Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 38
lífssvalli útrás þeirri lífsorku sem maður- inn fékk ekki beint í aðra farvegi. í nú- tímanum er kynlífið orðið tákn frelsis og afturhvarfs til náttúrunnar i iðnaðar- þjóðfélaginu. Á sama tíma og sjálfsvit- undin greinir manninn frá öllu öðru í heiminum, sameinar kynhvötin, sem ekki lætur að stjórn viljans, hann alheimin- um. Nú er hún notuð sem átylla til al- gyðisóra eða leið til afturhvarfs á vit náttúrunnar: þannig finnur maðurinn sig sameinaðan öllu dýrarikinu og öllum hinum óþekktu lífskröftum alheimsins. Ásthneigð og klám Hér er sennilega bezt að gera greinar- mun á ásthneigð og klámi. Ásthneigð felur í sér viðleitni til að komast fyrir tilstilli kynlífsins i samband við eitthvað sem liggur handanvið kynlífið: náttúr- una, fegurðina eða samruna við alheim- inn. Klám fæst einvörðungu við kynlífið og belgir út mikilvægi þess, þannig að það verður einfalt bragð til að örva kyn- ferðislega fullnægingu. Þar sem ást- hneigðin varðveitir ákveðna sjálfkvikn- un, er klámið útreiknuð erting. Mér finnst samt vera fullkomið álitamál, hvort það er ásthneigðin, einsog ég skil hana, sem við erum að hverfa til. Þegar búið er að skilja samræðið fullkomlega frá getnaðinum, er þá í rauninni hægt að tala um afturhvarf til náttúrunnar? Fel- ur samræðið eitt og útaf fyrir sig, án tengsla við allt annað, einnig getnaðinn, í sér nokkuð annað eða meira en að drekka gott vín eða borða kavíar? Það er einnig augljóst mál, að vísinda- framfarir ýta undir þennan aðskilnað samfara og getnaðar, sem er tengdur auknu frelsi kvenna. Pillan gerir til dæm- is konum kleift að stunda ástalif með jafnlítilli áhættu og karlmenn, og af- leiðingar þessara umskiþta má lesa í sviþbrigðum stúlknanna í dag. Þær eru orðnar miklu harðari í samskiptum sín- um við karlmenn, og hegðun þeirra minnir einatt á framkomu ungra karl- manna við konur áðurfyrr. Hafi hugsjón meydómsins týnt gildi sínu, stafar það einfaldlega af því, að konur eru nú orðn- ar jafnokar karla. Meydómurinn hefur verið hafinn til skýjanna af kristindóm- inum vegna þess að í grísk-rómverska heiminum voru konur fúslega viður- kenndar sem æðri verur. En hin kristna mey var talin jafnoki karlmannsins, ekki bara orsök unaðssemda hans. Þetta jafn- ræði var þó því aðeins hugsanlegt að kon- an væri ógift, og þessi skipan mála varð ákaflega langæ. í lok síðustu aldar, þegar kvenréttindahreyfingin fór að láta til sín taka í Bretlandi, var ekki óalgengt að heyra forstöðukonur kvennaskóla eða kvennadeilda háskóla taka svo til orða um einhvern nemanda sinn: „Hún var mjög efnileg og hefði getað orðið af- burðagóður læknir . . . en þá þurfti hún endilega að gifta sig.“ Það var einsog þær hefðu sagt: „En svo dó hún korn- ung.“ Nú leiðir hvorki hjónaband né sam- ræði — utan eða innan hjónabands — til þess að kona glati jafnræði sínu við karlmanninn. Hvað um börnin? Frá vísindalegu sjónarmiði er alls ekki fráleitt að brátt muni getnaður eiga sér stað utan legsins og að börn muni vaxa í tilraunaglösum. Þá verðum við komin á það stig sem Aldous Huxley lýsir í bók sinni Brave New World. Það er meira að segja hugsanlegt, að visindaleg og félags- leg þróun verði með þeim hætti, að það verði ekki lengur talið efnahagslega eða félagslega forsvaranlegt, að konur verði þungaðar. Ljósmæður rnunu hverfa eins- og þær dýrategundir sem dáið hafa út. Ef við bætum við þetta möguleikunum á gervifrjóvgun, ætti um það er