Samvinnan - 01.08.1969, Qupperneq 51
rekstur kaupfélaganna yfirleitt
rekinn með halla. Þar sem ekki
er halli, er það í flestum tilfell-
um að þakka öðrum starfsgrein-
um en sjálfri verzluninni. í ein-
staka tilfellum, þar sem ekki er
um að ræða hallarekstur á verzl-
uninni, eins og t. d. hjá Kaup-
félagi Reykjavíkur og nágrennis,
er tekjuafgangur svo lítill miðað
við vörusölu, að fjármunamynd-
un er algjörlega ónóg, ef upp-
bygging á að eiga sér stað. Veru-
leg fjármunamyndun af rekstr-
inum er algjör forsenda þess, að
unnt sé að koma upp nýjum
verzlunum, t. d. á höfuðborgar-
svæðinu. Eigið fé kaupfélaganna
sem hluti af niðurstöðu efna-
hagsreiknings hefur farið sí-
minnkandi. Þetta hefur á hinn
bóginn orðið til þess, að vaxta-
byrði hefur farið vaxandi. Eigin
fjármunamyndun er einnig nauð-
synleg til þess að vega eitthvað
á móti þeirri eignaupptöku, sem
komið hefur í kjölfar gengis-
breytinganna. Þá hefur reksturs-
fjárþörfin einnig stöðugt farið
vaxandi.
Ég vil fullyrða, að núgildandi
verðlagsákvæði hafa ekki reynzt
sú vörn launafólks í dýrtíðar-
flóði verðbólgunnar, sem sumir
kunna að álíta. Eftirköstin eru
líka að koma fram. Verzlunar-
fyrirtæki víða úti á landsbyggð-
inni eru að gefast upp, þar á
meðal kaupfélög. Þetta endar á
einn veg, þegar rekstrarhalli á
sér stað ár eftir ár. Fyrst er eigið
fé, sem safnazt hefur í mörgum
tilfellum á áratugum, étið upp.
Þá eykst skuldasöfnun, og vaxta-
kostnaðurinn rýkur upp, og fyrr
en varir stöðvast reksturinn.
Þetta er ennþá alvarlegra þegar
verzlunaraðilinn rekur önnur at-
vinnutæki og er ef til vill aðal
vinnuveitandinn á staðnum, en
slík dæmi eru til víða hér á
landi.
Þegar verzlunarfyrirtæki lam-
ast úti á landsbyggðinni, verður
fólkið, sem þar býr, að sækja
meira eða minna af verzluninni
annað. Slíkt er mjög kostnaðar-
samt og auk þess dregur það úr
almennri uppbyggingu staðanna
og ýtir undir fólksflutninga til
þeirra staða, sem geta látið í té
betri verzlunarþjónustu.
Vandamálin, sem við er að
fást í íslenzkri verzlun í dag,
verður að leysa og það án tafar.
Bent hefur verið á hin algjör-
lega óraunhæfu verðlagsákvæði.
En verzlunin sjálf verður að
gera stórt átak í því að auka
hagræðingu í rekstrinum. Að
þeim málum er stöðugt unnið á
vegum samvinnufélaganna, og
ráðgert er að auka þessa starf-
semi verulega.
Þau sjónarmið virðast nú
skjóta upp kollinum, að megin-
hlutverk samvinnufélaganna sé
að vera leiðandi aðili í kaup-
gjaldsbaráttu launastéttanna, og
er þá ekki spurt um, hver að-
staða félaganna sé til þess að
bæta launakjör starfsmanna
sinna. Hjá ýmsum virðist rekstr-
arafkoman ekki skipta neinu
í þessu sambandi.
Markmið samvinnufélaga eru
hvergi, þar sem ég þekki til, þau
að vera leiðandi afl í kaupgjalds-
baráttu. Þau voru ekki stofnuð
til þess. Samvinnufélögin hafa
það hlutverk í öllum löndum
þar sem þau starfa að drýgja
tekjur félagsmanna með því:
1. að láta í té sem bezta verzl-
unarþjónustu,
2. að endurgreiða tekjuafgang
til félagsfólksins, eftir þeim
lögum, sem félögin starfa
eftir.
Auk þessa má segja, að mark-
mið samvinnufélaga sé að efla
félagslegt samstarf og breiða út
þá hugsjón, að samvinna þjóð-
félagsþegnanna á sem flestum
sviðum bæti þjóðfélagið og skapi
aukna þjóðarhagsæld.
