Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 41
bandarísku áhrifin réna. Kínverjar hafa
fyrir sitt leyti aldrei farið dult með van-
þóknun sína á þeirri stefnu stjórnar
Norður-Víetnams að halda sem nánustu
vinfengi við Sovétrikin, en það er i
fyllsta samræmi við víetnamska þjóðar-
hefð, að stjórnin í Hanoi kostar kapps um
að forðast að verða gersamlega háð Kína.
Af stórveldunum þrem hafa Sovétríkin
fram til þessa haft þá sérstöðu að hafa
beint samband við hin bæði, og er óvið-
unandi til lengdar fyrir Bandaríkin og
Kína að svo sé, því það rýrir möguleika
þeirra í stórveldataflinu. Kína á mikið
undir því, að tillit sé til þess tekið við þá
skipun sem er að byrja að mótast í Suð-
austur-Asíu og við tekur af misheppnaðri
drottnunartilraun Bandaríkjanna á þeim
hjara. Riki Suðaustur-Asiu eru þegar í
óða önn að búa sig undir að bregðast við
nýjum aðstæðum. Thaíland hefur ákveðið
að kalla heim hersveitina sem þaðan var
send til að berjast með Bandaríkja-
mönnum í Suður-Víetnam og þreifar
fyrir sér um samband við Kína. Malajsía
hefur tekið upp verzlun við Kína, og gert
er ráð fyrir að stjórnmálasamband fylgi
á eftir áður en ýkja langt um líður. Indó-
nesiustjórn stefnir að því að endurnýja
tengsl við Kína og beitir sér fyrir að ríkin
í Suðaustur-Asíu sameinist um að ýta
eftir Bandaríkjastjórn að hraða lokum
hernaðar í Indó-Kína. Forseti Filippseyja
hefur lýst opinskátt yfir, að afleiðingarn-
ar af hernaði Bandaríkjanna í Víetnam,
mannfallið, eyðingin og upplausnin, hafi
gert það að verkum að Filippseyingar, og
aðrar þjóðir sem svipað er ástatt um,
vilji allt í sölurnar leggja til að losna við
slikt liðsinni af hálfu stórveldisins sem
þeir eru i bandalagstengslum við.
Lykilstaða Japans
Viðhorfið til Japans og þróunin í því
landi skipta þó bæði Bandaríkin og Kína
enn meira máli en framvindan í Suð-
austur-Asíu. Japan er efnahagsstórveldi
Asíu, með þriðju mestu þjóðarframleiðslu
í heimi. Það er i bandalagi við Banda-
ríkin en nágranni Kína, og milli þessara
tveggja helztu ríkja Austur-Asíu hafa
frá fornu fari verið náin tengsl. Allt frá
ósigrinum 1945 hefur Japan verið eins og
milli vita á alþjóðavettvangi, en það
ástand getur ekki varað öllu lengur. Jafn-
öflugt riki hlýtur að hrista af sér undir-
gefnina við bandaríska forsjá, en miklu
varðar, hvað við tekur.
Samkeppni er þegar orðin afarhörð á
heimsmarkaðnum milli japanskra og
bandarískra fyrirtækja. Eitt mesta hita-
mál í bandarískum stjórnmálum er sem
stendur, hvort og hvernig efna skuli lof-
orð Nixons frá síðustu forsetakosningum
um að afla vefnaðariðnaðinum í Suður-
fylkjunum verndar við samkeppni frá
japönskum innflutningi. Japan er þegar
mesta viðskiptaland Kina, og auk þess
sem bandariskir útflytjendur renna hýru
auga til 800 milljóna manna markaðar i
Kina sjálfum sér til handa, væri þeim
léttir í að Japanir beindu útflutningi sín-
um frekar þangað en á bandariskan
heimamarkað.
Enn meira máli en verzlunaraðstaða og
útflutningssamkeppni skiptir þó, að um
leið og Japanir sleppa pilsfaldi Banda-
ríkjanna, kemur upp sú spurning, hvort
þeir sem þá fara með völd í Tókíó, ákveða
að gera Japan að kjarnorkuveldi eða
ekki. Af öllum rikjum sem eru án kjarn-
orkuvopna ættu Japanir einna auðveld-
ast með að koma sér þeim upp, vegna
tækniþekkingar og framleiðslugetu. Bæði
Bandarikjunum og Kína hlýtur að vera
umhugað um að halda þessum gamla cg
skæða a.ndstæðingi sínum í síðustu
heimsstyrjöld utan við kjarnorkuklúbb-
inn. Vel getur það oltið á sambandi eða
sambandsleysi milli Peking og Washing-
ton, hvernig þetta mál ræðst þegar þar
að kemur.
Kinverjar sprengdu vetnissprengju árið
1967 og skutu á loft gervitungli 1970. Þeir
stefna að því að verða kj arnorkuveldi af
sömu gráðu og Bandaríkin og Sovétríkin.
Það þýðir ekki, að markmið þeirra sé í
bráð að koma sér upp svipuðu magni
kjarnaodda eða langdrægra eldflauga og
þessi ríki ráða yfir, heldur umfangsminni
kjarnorkuvopnabúnaði, sem þó er þannig
vaxinn að hin stórveldin hvort um sig
geta ekki verið þess fullviss að þeim
takist að ónýta hann í leifturárás, og þvi
ekki talið sig óhult fyrir gagnárás. Kjarn-
orkuvigbúnaður er enn þungbærari fyrir
þjóðarbúskap Kína en hinna stórveld-
anna, og því má telja líklegt, að á ein-
hverju stigi reyni Kínverjar að koma sin-
um sjónarmiðum á framfæri í sambandi
við flóknar og langdregnar samningavið-
ræður Bandaríkjanna og Sovétríkj anna
um að setja kjarnorkuvopnakapphlaup-
inu þeirra á milli samningsbundnar
skorður.
