Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 53
þjóðum, en við verðum líka að
muna, að hér á íslandi er
myndlist á hverju heimili,
hvort heldur um er að ræða
hjá efnaðra fólki eða þeim sem
rétt hafa til hnífs og skeiðar.
Því er það ekki óeðlilegt, að
listamenn á íslandi stilli verði
verka sinna i það hóf, sem þeir
vita, að almenningur getur
ráðið við. Hjá okkur eru ekki
nema örfá söfn, sem kaupa
verk listamanna, og þar af
leiðir, að það er hinn almenni
þjóðfélagsþegn, sem er við-
skiptavinur listamannsins. Fyr-
ir nokkrum vikum gaf t. d. tré-
smiður bæjarfélagi úti á landi
yfir eitt hundrað listaverk, sem
hann hafði safnað að sér um
árabil.
o
Opinberir aðilar og almenning-
ur geta mikið bætt úr því á-
standi, sem rikt hefur hér á
landi um langan aldur, þar sem
ágæti listar hefur verið metið
á hinum furðulegustu forsend-
um. Það er auðleystur vandi.
Það þarf almennari og meiri
þekkingu á eðli og eigindum
myndlistar, einfaldlega meiri
menntun sem geri það mögu-
legt að gera greinarmun á list-
rænni tjáningu og veggskrauti
einu eða sentímental lands-
lagslýsingu af sveit eða sögu-
stað. Á áróðursgildi myndlistar
hef ég afar lítið álit. Maður
þarf ekki annað en sjá afrakst-
urinn af því, sem gert var á
tímum frönsku byltingarinnar,
og þann ófögnuð, sem lögleidd-
ur hefur verið í einræðisríkj-
um tuttugustu aldar.
o
Fjölmiðlar á íslandi fara með
málefni myndlistar á allsér-
stæðan hátt, og held ég að
Sjónvarpið eigi þar heimsmet.
Ég þekki það ekki frá öðrum
löndum, að blaðamenn leggi
persónulegan dóm á myndlist í
venjulegum fréttaflutningi, og
það er einkennilegt, hve marg-
ir ágætir menn þurfa lítið til
að ráðast fram á ritvöllinn og
gerast listdómendur, án þess að
hafa nokkra undirstöðu, þekk-
ingu eða tilfinningu fyrir einni
margslungnustu listgrein sem
til er. f slíkum tilfellum virðist
frændsemi, byggðarlög og jafn-
vel náttúruaðdáun verða vaki
ritsmíða. Þar að auki gera
blöðin engan greinarmun á
föndri og alvarlegri listrænni
tjáningu. Þetta hefur orsakað
það, sem nefna mætti eftir tíð-
arandanum: andlega mengun.
ísland er orðið að PARADÍS
fúskaranna. ♦
ÞRJÁR SÖGUR
Teikningar: Sigurður Örn Brynjólfsson.
Einar Guðmundsson:
Eitthvað
Kannski er þessi saga skrifuð vegna hinna
gömlu sjónarmiða Til þess að ná settu
marki í lífinu þarf þolgæði og festu. Sá sem
ekki býr yfir þessu tvennu getur ekki borið
það úr býtum er hann kann að hafa einsett
sér; hann getur þá sagt: Ef ég verð ekki
drepinn þá neyðist ég til að lifa.
Hugsanir mínar streyma sundurlausar fram,
út úr heilabúinu og fram í fingurgómana sem
linnulaust slá ritvélarlyklana; ó elsku litlu
hugsanir mínar þannig farið þið að skila
ykkur á skipulegan hátt á hvita pappírs-
örkina. Mig langar svo að taka ykkur (hugs-
anir mínar) og faðma ykkur og kyssa. Ég
hugsaði um einhverja Guðrúnu. Ég hugsaði
um einhverja Jóhönnu sem var langt langt
í burtu í bláma fjarlægðarinnar. Ó þú blámi
fjarlægðarinnar, hugsaði ég. Alltaf ég ég ég.
Ég veit vel hvers vegna ég hugsaði um
Guðrúnu. Ó hún Guðrún er svo full af þol-
gæði og festu og auk þess sér hún alltaf
hlutina í réttu Ijósi. Ó hún Guðrún fær
alltaf vilja sínum framgengt í einu og öllu;
kannski verður hún einhvern tíma drepin. En
hvað með hana Jóhönnu langt langt í burtu
í bláma fjarlægðarinnar? hugsaði ég einnig.
