Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 48
e í framhaldi af grein Ólafs Kvarans í næstsíðasta hefti Samvinnunnar um listina sem verzlunarvöru snerum við okkur til nokkurra íslenzkra myndlistar- m.anna og myndlistarnema og lögðum fyrir þá eftir- farandi spurningar í þeirri von, að verða mætti til að glæða almenna umræðu um íslenzk myndlistar- mál. Segja má að þeir, sem spurðir voru, séu full- trúar þriggja kynslóða íslenzkra myndlistarmanna. Því miður voru allir helztu framámenn SÚM er- lendis, þegar þetta hefti var í undirbúningi, þannig að þessi samtök eiga engan beinan fulltrúa, en við gerum ráð fyrir að þeir yngstu í hópnum túlki svip- uð viðhorf og ríkja meðal yngstu kynslóðar ís- lenzkra málara yfirleitt og þá líka SÚMARA. Spurn- ingarnar eru þessar: O Telur þú eðlilegt, að listamaðurinn framleiði fyrir almennan markað, þannig að verk hans verði einsog hver önnur verzlunarvara, eða finnst þér að vinna beri gegn ríkjandi sölu- háttum? O Er það listinni til framdráttar að listamenn keppi hver við annan um markaðinn? O Finnst þér fjárfestingarsjónarmið við lista- verkakaup eiga rétt á sér? O Finnst þér frami listamanns á hinum almenna markaði vera viðhlítandi tákn um gildi hans? 0 Finnst þér „frumleikinn“ skipta svo miklu máli, að ekki komi til mála að dreifa listaverkum í stórum stíl í vönduðum eftirprentunum? O Hvað finnst þér um það tiltæki sænska teikn- arans Roj Fribergs að setja verðstöðvun á verk sín, þegar honum þótti verðið ganga úr hófi fram? Telurðu að íslenzkir listamenn ættu að fara að dæmi hans? O Telur þú að opinberir aðilar eða almenningur gæti gert eitthvað til að skapa heilnæmara andrú.msloft og heilbrigðara ástand í listalífi þjóðarinnar? Ef svarið er jákvætt, hvað ber þá helzt að gera? 0 Ertu ánægður með meðferð íslenzkra fjölmiðla á málefnum myndlistarinnar? Bragi Ásgeirsson, list- málari og listdómari: O Ég tel, að virkur myndlistar- maður eigi ekki að starfa með það efst í huga, að verk hans verði eftirsótt almenn mark- aðsvara. En það liggur um leið í augum uppi, að skapi einhver einstaklingur verðmæta hluti, verða þeir fyrr eða síðar metn- ir til fjár með hliðsjón af gildi þeirra, — þótt á þröngum markaði sé, hvað myndlistina áhrærir, nema í þeim tilvikum er opinberar stofnanir og fyrir- tæki gerast milliliðir. Lista- maðurinn miðlar eigin reynslu í verkum sínum, huglægt sem hlutlægt, — hann er ekki að seðja almennar vana- og tízku- bundnar þarfir þess fjölda, sem fjarlægist stöðugt eðlis- lægar kenndir sínar. — Erfitt er að svara því, hvort vinna skuli gegn ríkjandi söluháttum i landi, sem á enga hefð á því sviði. Markaðurinn einskorðast við þröngar sýningar ásamt sölu á hinu eina almennt við- urkennda listformi, þ. e. lands- lagi. íslendingar eiga engan almennan sýningarsal, sem eftirsókn og sómi er að sýna í, — enga fyrirsvarsmenn slikra sala, sem taka að sér að rniðla og dreifa list, — þ. e. kaupa og selja af annarri þörf en ein- göngu hagrænni. Við megum ekki gleyma, að heimurinn hef- ur einnig átt fjölda slíkra manna, sem hafa gert listinni ómetanlegt gagn. Það er gagnstætt eðli mínu að svara slikri spurningu, hún á frekar heima í hópi sölumálara, þ. e. þeirra er mála fyrst og fremst með tilliti til eftirspurn- ar á almennum markaði. Á- nægja þeirra er ekki ný upp- götvun í ríki sjónlistar, heldur í bezta falli holl útivist og vinnugleði ágóðavonarinnar. 0 Tvímælalaust, að vissu marki. Listræn verðmæti eru árangur menntunar. Listaverk verður ekki til án eðlislægra hæfileika, menntunarþroska og þekking- ar, — heldur með samruna þessara þátta. Menn fullyrða í ræðu og riti á síðustu tímum, að menntunin sé bezta fjár- festingin, — að bókvitið verði i askana látið. Þetta er einnig í fullu gildi gagnvart sjón- menntum. Það er álíka mikil fjarstæða að ætla að útiloka fjárfestingarsjónarmið í listum og að t. d. einungis þeir, sem raunsannan áhuga hafi á bók- námi, fái að mennta sig. Fjár- festingarsjónarmið í listum hefur ekki síður getið af sér mikla listunnendur en fjárfest- ingarsjónarmið í æðri menntun hafa getið af sér mikilhæfa þjóðfélagsþegna. Ég vil setja hér fram dæmi sem ég álít að mörgum geti orðið íhugunarefni: Ungur maður kaupir bíl á y2 miljón, þetta er ekki óalgengt og enginn segir neitt við því, — en ef sami maður keypti myndlistarverk fyrir sömu upphæð yrði hann sennilega landsfrægur að end- emum, þvi ennþá mun ekkert dæmi um slíkt hérlendis. Að 10 —20 árum liðnum er bíllinn harla lítils virði, jafnvel e. t. v. löngu ónýtur, — en myndlistar- verkin margfalt verðmætari en í upphafi, hafi ungi maðurinn haft næmt auga fyrir myndlist. Bíllinn og húsið eru miklu frekar almennt stöðutákn en myndlistarverk sem jafnframt er menningartákn, og það kem- ur úr hörðustu átt að það skuli einmitt vera menn úr hópi listamannanna sjálfra sem harðast berjast gegn því að andleg verðmæti séu metin til jafns við áþreifanleg verðmæti, þjóni þau ekki hugmyndatízku sem þeir aðhyllast. Óbeint mætti ætla að þessir menn séu að leggja blessun sína yfir hor- dauða manna líkt og Sigurðar málara eða Kristjáns Fjalla- skálds. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.