Einmitt þegar borðtennisheimsókn
Bandarikjamanna til Kína og vinmælin
sem henni fylgdu stóðu sem hæst, lét
Nixon blaðafulltrúa sinn kunngera, að
það væri nú öðru nær en fyrir sér vekti
að gera Sovétríkjunum ama með því að
bæta sambúðina við Kína. Enginn tekur
slík ólíkindalæti alvarlega. Það liggur í
hlutarins eðli, að bæði Bandaríkin og
Kina styrkja aðstöðu sína gagnvart
þriðja aðila i stórveldaþrihyrningnum
með því að eyða viðsjám sín i milli og
gerast viðmælandi hvort við annað. Kiss-
inger, einkaráðunautur Nixons um al-
þjóðamál, setti á sínum tíma fram þá
kenningu, að nágrannarnir Kina og Sov-
étrikin væru eðlilegir keppinautar ef ekki
fjendur, þar sem hins vegar Bandaríkin
ættu að eiga mun auðveldara með að sjá
hagsmunum sinum borgið án þess að
lenda i verulegum útistöðum við hin
stórveldin.
Máli Kissingers til stuðnings þarf ekki
annaö en benda á, að Sovétríkin og Kina
eiga í landamæraþrætu, sem af hlutust
blóðugir bardagar fyrir tveim árum. Við-
ræður um landamæradeiluna hafa nú
staðið i hálft annað ár, án þess vitað sé
að nokkuð reki eða gangi. Aðstaða Kina
til að halda til streitu sínum málstað
gagnvart Sovétríkjunum er að sjálfsögðu
þeim mun betri, sem sambúð þess við
Bandaríkin færist í friðsamlegra horf.
Ekkert er útilokað
Það sem reið baggamuninn um vinslit
Kína og Sovétríkjanna var að Sovétmenn
þverneituðu að veita Kínverjum það full-
tingi sem þeir kröfðust i átökunum á
Taívansundi, þar sem Bandarikjunum
var að mæta. Með því að taka vinahótum
Nixons líklega, styrkja Kinverjar ekki
einungis aðstöðu sina gagnvart Sovét-
mönnum, þeir geta einnig gert sér von
um að fá tiikall sitt til Taívan viðurkennt
eftir pólitiskum leiðum, þótt það hljóti að
taka tíma. Þau fáu og smáu skref, sem
hingað til hafa verið stigin til bættra sam-
skipta stjórnanna i Peking og Washing-
ton, hafa þegar vakið megna óánægju
stjórnar Sjang Kaíséks á Taívan, sem
enn heldur þvi fram að hún muni í fyll-
ingu tímans snúa aftur til meginlands
Kína og leggja það undir sig. Banda-
rískir valdhafar eru fyrir löngu hættir að
taka slíka draumóra alvarlega og láta
þ-.-ert á móti í veðri vaka, að þeir hafi
ekkert á móti þvi að Taívan sameinist
K\na á ný, ef það einungis gerist frið-
samlega. Því hafa komið upp bollalegg-
ingar um að ekki sé ólíklegt að þau
stjórnarvöld sem við taka á Taivan, þegar
Sjang Kaísék fellur frá eða missir völdin
með öðrum hætti, taki upp samninga við
Kínastjórn um stöðu Taívans innan kín-
verska ríkisins. Gæti jafnvel svo farið, að
Bandarikjastjórn gerðist þar milligöngu-
maður.
Þeir, sem telja slíkt og þvílíkt fjar-
stæðu eftir allt sem á undan er gengið,
ættu að athuga að einmitt nú í vor hafa
gerzt atburðir sem leiða í ljós að nær
ekkert er hægt að útiloka, þegar valda-
hagsmunir stórveldanna eru annarsveg-
ar. Einræðisstjórn herforingja í Pakistan
greip til vopnavalds til að bæla niður
sjálfstjórnarhreyfingu alþýðu manna í
Austur-Pakistan, sem fengið hafði útrás
í fyrstu almennu kosningum sem fram
hafa farið þar í landi. Auk réttarbrots
sem þarna var framið, gekk Pakistanher
fram af mikilli grimmd gagnvart varn-
arlausum almenningi í því skyni að
drekkja i blóði hinu nýja ríki Bangla
Desh. En tvö stórveldi urðu til að hlaupa
undir bagga með herforingjastjórninni
og yfirstéttarveldinu sem hún heldur
uppi, Bandarikin og Kína. Af hálfu
Bandarikjanna var þó aðeins um óbein-
an stuðning að ræða, en Kínastjórn gekk
fram fyrir skjöldu og hét herforingja-
stjórninni hverju því liðsinni sem með
þyrfti, ef svo færi að Indverjar kæmu
Bangla Desh til hjálpar.
Þarna voru þó engir beinir, kínverskir
hagsmunir í húfi, heldur aðeins það, að
staða Indlands hefði styrkzt við að Pak-
istan liðaðist sundur. 4
41