Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 50

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 50
samvinna Erlendur Einarsson: íslenzk verzlun í vanda stödd Við lítum gjai'nan aftur í tím- ann þegar við reynum að virða fyrir okkur þróun mála, meta stöðuna á líðandi stund og spá fram í tímann. Það er venjulega hægt að læra af reynslunni, jafn- vel á tímum hinna öru breyt- inga. íslenzk verzlun í dag er í vanda stödd. Þróun í verzlunar- málum hér á landi hefur verið mjög neikvæð, þegar samanburð- ur er gerður við nágrannalönd- in. íslendingar ættu þó að hafa réttan skilning á því, hvers virði það er fyrir þjóðina að ráða verzluninni og geta byggt hana þannig upp, að hún geti verið máttarstólpi í sköpun hagstæðrar efnahagsþróunar. Allt frá árinu 1602, e: Kristján IV Danakonungur stofnaði dönsku einokunarverzlunina á ís- landi, og fram að síðustu alda- mótum var verzlun landsmanna að langmestu leyti í höndum út- lendinga, sem hirtu stóran hag;i- að af viðskiptunum og fluttu úr landi. Seinni hluta 19. aldar hefja ís- lendingar fyrir alvöru verzlunar- rekstur, og þegar kaupfélögin koma til sögunnar fyrir og eftir síðustu aldamót eykst mjög þátt- taka landsmanna í verzluninni. Fullyrða má, að vaxandi starf- semi íslendinga í verzlunarmál- um á þessum árum hafi verið eitt af hinum þýðingarmestu sporum til fjárhagslegs og stjórn- máialegs sjálfstæðis og fullveldis þjóðarinnar. Á 20. öldinni hefur verzlunin verið að mestu leyti í höndum íslendinga og að svo til öllu leyti síðustu áratugina. Verzlunin hef- ur reynzt nauðsynlegur þáttur í uppbyggingunni sem hér á landi hefur átt sér stað, og ber þá að hafa í huga bæði innanríkis- og utanríkisverzlun. íslenzk verzlun hlýtur að verða eitt af fjöreggj- um sjálfstæðis þjóðarinnar. Fyrir skömmu minntist þjóðin 25 ára afmælis lýðveldisins. Þjóð- in gat glaðzt yfir mikilli upp- byggingu á þessum aldarfjórð- ungi, enda þótt uppbygging í sumum nágrannalöndum hafi verið meiri. Má þar sérstaklega nefna lönd, er voru flakandi í sárum eftir síðustu heimsstyrj- öld. En íslendingum áskotnaðist mikill auður á þessum fyrsta ald- arfjórðungi lýðveldisins. Fyrst ber að nefna stríðsgróðann, og svo nú fyrir fáum árum fékk þjóðin mikinn síldargróða, sem þakka má dugnaði og nýrri tækni við síldveiðar ásamt sérstökum höppum hvað snertir síldargöng- ur. Ég tel, að ekki verði komizt hjá því að viðurkenna, að þjóðin bar ekki gæfu til að ávaxta þenn- an gróða sem skyldi. Alltof stór hluti fór í einkaneyzlu, en of lítið til uppbyggingar atvinnu- lífsins. Þjóðin lifði um efni fram. Gróðinn skapaði kæruleysi og virðingarleysi fyrir fjármunum. Sparnaðardyggðin og hófsemin urðu undir, enda gróf verðbólgan undan tiltrú fólks á sparifé. At- vinnuvegirnir áttu í vök að verj- ast, en það skapaði aftur á móti falska kaupgetu. Verðbólguhjólið hélt áfram að snúast og brenndi upp gjaldmiðil þjóðarinnar. Þeg- ar atvinnuvegirnir voru svo komnir að því að stranda, var gripið til gengislækkunar -— og má raunar segja, að þegar það hefur verið gert, hafi verðbólgan innanlands verið búin að fella gjaldmiðilinn að meira eða minna leyti. Gengi krónunnar var kr. 6,50 pr. Bandaríkjadollar þegar lýðveldið var stofnað árið 1944, en aldarfjórðungi síðar er krónan