Samvinnan - 01.08.1969, Page 57

Samvinnan - 01.08.1969, Page 57
er nú varð í tízku hjá ríkisstjórninni og borgaraflokkunum, sem á þessu skeiði földu stríðsmarkmiðin á bak við kröfur um öryggi og tryggingu landamæranna. Fyrstu vikur stríðsins, er þýzki herinn sótti óðfluga um Frakkland og ekkert virtist líklegra en að París félli í hendur honum innan stundar, voru þýzkir stj órnarherrar og háembættismenn önn- um kafnir við að gera drög að stríðs- stefnuskrá þýzka keisararíkisins. Sigur á vesturvígstöðvunum virtist í augsýn, og hinn 9. sept. 1914 skrifar Bethman Holl- weg kanslari athuganir um friðargerð og friðarkosti Þýzkalands. Æðsti stjórnar- herra ríkisins, að fráskildum keisaran- um; heldur hér á penna. Kanslarinn telur það fyrst vera alls- herjarmarkmið stríðsins að tryggja ör- yggi Þýzka ríkisins í vestri og austri um alla framtíð. Til þess að svo megi verða þarf að veikla Frakkland svo, að það fái aldrei risið upp sem stórveldi framar. Rússlandi verði að bægja frá austur- landamærum Þýzkalands svo langt sem auðið er og brjóta drottnun þess yfir lýðskyldum þjóðum, sem eru ekki af rússneskum uppruna. Því næst ræðir kanslarinn um það, hvernig skipa skuli málum í þeim löndum, sem liggja vestur af Þýzkalandi. Frakkland kemur þar fyrst til álita: Heryfirvöldin verða að ráða því, hvort krefjast eigi virkisborg- arinnar Belfort og vesturhlíða Vogesa- fjalla og strandlengjunnar frá Dunkirk til Boulogne. En hvemig sem allt dank- ast verða Þjóðverjar að krefjast náma- héraðsins Briey, sem er nauðsynlegt vegna málmþarfa þýzka iðnaðarins. Þá verður að krefjast stríðsskaðabóta af Frakklandi og skulu þær greiddar í á- föngum. Svo háar skulu þær vera, að Frakkar geti ekki eytt verulegu fé til herbúnaðar í næstu 15—20 ár. í annan stað verður að gera verzlunarsamning við Frakkland í þá veru, að það sé efnahags- lega háð Þýzkalandi, tryggi þýzkum varningi markað á Frakklandi og fái bægt Bretum frá verzlun þar. Með samn- ingi þessum skal tryggja Þjóðverjum fjárhagslegt og atvinnulegt athafna- frelsi í Frakklandi á þann veg, að þýzk fyrirtæki njóti þar sömu réttinda og frönsk. Um Belgíu segir kanslarinn að borg- irnar Liége og Verviers skuli innlimaðar Prússlandi. Til álita kemur að innlima einnig Antwerpen. Ef Belgía skyldi á annað borð halda áfram að vera til sem sérstakt ríki, þá verður allavegana að gera hana að lýðríki. Belgía verður að leyfa Þjóðverjum að hersetja allar hern- aðarlega mikilvægar hafnir, framselja þeim strandlengju sína til hernaðar- þarfa og verður efnahagslega að gerast þýzkt hérað. Ef þetta yrði úrræðið, má án allrar hættu taka hið franska Flan- dern ásamt borgunum Calais, Dunkirk og Boulogne, þar sem flestir íbúanna eru flæmskir, og innlima Belgíu. Furstadæmið Lúxemborg skal verða þýzkt sambandsríki og fá að landauka ræmu af Belgíu og ef til vill skika af Longwy. Athuga skal með hverjum hætti Holland geti tengzt nánar Þýzka keisara- ríkinu. Ekki er talið ráðlegt að beita það hernaðarlegri þvingun; sjálfstæði sínu má það halda út á við, en verða háð Þjóðverjum inn á við. Þegar Bethman Hollweg var búinn að ráðstafa ríkjum og landamærum á vest- urslóðum, beinir hann athyglinni að því, sem hann kallar Miðevrópu: Við verð- um, segir hann, að skapa efnahagslegt bandalag Miðevrópu með sameiginlegum tollasamningum, og skal það taka til Frakklands, Belgíu, Hollands, Danmerk- ur, Austurríkis, Ungverjalands, Póllands, og ef til vill ítalíu, Noregs og Svíþjóðar. Þetta bandalag mun ekki hafa yfir sér sameiginlegt stjórnlagabundið æðsta vald, og formlega munu allir aðilar vera jafnir, en í reynd mun það lúta þýzkri forustu, og verður að grundvalla þar efnahagslega drottnun