Ó hún Jóhanna hvarf inn í bláma fjarlægðar-
innar til að skilja lífið betur; stundum talar
hún til min í gegnum hátalarakerfi samvizku
minnar: Ó Jónas þú getur verið svo mikill
vitleysingur. Þá svara ég: Já Jóhanna min
ég get verið svo agalega mikill Jónas.
Einn daginn gengur allt sinn vanagang.
Annan daginn er allt á hvolfi. Ég verð að
halda upþ á daginn í dag af því að hann
hefur aldrei verið áður. Vertu ekki að leita
svona á mig Guðrún í hugsunum mínum!
hrópaði ég í huganum. Ó þú ert svo mikil
þráhyggja í mér Guðrún og þú líka Jóhanna
í biáma fjarlægðarinnar. Eitt andartak fannst
mér ég skilja hið raunverulega samhengi
allra hluta en í næstu andrá var aðeins eftir
endurminning um skynjun. Ef þú ætlar út í
þetta óveður Jónas þá mundu að búa þig
vel; ó þú hin raunverulega reglusemi lífs
míns einhliða þolgæði og festa svo að ekki
slái að mér.
Bíómyndin er á hvolfi herra sýningarstjóri
og eigandi kvikmyndahússins, sagði ég (nei
nei nei farðu nú ekki að bulla upp úr þér
neinni dellu, sagði ég við sjálfan mig). Það
slær svo mörgu að mér. Það er enginn barna-
leikur að vera Jónas. Láttu mig í friði Guð-
rún þú ert ein draumkunta. Ó Guðrún og ó
Jóhanna langt langt í burtu í bláma fjarlægð-
arinnar ekki vera með neinar draumkuntur
á mig núna; ég hugsaði um gamlar draum-
kuntur. Allt i lagi stúlkur ég sendi ykkur blóm
við tækifæri. Heyrið mig undir milljón augu
fuglar himinsins og dýr merkurinnar. Komdu
nær sjálfum þér Jónas svo þú heyrir betur
í sjálfum þér þegar þú talar. Forsetinn hefði
sennilega orðað þetta á annan veg en það
skiptir ekki máli. Það er svo margt sem ekki
skiptir máli er það ekki satt Jónas í sjálfum
mér? sagði ég ég.
Úr djúpum sálar minnar (sem kannski er
ekki mín eigin sál) heyri ég raddirnar radd-
ir samvizkunnar (ekki endilega minnar eigin
samvizku) af hverju hamast þetta eitthvað
innan í mér eins og það ætli að gera mig
vitlausan (nei nei mér finnst það bara) þeg-
ar ég er þúinn að fá úr honum eins og lífið
sé ekkert annað en það að fá úr honum mig
langar til að keyra vöruflutningabifreið
kannski er það lífið sjálft sjálft er ef til vill
botnleysið hulið þokumóðu ómeðvitaðra hug-
renninga komdu til mín á kemískan hátt
Guðrún þegar þú ert búin að borða kvöld-
matinn þinn hvað heldur þú að þetta tákni
allt saman Jóhanna mín í bláma fjarlægðar-
innar?
Ó þú sþurningarmerki lífs míns! hið sam-
eiginlega spurningarmerki lífs okkar! Hið
mikla EKKERT og allt-ið. Drullupungurinn í
sjálfum mér hefur svo magnað hátalarakerfi
af því hann er með Guðrúnu á heilanum.
Alltaf sami brandarinn ef þú elskar mig mig
þá elska ég þig þig. Ég meina: ég meina það
sem ég meina. Allar hinar óleystu ráðgátur
tilverunnar og unaðssemdir alvörunnar: eitt
erfiðast verk í heimi er að tína flatlýs af
pungnum á sér með boxhönzkum; nú veiztu
þetta Jóhanna mín í bláma fjarlægðarinnar
láttu það ekki raska ró þinni.
Það sem ég raunverulega hafði í huga var
ekki að tala um Guðrúnur Jóhönnur og
draumkuntur þótt Guðrúnur og Jóhönnur og
draumkuntur séu í fyllsta máta virðingarverð-
ar sem slíkar. Það sem ég raunverulega
hafði í huga var ekki hið flókna hátalara-
kerfi samvizku minnar og þinnar: okkar okk-
ar alltaf okkar mitt eða þitt. Orð orð orð
ekkert nema orð orð mismunandi merkingar
I mismunandi samböndum við hvert annað.
53