Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 27
seint). Tímabilið (50 mínútur) milli kennslustunda eiga nem- endur að nota til undirbúnings næstu kennslustund. Þó er leikfimi og sundi stundum komið fyrir i „eyðum“ þessum og þá ekki hægt að krefja um heimanám í næstu kennslu- stund á eftir. Ein almenn kennslustofa gagnast tveimur bekkjardeildum með þessum hætti. Þriggja eða fjögurra manna herbergi notast sem eins til tveggja manna lestrar- stofa allan daginn, þvi að þannig er raðað á herbergi, að ekki búa þar fleiri en tveir, sem „lausir“ eru í einu. Kostir a) Nýting húsnæðis og kennslutækja tvöföld. b) Námsgreinaskiptum fækk- ar um helming (eða meir) úr u. þ. b. 10 á dag, miðað við 5 bóklegar kennslustundir fyrir hádegi og lestur undir 5 stund- ir næsta dag síðdegis. Óslitinn tími, sem nemandinn fæst við hvert fag, lengist því úr 45 mínútum i 1 y2 tíma og jafnvel meira, þar sem nokkuð hefur verið gert að því að kenna svo- nefnda „partíma", þ. e. kenna sama fagið i tveimur tímum með 50 minútna heimavinnu í faginu á milli. Þannig fást um 3 klukkustundir samfelldar í sama fagi. Hefur slíkt gefizt vel. c) Kvöldin og helgarnar verða áhyggjulitlar hvað nám- ið áhrærir; á mánudaginn er lesið undir mánudaginn. Lík- legt er, að mánudagarnir verði notadrýgri en ella, sérstaklega þegar eitthvað hefur staðið til yfir helgina, svo sem íþrótta- keppni, skólaheimsókn o. fl. Það sama á sér stað, þegar komið er úr frii, til dæmis jóla- fríi. d) Auðvelt er að koma allri kennslu kennara á 5 daga, ef þeir svo óska, og litlar sem eng- ar eyður verða i stundaskrá þeirra. Þeir kenna ýmist frá morgni til um kl. 14 eða þeir byrja þá og kenna til kvölds. Ef kennari forfallast og annar kemur í staðinn, þarf ekki að tilkynna nemendum það nema með 50 minútna fyrirvara. Þá geta þeir búið sig undir kennslu í öðru fagi en á stundaskránni stendur. d) Nemendum er haldið bet- ur við efnið yfir daginn. Þeir, sem hafa ekki þrek til að lesa alla lestímana, eiga a. m. k. að geta mætt hvíldir í næstu kennslustund. Ókostir a) Einstaklingar eru mis- jafnlega fljótir að tileinka sér hin einstöku fög. Það sem tek- ur einn 15 mínútur að nema tekur annan heila klukkustund. Reynslan hefur sýnt, að tungu- mál þurfa yfirleitt mestan tíma, en lesgreinar minnstan. Vaknað hefur sú spurning, hvort ekki sé komin veruleg skekkja í kennsluvenjur okkar. Það er ekki einungis, að tungu- málum eru ætlaðar fleiri stundir á stundaskrá, heldur virðist einnig þurfa miklu lengri undirbúningstima fyrir hverja slíka stund en undir flest önnur fög. Er þetta rétt? b) Vinnudagur nemenda verður langur og erfitt að koma við daglegri útivist fyrir alla í senn, þar sem slíkt mundi lengja hann enn meir. c) Kynni þess skólahelmings, sem saman er i kennslustund- um, við hinn helminginn verða sein og stopul, nema auðvitað um helgar og á kvöldin. Kenn- arar koma sjaldan allir saman á kennarastofu og eiga því erf- iðara með að bera saman bæk- urnar. Á hinn bóginn væri hægt að stilla því svo til, að kennarar, sem t. d. færu mjög í taugarnar hver á öðrum, þyrftu aldrei að vera samtímis á stofunni! Ekki hefur gætt neinna að- lögunarvandamála nemenda gagnvart þessu nýstárlega fyr- iikomulagi, og kvartanir vegna þess fyrirfinnast ekki, heldur þvert á móti. Gamlir nemendur skólans, sem síðar hafa farið í aðra skóla, hafa ýmsir haft orð á því, að þá fyrst hafi þeir kunnað að meta þetta, þegar þeir þurftu að fara að búa við „gamla“ lagið á ný. í skólan- um hafa undanfarin ár verið 115—130 nemendur á ári i 'nús- næði, þar sem i hæsta lagi hefði verið hægt að koma fyrir 90 nemendum við þokkalegar. námsaðstæður með „gamla“ laginu. Það væri forvitnilegt reikningsdæmi, hve mikið þetta hefur sparað ríkinu, að iiús- næðið hefur verið gjörnýtt, án þess þó að það virðist hafa komið að sök, a. m. k. ef litið er á árangur á landsprófi raið- skóla og samræmdu gagn- fræðaprófi, sem hefur verið mjög góður. Valgreinar — leiðbeinenda- nám Hvert skal vera hlutverk héraðsskóla? Á hann að vera réttur og sléttur gagnfræða- skóli í sveit, alveg