lýkur að verða hægt að framleiða börn að vild, án viðurkenndra foreldra, undir því yfir- skini að verið sé að bæta mannkynið. En hvað verða svoleiðis börn? Verða þau ekki verr á vegi stödd en munaðar- leysingjar, vegna þess að munaðarleys- ingjar vita alténd að þeir hafa átt for- eldra? Við eigum þegar i vandræðum með kjörbörn, sem segja verður sannleikann um uppruna sinn. En ég held að þegar ekki er til að dreifa neinum foreldrum, verði afleiðingarnar hræðilegar: engar rætur, engir þekktir forfeður, engir niðj- ar. Það gerist jafnvel núna í Bandarikj- unum, að blökkumenn þjást vegna þess að þeir vita ekki, frá hvaða svæði i Afríku forfeður þeirra komu, vegna þess að þeir eiga sér ekki neinn sögulegan bakgrunn, og vegna þess að hömlulaust lauslæti hefur leitt til þess að margir þeirra eiga engan raunverulegan föður, þareð mæð- ur þeirra hafa átt börn með mörgum mönnum. Sálræn áhrif þessa eru hörmu- leg. Án þess farið sé útí öfgar tilrauna- glasabarnsins, er hætta á að með auknu kvenfrelsi komi ákveðnar karlmannleg- ar eigindir. Þetta verður skaðvænlegt börnunum, þareð móðurhvötin kann að rýrna eða verða bæld niður. Ég þekki dæmi tveggja kvenna, sem gegna glæsi- legum stöðum í atvinnulífinu, lifa i mjög góðri sambúð við eiginmenn sína og virðast veita börnum sínum mikla um- önnun. Samt hafa börnin þjáðst vegna þess að móðirin hefur ekki verið nægi- lega tiltæk sálfræðilega og þau hafa ekki verið miðdepill áhuga hennar. Ég held þó ekki að hægt sé að bæla niður móður- hvötina að fullu og öllu með vísindaleg- um framförum. Hinsvegar held ég að hægt sé að umhverfa henni eða halda henni i skefjum, og að þetta gæti valdið veiulegu vonleysi hjá konum, vegna þess að hér er nú einusinni um að ræða mjög djúpstæða hvöt. í manninum eru ákveðnar meðfæddar kenndir sem framfarirnar fá ekki kæft. Tökum til dæmis syndatilfinninguna og sektarkenndina. Kynferðislegt frjálsræði samtimans útrýmir ekki með öllu synda- tilfinningunni, heldur beinir henni öllu fremur i aðra átt. Hipparnir hafa til dæmis sektarkennd vegna striðsins í Víetnam, kynþáttavandamálsins og mengunar náttúrunnar. Á sama hátt held ég að meinlætalifnaður sé kannski að skjóta upp kollinum aftur i Ameríku, ekki með tilliti til kynlífs, heldur peninga: stúdentar neita af ráðnum hug að leggja fyrir sig viðskipti, hafna lokkandi tilboð- um stórfyrirtækjanna og velja sér frem- ur mannúðleg störf, einsog til dæmis læknisfræði. Það var enn til fólk sem skopaðist að meinlætatilhneigingum kristindómsins á 2. öld eftir Kristsburð. En tveimur öldum síðar voru einsetumennirnir i eyðimörk- inni orðnir frægir og nöfn þeirra jafn- þekkt og nöfn kunnustu gleðikvenna og kappaksturshetja. í Sýrlandi drógu Símon súludýrlingur og fylgismenn hans, sem sátu uppá súlum árum saman, til sín mikinn fjölda pílagrima og urðu þess valdandi að umfangsmikil ferðamanna- þjónusta var sett á laggirnar. Við erum ekki enn komin á það stig. Við eigum okkar stjörnur i kvikmyndum, i popptón- list og í iþróttum; kappar meinlætanna hafa ekki enn komið framá sjónarsviðið. En þeir eiga eftir að koma fram. Padre Pio, hinn nýlátni prestur í þorpinu San Giovanni Rotondo á Suður-Ítalíu, var ef- tilvill fyrirboði þeirra. Og þar sem sagan gerist með svo miklu örari hætti á okkar tímum sökum greiðra samgangna og fjarskipta, á ég ekki von á þvi, að við verðum að biða öldum saman eftir þess- um umskiptum í siðgæðinu. 4 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.