Ef markmiðið væri eitthvað
annað en þetta, t. d. það að
tekjuafgangur renni til starfs-
fólksins, þá væri ekki um að
ræða samvinnufélög í verzlun og
afurðasölu. í sumum löndum eru
starfandi samvinnufélög iðnaðar-
manna þar sem aðeins starfs-
menn eru félagsmenn og tekju-
afgangur rennur til þeirra, en
ekki viðskiptavinanna.
Ég er ekki frá því, að sú stað-
reynd, að samvinnufélögin víð-
ast hvar í þéttbýlinu hér á landi
hafa ekki í áraraðir getað úthlut-
að félagsfólki sínu tekjuafgangi,
hafi ruglað fólk í ríminu, að því
er varðar höfuðmarkmið sam-
vinnufélaganna.
Nú skal það tekið fram, að
forystumenn samvinnufélaganna
telja mjög æskilegt, að gott sam-
starf megi ríkja milli samvinnu-
samtakanna og verkalýðshreyf-
ingarinnar. Fólkið í launþega-
félögunum, neytendurnir, hefur
vissulega mikilla hagsmuna að
gæta, að verzlunin í landinu veiti
sem bezta og hagkvæmasta þjón-
ustu. Það er einmitt þetta, sem
er hlutverk samvinnufélaganna.
En til þess að þau geti þetta,
verða þau að hafa rekstrargrund-
völl. Félagsformið og hugsjón-
irnar nægja engan veginn til
þess að samvinnustarf geti
blómgazt og orðið að liði í lífs-
baráttu fólksins. Samvinnuhug-
sjónir verða að hismi, ef rekstur-
inn skilar ekki tekjuafgangi.
Þetta verða forystumenn
verkalýðshreyfingarinnar að
skilja. Og því aðeins geta sam-
vinnufélögin beitt sér fyrir aukn-
um launagreiðslum til starfs-
manna sinna, að reksturinn hafi
tekjur til þess að mæta þessum
auknu greiðslum.
Gagnkvæmur skilningur á
vandamálunum er því nauðsyn-
legur til þess að náið samstarf
þessara tveggja hreyfinga geti
orðið til þess að styrkja stöðu
launþeganna, sem margir hverjir
eru bæði félagsmenn í samvinnu-
félagi og launþegafélagi. í þess-
um efnum er líka nauðsynlegt,
að samvinnufélögin geri sér
grein fyrir því, að aukin kaup-
geta eykur viðskipti og léttir
undir með rekstrinum.
Aðkast í dagblöðum undan-
farið að forystumönnum Sam-
bandsins og stjórn Vinnumála-
sambands samvinnufélaganna,
vegna síðustu almennu kaup-
gjaldssamninga, er ekki til þess
fallið að auka á gagnkvæman
skilning milli samvinnusamtak-
anna og verkalýðshreyfingarinn-
ar. Aðkast þetta er af pólitískum
toga spunnið og styðst ekki við
raunhæft mat á rekstrarstöðu
samvinnufélaganna.
Það er ekkert nýtt, að forystu-
menn samvinnusamtakanna verði
fyrir aðkasti. Sem betur fer er
slíkt aðkast venjulega byggt á
hleypidómum og runnið undan
rifjum pólitískra „spekúlanta".
Rökstudd gagnrýni er á hinn bóg-
inn nauðsynleg innan samvinnu-
félaganna, og ætti gagnrýnin þá
að beinast fyrst og fremst að
rekstrar- og skipulagslegum atrið-
um og því að skapa sem beztan
rekstrargrundvöll fyrir starfsem-
ina.
Forystumenn Sambandsins og
kaupfélaganna verða að einbeita
starfskröftum sínum að því að
bæta rekstur samvinnufélaganna.
Þeir skilja, að það er afkoma
félaganna, sem er mælikvarði
þess, hve samvinnustarfið hefur
orðið að miklu liði í lífsbaráttu
þess fólks, sem skipar sér undir
merki samvinnustarfsins.
í upphafi þessarar greinar er
sagt, að íslenzk verzlun sé í
vanda stödd. Vandinn er meiri
en margur heldur. Félagsmenn
samvinnufélaganna hafa margir
fundið fyrir þessu. Þennan vanda
verður að leysa, annars er mikil
hætta á ferðum. Verzlunarsjálf-
stæði þjóðarinnar má ekki veikja.
Það er einlæg von mín, að verka-
lýðshreyfingin skilji þessa hættu
og taki jákvæða afstöðu til lausn-
ar þessa vandamáls. Á þessu
sviði er vettvangur fyrir sam-
vinnusamtökin og verkalýðshreyf-
inguna að taka höndum saman
og leggja grundvöll að traustu og
nánu samstarfi á sem flestum
sviðum í framtíðinni. ♦