Samvinnan - 01.08.1969, Síða 54
Gestur Pálsscm og Regína Þóröardóttir í hlut-
verkum sínum í „Sú gamla kemur í heimsókn".
Arndis Björnsdóttir í hlutverki
Kerlingarinnar í „Gullna hliöinu“ 1951—52.
Enn voru höggvin stór skörð í raðir íslenzkra leikara með fráfalli
Arndísar Björnsdóttur og Gests Pálssonar, sem bæði voru í fremstu
röð stéttarinnar.
Arndís Björnsdóttir lézt 19. maí, 74 ára að aldri. Hún átti að baki
nær hálfrar aldar þjónustu við leiklistina, kom fyrst fram á sviði
árið 1918, en þremur árum síðar hóf hún að starfa hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og lék þar að staðaldri framtil 1950, þegar hún var
ráðin að Þjóðleikhúsinu. Þar starfaði hún í 15 ár eða þartil hún varð
að hætta af heilsufarssökum. Var hún elzt, reyndust og virtust allra
íslenzkra leikkvenna, enda hafði hún skilað miklu dagsverki. Of
langt mál yrði að rekja hér hin mörgu og sundurleitu hlutverk Arn-
dísar, en minnisstæðast þeirra allra er hlutverk Kerlingarinnar i
„Gullna hliðinu", sem hún lék bæði í Iðnó og Þjóðleikhúsinu og í
leikferðum til Danmerkur, Finnlands og Noregs. Munu fá hlutverk
hafa orðið þjóðinni öllu hugstæðari en þessi listræna persónusköpnn
Arndísar. Meðal annarra hlutverka hennar eru mér einkum minnis-
stæð May Tyrine í „Húmar hægt að kvöldi“ eftir O’Neill og Ása í
„Pétri Gauti“ eftir Ibsen, sem var síðasta stóra hlutverk hennar.
Gestur Pálsson andaðist 27. marz, 64 ára gamall. Hafði hann þá
verið í þjónustu Þalíu tæp 45 ár, kom fyrst fram hjá Leikfélagi
Reykjavíkur árið 1924, þá nýorðinn stúdent. Hann lauk lögfræðiprófi
1929 og starfaði síðan hjá ýmsum fyrirtækjum, en leiklistin átti hug
hans allan frá fyrsta fari, og á leiksviðinu skilaði hann sínu eigin-
lega lífsverki. Gestur starfaði hjá Leikfélagi Reykjavíkur þartil
hann var ráðinn að Þjóðleikhúsinu 1950, en þar var hann í átta ár.
Síðan kom hann aftur til Leikfélagsins og lék þar til hinztu stundar,
þó oft væri hann þungt haldinn síðustu árin.
Hlutverk Gests Pálssonar voru legíó og enginn vegur að rekja
þau hér. Sökum fríðleika, glæsilegrar framgöngu og kliðmjúkrar
raddar voru honum gjarnan falin hlutverk elskhuga og glæsimenna,
en hann átti einnig auðvelt með að túlka raunamenn lífsins, einsog
síðustu hlutverk hans leiddu í ljós: holdsveiki maðurinn í „Fjalla
Eyvindi" og 111 í „Sú gamla kemur í heimsókn" eftir Diirrenmatt,
en fyrir þá túlkun hlaut hann Skálholtssveininn.
Ég man Gest fyrst í hlutverki Blinda Jónasar í „Jónsmessudraumi
á fátækraheimilinu“ eftir Lagerkvist veturinn 1946—47, og hafði sú
túlkun djúpstæð áhrif á mig. Af öðrum hlutverkum hans ber hátt
Kára í „Fjalla-Eyvindi“, Hoederer í „Flekkuðum höndum" eftir
Sartre, Hjalmar Ekdal í „Villiöndinni“ eftir Ibsen, Sigurð í „Manni
og konu“, Magnús Sigurðsson í Bræðratungu í „íslandsklukkunni",
Hómer í „Á yztu nöf“ eftir Wilder og prófessorinn í „Vanja fi'ænda"
eftir Tsékhov. Hér er einungis fátt eitt talið frá seinni árum, og
verður það að nægja að sinni, en nafn Gests Pálssonar verður án
efa skráð gullnu letri í leiklistarsögu íslendinga þegar stundir
líða. 4
Vilborg Dagbjartsdóttir:
í LEIKSWilÐJU
Af aflinum hrynur sindur orða
gneistandi atkvæðin
lyfta sér á fiug
líkt og sveimur fiðrilda
kitlandi andlit og hendur
er þau tylla sér andartaksstund
og vekja hríslandi gleði
en smiðurinn kveður við raust
meðan hann tekur rauðglóandi setningarnar
og beygir þær í skeifur
undir áttfættan fákinn
sem stendur frýsandi fyrir utan
í grænu túni
í sumargrænu túni
á þessu ísavori.
54