Þýzkalands yfir Miðevrópu. Að lokum drepur kanslarinn á nýlendu- málin: Þar sé fyrsta markmiðið að skapa samfellt nýlenduríki í Miðafríku, en þetta mál verði að athuga nánar síð- ar sem og önnur markmið, sem stefna skuli að varðandi Rússland. Skjal það, sem nú hefur verið rakið hér, kom ekki í leitirnar fyrr en fyrir rúmum áratug, er Fritz Fischer, sagn- fræðingur og prófessor í Hamborg, hag- nýtti það fyrstur manna í ritgerð, sem hann birti 1959 í höfuðtímariti þýzkrar sagnfræði, Historische Zeitschrift, þar sem hann fjallaði um stríðsmarkmið Þjóðverja 1914—18. Tveimur árum siðar kom út hið mikla rit hans: Griff nach der Weltmacht — Sóknin til heimsveldis. Sú bók vakti geysilega athygli, andmæli og deilur, en hefur orðið stefnumark- andi í sagnfræði Þýzkalands á síðustu árum. Septemberstefnuskrá Bethmans Holl- wegs virðist kannski í fljótu bragði bera vitni stórmennskuölæði Þjóðverjans, er bamn eygir úrshtasigur á næsta leiti. Markmiðin eru sannarlega ekki lágkúru- leg: að leggja að velli tvö gróin stórveldi Evrópu og svipta hið þriðja öllum áhrif- um á meginlandinu: að stefna að þessu, ekki sem stundarsigri, heldur búa svo um hnútana að þessi skipan haldist um aldur og ævi. í framkvæmd hefði þetta orðið mesta bylting í pólitísku og efna- hagslegu valdajafnvægi í allri sögu álf- unnar. Og þó ber þess að gæta, að stefnuskrá ríkiskanslarans gætti nokk- urs hófs þegar borin er saman við kröfur annarra voldugra aðila í Þýzkalandi, sem um þessar mundir túlkuðu stefnu- mið þess að fengnum sigri. Meðal þess- ara aðila var Alþýzka sambandið — Alldeutscher Verband — sem átti einn mesban þátt í að kynna þýzk stxíðsimark- mið meðal almennings. Það var stofnað árið 1894, og um margra ára bil stjórnaði því Class jústízráð, sem í árúðri sinium og vinnubrögðum minnir mjög á þýzka nazismann. Á stríðsárunum færðist Al- þýzka sambandið allt í aukana, og i byrjun septembermánaðar 1914 birti Class undir nafni Greinargerð um stríðs- markmið Þýzkalands. Þar segir, að það sé ófrávíkjanleg og skilyrðislaus krafa, að Miðevrópa, þar með talin þau land- svæði sem Þýzka keisararíkið og Austur- ríki-Ungverjaland hljóti að sigurlaun- um, myndi eina sameinaða efnahagslega heild. Niðurlönd og Sviss, Norðurlöndin þrjú og Finnland, ítalía, Rúmienía og Búlgaría muni laðast að þessum kjarna smámsaman og fyrir eðlislæga nauðsyn, án þess að til þurfi að bera nokkra þvingun af hálfu kjarnaríkjanna. Ef bætt er við hjálendum og nýlendum þessara rikja mun upp úr þessu spretta geysimikil efnahagsleg samsteypa, sem fær haldið hlut sínum í atvinnulegum og pólitískum efnum gegn hverjum sem er í heiminum. Hér ber raunar ekki mikið á milli í kröfum ríkiskanslarans og jústizráðsins. Það var frekar, að leiðir skildi með þeim, þegar ræða var um innlimun einstakra héraða og borga: Class krafðist innlim- unar á strandlengju Frakklands við Ermarsund allt suður að Sommefljóti, þegar ríkiskanslarinn lét sér nægja Boulogne. En þegar Alþýzka sambandið heimtaði, að Frakkar framseldu flota- höfnina Toulon í hendur Þjóðverjum og Pétursborg yrði innlimuð Þýzkalandi, þá stakk Bethman Hollweg við fótum. í septemberstefnuskrá ríkiskanslarans er „Miðevrópu“-hugmyndin sá meginás, er allt veltur á: hún er grundvöllur að efnahagslegu veldi Þýzkalands, er hefur náð forræði á meginlandinu frá mærum Rússlands til Ermarsunds og Atlants- hafs. Hugmyndin er ekki sprottin upp í höfði Bethmans Hollwegs kanslara né annarra þýzkra stjórnmálamanna, heldur meðal iðjuhölda og bankastjóra Þýzka- lands. Á árunum fyrir stríð voru samtök Vilhjálmur keisari Bismarck Bethman Hollweg Ludendor/f 57

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.