Samvinnan - 01.08.1969, Side 42
Þuríður Kvaran:
Nokkrar athugasemdir
um lífið og listina
Sumir eru fæddir með þeirri áráttu að
vilja skilja og skilgreina alla hluti, og
spyrja látlaust ævina á enda, hvað allir
skapaðir hlutir séu og hvers vegna allir
skapaðir hlutir séu eins og þeir eru. Skil-
greiningaráráttan þarf ekki að leiða mann-
inn í neinn algildan sannleika, enda væri
lífið óbærilegt, ef einn meðal einkahugsuð-
ur mætti ekki leiða hugann eina ögurstund
að innihaldi og tilgangi tilveru sinnar, án
þess að uppgötva einhver algild og óhagg-
anleg lögmál. Þá væri lífið svikið ævintýr.
Á hinn bóginn getur skilgreiningarárátta
mannsins hjálpað honum til þess að átta
sig betur á sjálfum sér, skilja viðbrögð
sín gagnvart margbreytilegri áreitni um-
hverfisins, sem hann lifir í, og ekki ein-
göngu skilja viðbrögð sín, heldur einnig
gert honum kleift að ráða viðbrögðum sín-
um undir ólíkustu kringumstæðum. Hún
getur gert hann hæfari til þess að velja og
hafna, meta og vega sjálfur gildi þess varn-
ings og þeirra viðhorfa, sem veröldin kepp-
ist um að íalbjóða honum eða öllu heldur
þröngva upp á hann.
Lífið ætla ég ekki að reyna að skil-
greina; jafnvel heilum heimspekingum hef-
ur mistekizt það; hins vegar sakar ekki að
reyna að fá einhvern botn í það hugtak,
sem menn kalla list.
Mér til hægðarauka við persónulegt mat
mitt á listum, hef ég reynt að spyrja sjálfa
mig að því, hvað list sé. Ef heimspekingar
fornir og nýir eru ekki sáttir við niður-
stöðu mína, kann ég engin ráð við því.
Sú allra víðtækasta merking, sem orðið
list innifelur að mínu viti, er ítrekun á
skilningi. En þar sem segja má, að hvers
konar tjáning sé ítrekun á skilningi, sem
menn hafa á hverju einu, sem umhverfis
þá er — mönnum, málefnum, hugmyndum
og athöfnum — þá hlýtuv listin annað hvort
að lúta einhverjum öðrum lögmálum, sem
aðgreina hana frá almennri tjáningu, eða
þá að orðið skilningur hefur afmarkaðri og
um leið dýpri merkingu Hvort tveggja má
til sanns vegar færa. Listin krefst t. d.
forms, sem almenn tjáning gerir ekki, og
listin krefst innlifunar, hæfni til þess að
skynja persónulega og upplifa það sem tjáð
er. Hún bókstaflega krefst þess, sem kann
að þykja yfirnáttúrlegt — hamskipta, full-
kominnar samlögunar við eðli viðfangsefn-
isins.
Það sem ég er að bögglast við að koma
orðum að er í einu orði ,,empathy“ á ensku.
Ef orðið innfinning er ekki til á íslenzku,
þá er bezt að búa það til nú. „Empathy“
(innfinning) er ekki eingöngu það að vera
djúpskyggn, heldur fyrst og fremst það að
finna, finna sig inn í hvers kyns ástand,
sem tiáð er og túlkað.
Þar sem ég nú tel, að öll stórbrotin list
byggist á þessum „empatíska“ hæfileika,
álykta ég sem svo, að fleiri séu kallaðir til
þjónkunar við listina, en færri útvaldir.
Undanfarið hef ég aðallega hugleitt eina
tegund listar, skáldskap, tengsl hans við
lífið og gildi hans fyrir lífið.
Ef ég nú ætla að stilla mér upp — sem
meiningin er — og gagnrýna stórmenni nú-
tímans, vil ég taka það fram, að ég geri
það ekki af einni saman þörf fyrir að setja
út á allt og alla, heldur vegna þess að ég
skil ekki tilgang þeirra bókmennta, sem ég
hef verið að kynna mér, en mig langar
óskaplega mikið til þess að skilja hann.
Hefur skáldskapur kannske ekki tilgang?
Sumir halda því statt og stöðugt fram að
lífið hafi tilgang og eru menn þó ekki höf-
undar þess. Skáldskapur, eins og aðrar list-
ir, á hins vegar uppruna sinn í manninum
sjálfum, og ætti að því leyti að vera kannan-
legri og skilgreinanlegri, að maðurinn skap-
ar verk sín með vitund og vilja, og ætti
honum þar af leiðandi að vera nokkurn
veginn ljóst, til hvers hann leiðir þau út
fyrir almennings sjónir.
Þær bókmenntir, sem hæst ber á íslandi
í dag, og eiga, samkvæmt útbásúnuðu ágæti
þeirra, að vera einhver frábærustu snilld-
arverk, sem menn hafa peðrað úr sér á
þessari jörð, eru mér fullkomlega lokaður
heimur sem listaverk, enda þótt þær ríði
sigurreið á silfurhesti í allar áttir veraldar
með Guðberg Bergsson og Halldór Laxness
við tauminn.
