Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 28
SAMVINNA Samvinnuhreyfingin á íslandi árið 2000 Önnur grein Guðmundur Sveinsson, Bifröst: Formáli Það er að sjálfsögðu ljóst af þeirri greinargerð fyrir forsendum, er taka ber tillit til, en um þær fjallaði fyrsta grein mín, að engan veginn er auðvelt að geta sér til um samvinnuhreyfinguna á íslandi árið 2000, verkefni hennar og markmið. Á það ber svo jafnframt að líta, að sam- vinnusamtökin hafa sem alþýðusamtök allverulega sérstöðu, og er rétt að átta sig nokkuð á henni. Samvinnuhreyfingin er allt í senn: verzlunar- og viðskiptasamtök, félags- málahreyfing og menningarstefna. Þessi þrískipting eða kannski öllu heldur þessi þrenns konar vettvangur, sem hafa ber í huga og miða við, gerir allar spár um framtiðina mun flóknari en ella myndi vera. Þetta stafar ekki sízt af því, að sókn og árangur á einu sviðinu getur auðveldlega leitt til hnignunar og aftur- farar á öðru sviði. Mikill vöxtur sam- vinnuhreyfingarinnar sem verzlunar- og viðskiptasamtaka getur torveldað árang- ur hennar á félags- og menningarsvið- unum. Það gæti einfaldlega gerzt vegna þess að allri orku og öllum sóknarmætti væri þangað beint, en önnur verkefni hlytu að falla eins og af sjálfu sér í skuggann í ljóma mikilla sigra. Eins gæti einhliða áherzla á hið félagslega eða hið menningarlega orðið til að veikja verzl- unar- og viðskiptasamtökin og þar með þann þáttinn, sem tryggir öruggust tengsl við veruleikann, lausn hins hagnýta og raunhæfa, sem ekki má missa sjónar á. Ég mun í þessari grein fjalla um hinn fyrsta vettvang af þrem, samvinnuhreyf- inguna á íslandi sem verzlunar- og við- skiptasamtök; leitast við að gera því skil, hver ég álit að vera muni staða og stefna að þvi er þennan vettvang varðar árið 2000 eða að 30 árum liðnum. Samvinnuhreyfingin sem verzlunar- og viðskiptasamtök árið 2000 Ég ætla að árið 2000 hafi stjórnunar- byltingin, þ. e. a. s. kybernetik-byltingin, sem greint var frá i fyrstu greininni, náð að festa þær rætur, að hún sé orðin for- senda framleiðslu og verzlunar í veruleg- um atriðum að heita má um heim allan. Þessi bylting mun að sjálfsögðu ná til samvinnuhreyfingarinnar á íslandi sem og samvinnusamtaka annarra landa. Stjórnunarbyltingin mun hafa í för með sér, að allt atvinnúlif, hverju nafni sem nefnist, byggist á slíkum vexti þekk- ingaratriða, að með ólikindum má teljast. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á aukningu þekkingaratriða á þeim tima sem liðinn er af þessari öld, leiða furðu- legar staðreyndir í ljós. Þekkingarforði mannkynsins er sagður hafa tvöfaldazt á fyrstu 50 árum aldarinnar. Næsta tvö- földun þekkingarforðans er álitin hafa átt sér stað á áratugnum 1951—1960. Á næsta áratug frá 1961—1970 tvöfaldaðist þekkingarforðinn hins vegar á 3 árum fyrst, en síðan 2. Nú er svo komið aftur á móti, að ekki er talið líða nema hálft ár, sex mánaða tími, milli þess að tvöföldun þekkingarforðans eigi sér stað. Rannsóknum eða fullyrðingum af þessu tagi ber að sjálfsögðu að taka með nokk- urri varúð. Hitt er ljóst að tölvufræðin hafa skapað alveg nýja möguleika að geyma þekkingaratriði, svokölluð data í þeim fræðum, og gera þau tiltæk, en ekki síður tengja þau saman á þann hátt og í þeim mæli, að með öllu var útilokað áður. Þegar svo hins er gætt, að vöxtur þekk- ingaratriðanna er mestur og örastur á sviði félagsvísindanna, verður næsta auð- sætt að ný viðhorf hljóta að skapast og ný afstaða að myndast til allra verkefna og úrlausnarefna, sem tengjast samfélög- um manna, og þá ekki sízt á sviði fram- leiðslu og viðskipta. Vöxtur þekkingaratriðanna fyrir til- stuðlan hinna margvíslegustu fræða, svo og samtenging þeirra í stjórnunarfræð- unum með þeirri yfirsýn og innsýn sem á þann hátt veitist, mun í vaxandi mæli stuðla að því að unnið verði gegn þeirri tilhneigingu, sem svo augljós er í náttúr- unni og náð hefur til mannverunnar, að dreifa, að sundra. Fyrirbæri dreifingar- innar nefnist í eðlisfræðinni entropi, og ber varmafræðin einna ljósast vitni um slíkt: Varmi dreifist