fallin í 88 krónur pr. dollar, og ber þó að hafa í huga, að verðbólga hefur verið tals- verð í Bandaríkjunum og öðrum löndum, sem ekki hafa fellt gjaldmiðil sinn. íslenzk verzlun er einn sá at- vinnuvegur, sem hefur orðið fyr- ir barðinu á vandræðaástandi efnahagsmála. Sem dæmi hér um skal nefnt, að meii'i hluti kaup- félaganna hafði rekstrarhalla á árinu 1968. Hefur verzlunin nú nokkur ár víða úti á landsbyggð- inni verið rekin með meiri eða minni halla. Það hljóta allir að sjá, að við svo búið má ekki lengur sitja. Hér er voði á ferð- um og stór hætta á því, að þýð- ingarmikill hlekkur í öryggis- keðju islenzks sjálfstæðis bresti. En liver er svo helzta orsök þess, að verzlun með nauðsynja- vörur er nokkuð almennt rekin með halla? Hér koma til greina ýmsar ástæður. Reksturskostnaðurinn hefur farið síhækkandi í takt við verðbólguna. Fjármagnsþörfin til þess að standa undir vörubirgð- um og rekstri hefur stórvaxið, bæði vegna verðbólgunnar og einnig vegna þess að vörutegund- um, sem verzla verður með, hef- ur fjölgað til mikilla muna. Á hinn bóginn hafa sölulaun sem hundraðshluti af sölu farið lækkandi. Verðlagsákvæði þau, sem meiri hluti verðlagsnefndar hefur ákveðið, hafa ekki hrokkið til þess að standa undii' verzlun- arkostnaðinum. Þannig er þetta mjög almennt í nauðsynjavöru- verzluninni. Svo virðist að gild- andi verðlagsákvæði séu ekki í anda þeirra laga, sem ákvæðin eiga að byggjast á. í lögunum er tekið fram, að verðlagsákvæðin skuli miðast við það, að vel rek- in verzlun geti borið sig. Hlutverk samvinnufélaganna er að láta félagsfólkinu og öðr- um viðskiptavinum í té góða og hagkvæma verzlunarþjónustu. Fyrir félagsfólkið á það að vera nokkur trygging, að aðalfundir félaganna geta ákveðið að endur- greiða tekjuafgang ef um hann er að ræða. Að láta í té góða verzlunar- þjónustu merkir einnig að hafa á boðstólum flestar þær vörur, sem viðskiptavinirnir þarfnast. í flestum lýðfrjálsum löndum fær félagsfólkið sjálft að ráða því, að sölulaun hrökkvi fyrir kostnaði og reksturinn geti haft einhverja fjármunamyndun, eftir því sem samkeppnin leyfir. Hér á landi er þessum málum hins vegar háttað á annan veg. Hér er það verðlagsnefndin, sem ákveður, hver skuli vera sölu- laun fyrir hina ýmsu vöruflokka. Verðlagsákvæði hafa verið ákveð- in án tillits til þess, hvað raun- verulega kostar að dreifa vörun- um. Núgildandi verðlagsákvæði taka ekki tillit til aðstæðna við verzlunarreksturinn. Opinber gjöld, eins og t. d. aðstöðugjald, eru mjög mismunandi hjá hin- um ýmsu bæjar- og hreppsfélög um. Það getur verið 0,5% og allt upp í 3% af kostnaðarverði nauð- synjavara. Stærð markaðarins, veltuhraði vörubirgða, aðstaða til flutninga eru ekki tekin til greina. Sömu sölulaun eru ákveð- in hvar sem er á landinu. Það hefur komið fram opin- berlega, að verkalýðshreyfingin hefur talið nauðsynlegt að við- halda hér á landi ströngum verð- lagsákvæðum. Með þessu hefur átt að tryggja, að verzlunin hirti ekki of stóran hluta af tekjum launafólks. Segja má, að þetta sjónarmið sé skiljanlegt, ef verzl- unin tæki til sín mikinn gróða. Hvað varðar kaupfélögin get ég fullyrt, að svo er ekki. Eins og áður er tekið fram, er verzlunar- 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.