eins og kaupstaðarskóli i öllu nema því, að við hann er heimavist og hann er staðsettur í dreif- býli? Á hann ef til vill að sníða í einhverju starf sitt og fræðslu við þarfir hinna dreifðu byggða, með það fyrir augum að þaðan komi sá efniviður sem mótaður er í skólanum og þangað fari hann aftur? Til þess að koma til móts við síðustu spurninguna á jákvæð- an hátt sótti skólinn árið 1968 um leyfi til starfrækslu leið- beinendadeidar samhliða námi í 4. bekk gagnfræðastigs og fékk það. Er hér um kjörsvið að ræða, sem tekur til fjögurra kennslustunda i viku. Aðrar valgreinar eru þýzka og handa- vinna. í deild þessa veljast að jafnaði nemendur með áhuga á íþróttum og félagsmálum. í vetur völdu 24 (af 52) þennan valkost, og hafa aldrei verið fleiri. Það er von skólans, að úr þessum hópi komi einstakling- ar, sem geti hagnýtt sér námið til eflingar félags- og æsku- lýðsstarfi í heimabyggðum sín- um. Mánaðarpróf í stað miðsvetrarprófa hafa við skólann verið haldin mán- aðarpróf, með 4—5 vikna milli- bili. Prófin fara fram á mánud. og standa fram að hádegi á þriðjudögum. Helgina á undan nota nemendur til undirbún- ings. Prófað er í öllum bókleg- um fögum, nema stærðfræði, ritgerð og réttritun. í þessum fögum eru sérstök próf i kennslustundum. Allar eink- unnir eru færðar inn á eyðu- blöð og reiknuð út aðaleinkunn hvers nemanda. Próftími er stuttur, í sumum tilfellum jafnvel prófað í þremur fögum i einu á iy2 klst. Þetta er hægt með þvi að nota krossa- eða eyðuútfyllingapróf. Reynslan sýnir, að þetta gefur bæði kennurum og nemendum afar góða yfirsýn yfir það, hvernig náminu miðar áfram yfir vet- urinn, og verkar hvetjandi jafnt fyrir þá beztu sem hina, er þurfa að taka sig á. Lokaorð Hefur nú verið gerð grein fyrir þeim atriðum skólastarfs- ins hér, sem helzt horfa til nýjunga eða eru óvenjuleg í ís- lenzkum skólum. Verkefni því, sem mér var falið, er því lokið. Þó get ég ekki stillt mig um að nota tækifærið og „segja örfá orð að lokum“: 1. Nú er á döfinni ný skóla- löggjöf, sem sumir hefja til skýjanna, aðrir fordæma. Mik- ið er rætt og ritað um „kerfi“, gamalt og úrelt „kerfi“, þörf- ina á nýju og fullkomnu ,,kerfi“. Nýtt kerfi er gott og blessað og sjálfsagt nauðsyn- legt. En „kerfið“ sem slíkt bæt- ir þó lítið úr skák ef ekki er jafnframt stuðlað að bættri menntun kennara og þó um- fram allt sterku aðstreymi góðra starfskrafta inn í kenn- arastéttina. Ekkert kerfi er betra eða verra en það þjóð- félag sem skapar það, þeir nemendur og síðast en ekki sízt þeir kennarar sem eftir því starfa. 2. íslenzkum skólum er oft fundið það til foráttu að þeir séu ekki nógu „hagnýtir". Skól- unum beri að skila atvinnulíf- inu allt að því verkþjálfuðu fólki til hinna ýmsu fram- leiðslustarfa. Víst þarf verkleg kennsla að eiga sinn sess. Það er hinsvegar rangt að ætla skólunum að kenna við „gervi- aðstæður“ það, sem betur verð- ur kennt við raunverulegar kringumstæður. Verklegt nám þarf því að vera í sem nánust- um tengslum við vel rekin fyr- irtæki og stofnanir. Auk þess liggur það hreint ekki í augum uppi, hvað sé hagnýtt þegar um nám og andlega þroskaleit er að ræða. Hvort er til dæmis hagnýtara fyrir þjóðfélagið, að unglingur tileinki sér jákvætt lífsviðhorf eða þá að slíku sé lítill gaumur gefinn, en ungl- ingurinn þjálfaður í því t. d. að reka nagla eða saga horn- rétt? 3. Skýrsluöflun og tölfræði er góð og nauðsynleg vegna áætl- unargerðar ýmiskonar. En gleymum því aldrei að hver einstaklingur er veröld út af fyrir sig, heimur fullur af til- finningum, óskum og þrám. Gleymum aldrei hinum sígildu orðum Einars Benediktssonar: „Aðgát skal höfð i nærveru sál- ar“. Vilhjálmur Einarsson. Skýringarmyndir: A : nemandi í A-bekk. B : nemandi í B-bekk. [AABB]: fjögurra manna herbergi. [A-bekkur]: A-bekkur í kennslu (B-bekkur í heimanámi). Kl. 7.50 á mánudagsmorgni: [A-bekkur] [ BB] Kl. 8.40 á mánudagsmorgni: [B-bekkur] [AA ] Kl. 9.30 á mánudagsmorgni: [A-bekkur] [ BB] o. s. frv. Á þriðjudag byrjar B-bekkur kl. 7.50 o. s. frv. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.