um allt það svæði sem fyrir hendi er. En fyrirbæri dreifing- arinnar er engan veginn bundið við hið ólífræna eitt. Það er þvert á móti að því er séð verður eitt af áhrifaríkustu „lög- málum“ tilverunnar. Einkenni lífs og lífvera er hins vegar að vinna gegn fyrirbæri dreifingarinnar, upplausnarinnar. Þvi betur og fullkomn- ar sem slíkt hefur tekizt, þvi betri og hagstæðari skilyrði hafa skapazt fyrir fullkomnara lífi. Þekkingararfur mann- kynsins hefur að þessu leyti tryggt þvi sérstöðu. Aukning þekkingarforðans, varðveizla hans og úrvinnsla eru af sömu sökum trygging fyrir því, að taka megi öðrum tökum og finna aðrar úrlausnir á vandamálum mannkynsins en til þessa hefur reynzt auðið að kalla fram. Ég ætla af þvi sem nú hefur verið greint, að full ástæða sé til að gera ráð fyrir, að árið 2000 muni samvinnuhreyf- ingin á íslandi sem verzlunar- og við- skiptasamtök byggja rekstur sinn og að- ild að atvinnulífinu á allt öðrum forsend- um en nú eru fyrir hendi. Ég geri mér i hugarlund að þær forsendur, sem þá verður byggt á, hafi breytt í veigamikl- um atriðum þvi hlutfalli sem nú er við lýði á Vesturlöndum milli einkaneyzlu og samneyzlu. Þar sem einkaneyzlan hefur síðustu áratugina að heita má verið stefnumótandi þáttur i framleiðslu og viðskiptum á Vesturlöndum, tel ég næsta sennilegt að samneyzlan hafi hlotið for- gangsrétt árið 2000 og einkaneyzlan horf- ið að sama skapi i skuggann. Einkaneyzla er að sjálfsögðu frumforsenda þess neyzluþjóðfélags, sem nú er búið við á Vesturlöndum. Gildismat þess þjóðfélags er eftirfarandi meðal annars: Hve margir bílar koma á hverja 1000 íbúa, hve mörg sjónvarpstæki, hve margir kæliskápar o. s. frv. Gildismat þess þjóðfélags, sem leggur megináherzlu á samneyzlu, verður allt annað. Þar kemur eftirfarandi fyrst og fremst til álita: Hve góð er heilbrigð- isþjónustan, hve mikil og margvisleg er menntunin, hve fjölskrúðugt er bók- mennta- og listalifið, hve auðugt er líf einstaklingsins að tjáningar- og sköpun- armöguleikum o. s. frv. Og síðast en ekki sizt hlýtur athyglin að beinast að skorti mannkynsins, hungri þess, fátækt þess, fáfræði þess, og þá ekki siður hinu hvernig úr slíku megi bæta. Ég álit persónulega að möguleikar samvinnusamtaka til þátttöku og aðildar á framleiðslu- og viðskiptasviði séu mun meiri í þjóðfélögum, sem byggja á for- sendum samneyzlu fyrst og fremst, held- ur en hinum, er gera einkaneyzluna að miði og möndli. Vera má að ekki séu allir sammála mér í slikri ályktun. Hún byggist lika i verulegum atriðum á þeirri sannfæringu minni, að hinir félagslegu og menningarlegu þættir samvinnustefn- unnar tengi hana hugmyndum samneyzl- unnar miklum mun meir en forsendum einkaneyzlunnar. Meira að segja lít ég svo á persónulega, að hugmyndafræði sú, sem einkaneyzlan grundvallast á, sé sam- vinnustefnunni næsta framandi og dragi verulega úr raunverulegum árangri henn- ar og aðild að lausn vandamála hverrar tiðar sem vera skal. Ég sé fyrir mér mikla aukningu á fram- leiðslu og viðskiptum samvinnuhreyfing- arinnar á íslandi árið 2000, ekki þrátt fyrir breyttar aðstæður og viðmiðun, heldur einmitt vegna þeirra. Samvinnu- hreyfingin er vaxin upp úr jarðvegi al- þýðusamtakanna, stofnuð og hagnýtt einmitt af þeim aðilum, sem háð hafa harðasta lífsbaráttu. Hún hefur aukizt og eflzt eftir því sem kjör alþýðunnar á Vesturlöndum hafa batnað. Slíkt hefur i alla staði verið eðlilegt. Fyrir hennar til- stilli ekki sízt er nú svo komið, að mun- urinn á lífskjörum manna hefur jafnazt verulega i samfélögum Vesturlanda. Þar með er engan veginn endanlegur sigur unninn né verður hann eygður, þótt allir Vesturlandabúar gætu notið sömu lífskjara. Samvinnuhreyfingin á það sameiginlegt með öðrum alþýðuhreyfing- um, svo sem verkalýðshreyfingunni, að vera alþjóðleg. Af þessum sökum getur samvinnuhreyfingin ekki metið árangur sinn einvörðungu út frá þróun og hag- sæld, sem ríkir í þjóðfélagi ákveðins lands eða ákveðinna landa. Liðsmenn hennar hljóta að fagna því, að tekið verði 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.