Árið 1966 gaf Guðbergur Bergsson út
frægðarverk sitt „Tómas Jónsson." í þeirri
bók sletti hann svo rækilega úr klaufum
sálar sinnar, að oddvitar menningarinnar
sáu sér ekki annað fært en að verðlauna
hann fyrir vikið. Síðan hefur höfundur ekki
linnt látum, því ári síðar bauð hann til
kaups hið titilfagra hugverk sitt „Ástir
samlyndra hjóna“, sem er einhvers konar
framhald „Tómasar Jónssonar", og nú í ár
nýjustu bók sína, „Önnu“, og er ekki að sjá,
að andagiftin fari þverrandi eftir því sem
aftar dregur í þessum sagnabálki.
Þegar Halldór Laxness sá, að skugga bar
á veldi sitt af þessum unga rithöfundi,
skundaði hann heim í Gl.iúfrastein <eða eitt-
hvað annað) og skrifaði nýjustu skáldsögu
sína, „Kristnihald undir Jökli“. Að verkum
Guðbergs undanskildum, er þessi bók ein-
hver glæsilegasti minnisvarði samhengis-
lausrar hugsunar, sem ég hef séð. Er mér
nær að halda, að skáldið hafi gengið blind-
andi til verks, raðað saman orðum af handa-
hófi og hugsað sem svo — „ég er ég, speki
er speki og . . . . fólk er fífl.“
Einhverra hluta vegna hef ég meiri áhuga
á Halldóri Laxness sem rithöfundi en Guð-
bergi Bergssyni. Sennilega er það vegna
þess að hann hefur einhverntíma haft áhrif
á mig með verkum sínum, og það ætla ég
sízt að vanþakka. En því miður er þessi
ágæti rithöfundur hættur að hafa áhrif á
mig. í flestum síðari verkum hans — skáld-
sögum, ritgerðum, leikritum — finnst mér
eitthvað vera horfið úr tjáningu hans, sem
áður snart mig og opnaði mér ókunna
heima. Þetta skynja ég ekki lengur. Ef nú
Laxness vill bera mér það á brýn, að ég
hljóti að vera úrelt og ónæm á andleg verð-
mæti, má hann vara sig, því ég er einlægur
aðdáandi hans . . . . að vissu marki.
Þar sem ég hef nú gefið yfirlýsingu um
einlægni mína, langar mig til þess að út-
skýra, án króka og vafninga, hvað því veld-
ur, að ég er ekki lengur í sátt við verk
Halldórs Laxness, einkum og sér í lagi það
nýjasta. Ég hef það á tilfinningunni, að
hann sé búinn að „missa glæpinn", eins og
það er kallað, missa ástríðuna til þess að
Lifa (með stórum staf), missa hæfileikann
til þess að skynja sálina í lífinu. Hann skoð-
ar það utan frá með augunum, en finnur
það ekki. Skáldbróðir hans, Bergsson, gerir
það raunar ekki heldur, en það er alltaf
sorglegra að missa en hafa aldrei átt.
Kannske er eitthvað til í því, sem
Hamsun sagði forðum:...........det vet vi jo
alle, at livet avstumper de ideelle drag i
vár sjel sá der til sist bare er tilbake
ukjennelige rester av det opprinnelige i
vár natur.“
Ég er alls ekki viss um að þetta sé upp-
haflega ætlað H. K. L., og held naumast
að Hamsun hafi þekkt hann; hins vegar
þekkti Kiljan Hamsun og þótti hann ekki
góður.
Það sem Hamsun segir þarna verða sjálf-
sagt örlög allra þeirra, sem eldast að nokkru
gagni. En þá rís þessi spurning — hvað
eiga menn að gera við leifarnar af sjálfum
sér, þessar „ukjennelige rester av det opp-
rinnelige"? Eiga þeir að slá í púkk og segja
„Ég er með“ af einskærum ótta við að verða
hrint út af örkinni? Auðvitað ræður hver
og einn, hvernig hann ráðstafar leifunum
af sjálfum sér, en hins vegar held ég að
hver sæmilega sjálfsgagnrýnin manneskja
beri þær ekki á borð fyrir aðra, ekki einu
sinni þótt úr þeim megi búa til hátt upp í
heila bók um akkúrat ekkert.
Ég hef það á tilfinningunni, að með bók
sinni, „Kristnihald undir Jökli“, vilji H. L.
sýna fólki það, að bókmenntalega séð til-
heyri hann ekki fortíðinni eingöngu, heldur
líti hann líka á sig sem merkisbera hins
nýja tíma, sem mun vera talsvert frábrugð-
inn þeim tíma, er hann lifði sitt blóma-
skeið. Ætti honum að reynast það létt verk,
þegar þess er gætt, að hann hefur kúvent
42