyfi. Flugvélin varð að millilenda í Casper í Wyoming-fylki vegna vélarbilunar. Þegar þeir gengu frá flugvélinni gerði Ernest eina tilraun enn. Hann reyndi að ganga á eina skrúfu vélarinnar, sem var í fullum gangi, en Don Anderson, sem hélt í hönd hans, gat kastað sér milli hans og skrúfunnar, og lá nærri að hann stórslasaðist sjálfur. Seinna, þegar flugvélin var stödd yfir Suð- ur-Dakota, lét Hemingway sem hann svæfi. En skyndilega stökk hann upp og reyndi öðru sinni að komast útúr flugvélinni. í lok júní sendu læknarnir á Mayo-sjúkra- húsinu skilaboð þess efnis, að Ernest mætti fara heim. Mary leigði sér bíl og þau óku í þrjá daga um Norðurríkin, heim til Ketchum. Ernest virtist vera í góðu skapi. Fyrsta kvöld hans heima héldu þau hátíð- legt með veizlumáltíð, og Ernest tók meira að segja undir þegar Mary söng einn af eftirlætissöngvum hans. Snemma næsta morgun kvað við skot í húsinu, áður en Mary var komin á fætur .,. Blaðamaður spurði einu sinni Hemingway í blaðaviðtali: — Hvað finnst yður um dauð- ann? — Dauðinn er nú ekki annað en hóra, svaraði Hemingway. Hvað sem hann hefur átt við með því. ♦ HARMLEIKUR sem hefur skilið eftir sig spor hjá flestum rithöfundum nútímans, verður að teljast helzti verðleiki hans. íhugun og rökræða voru hvorteðer ekki hans sterku hliðar. í samtali við Ava Gardner, sem var kona hylki, sem gat ekki lengur látið ölvast af skynheimi og athöfnum. Á Suðurhafseyjum segja innfæddir: „Éttu lífið, því annars étur lífið þig.“ Þegar tennur hans voru ekki lengur nægilega hvassar, var hann sjálfur ingway sleginn í gólfið af „horkranganum" Scott Fitzgerald, og þessi ósigur varð þess valdandi að Hemingway vildi hvorugan þeirra sjá það sem eftir var ævinnar. Þráttfyrir þessa rómantísku og strákslegu sýn á lífinu verður að sjálfsögðu ekki ann- að sagt en Hemingway hafi haft mikil áhrif á bókmenntir samtíðar sinnar og seinni tíma. Hann sló til dæmis í eitt skipti fyrir öll föstu því sem Jack London hafði riðið á vaðið með: að bókmenntirnar yrðu að fara útúr ofnkróknum, að rithöfundarnir ættu að leita sjálfs lífsins — að þetta veitti þeim mestan styrk. Jack London fór að vísu líka í hundana, en hann brann upp á eigin verkum, svo ströng sem starfsáætlun hans var, þar sem afturámóti Hemingway sveik lit og varð að gerast sinn eigin böð- ull. Þessi „rykþurrkun" af bókmenntunum og einkanlega hinn knappi og þandi stíll hans, að hans skapi afþví hún elskaði Spán einsog hann og hafði aukþess fengizt við nautaat, sagði hann árið 1959: „Sálfræðingurinn minn heitir „Corona númer þrjú“ og er ferðaritvél. Þar losna ég við allt sem ólgar innra með mér. En ég skal segja þér eitt, jafnvel þó ég sé ekki einn þeirra sem trúa á sálgreiningu: Ég ver bölvanlega miklum tíma til að drepa villidýr og stórfiska — til að komast hjá að drepa sjálfan mig. Þegar maður gerir uppreisn gegn dauðanum, einsog ég geri uppreisn gegn honum nú, verður honum fróun að drepa.“ Hann hélt að hann fengi unnið bug á dauðanum með því að berjast við hann, en hann slapp ekki svo auðveldlega. Hann fékk ekki að deyja í baráttu við sinn innri mann, við tómleikann sem hann hafði ævinlega reynt að flýja. Hann varð að lifa það að sjá sjálfan sig sem hrörnandi, vanburða 41

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.