Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 39
IMi ERLEND VÍDSJÁ Magnús Torfi Ólafsson: Myndun þriðja hornsins á stórveldaþríhyrningi Svo kynlega eru heimsmálin á sig kom- in á vordögum 1971, að sá atburður á al- þjóðavettvangi sem einna mesta athygli og eftirvæntingu hefur vakið er iþrótta- heimsókn, og það meira að segja í iþróttagrein sem fram að þessu hefur verið talin með hinum lítilfjörlegri með flestum þjóðum. En svo vill til, að þar eru Kínverjar og reyndar fleiri Austur- Asíuþjóðir sér á báti; þeirra á meðal nýt- ur borðtennis, öðru nafni ping-pong, verulegra vinsælda, og kalla má kúluslátt á borðplötu þjóðariþrótt í Kína. Kínverj- ar hafa átt heimsmeistara í borðtennis, svo sérstaklega þarf að standa á til að boð frá þeim til erlendra borðtennisliða um að heimsækja Kína og keppa við landsmenn í ping-pong skuli teljast til stórtíðinda, sem setja svip á heimsfrétt- irnar dögum eða vikum saman. En það skortir líka ekkert á sérstöðu Kína í heimi samtimans. Fjölmennasta ríki veraldar þróast að þvi marki út af fyrir sig, að umheiminum reynist býsna torvelt að átta sig til hlítar á, hvað þar hefur verið að gerast síðasta áratuginn. Auk þess er svo Kína stóra ráðgátan í framvindu alþjóðamála á komandi tím- um, en hefur til þessa verið haldið utan alþjóðasamtaka fyrir tilstilli Bandaríkj- anna, sem reynt hafa eftir mætti að ein- angra það og sniðganga. Athyglin, sem heimsókn bandarísks borðtennisliðs til Kína vakti, stafar jöfn- um höndum af því, að sá atburður og allt sem honum fylgdi leiddi ýmislegt í ljós um fyrirætlanir kínverskra stjórnvalda í milliríkjasamskiptum eftir að kyrrð má heita komin á í landinu eftir mikið um- rótstímabil, og i annan stað af því að sami atburður gaf Bandaríkjastjórn tækifæri sem hún tók fegins hendi til að marka skýrar en áður stefnubreytingu gagnvart Kina. Það eitt, að borðtennisliðið bandaríska, fararstjórar og fréttamenn voru fyrstu Bandarikjamenn sem til Kina koma i tvo áratugi og ferðast þangað með gild, bandarísk vegabréf, sýnir betur en langar útlistanir, hversu afkáraleg viðhorf hafa ráðið stefnu Bandaríkjanna gagnvart Kína. Allt frá þvi 1950 hafa öll vegabréf sem Bandaríkjastjórn lætur þegnum sín- um í té borið áletrunina: „Ekki gilt til ferðalaga til Kína né um Kína.“ Þrátt fyiir þetta þann hafa ýmsir Bandaríkja- menn heimsótt Kína, en til að baka þeim ekki vandræði fyrir misnotkun á vega- bréfi hafa Kínverjar gengið frá land- vistarleyfum á lausum blöðum en ekki skráð þau í vegabréfin. Nokkuð er um liðið, síðan Nixon Banda- ríkjaforseti nam úr gildi reglugerð þá, sem bannaði Bandaríkjamönnum að ferðast tii Kína. Fyrst í stað létu kínversk stjórnarvöld sem þau vissu ekki af því að Bandaríkjastjórn hefði séð að sér og af- létt ferðabanninu, en svo bar það til að landslið Bandaríkjanna og Kína í borð- tennis kepptu á alþjóðamóti í Japan í ap:ílbyr.:un. Bauð þá borðtennissamband Kína nokkrum liðum, þar á meðal hinu bandariska, að koma i keppnisför til Peking og fleiri kinverskra borga. Banda- ríska borðtennisfólkið þáði boðið með samþykki æðstu stjórnarstofnana í Washington. Hefur Spiro Agnew vara- forseti skýrt frá því, að borið var undir sjálft Þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna, h ort heimila ætti bandarískum ung- mennum að keppa í kúluslætti við kin- verska jafnaldra sína á kínverskri grund. Agnew stóð á fundi þessum með þeim, sem lögðust gegn heimild til handa bandariska borðtennissambandinu að taka heimboði Kínverja. Af Bandaríkjamanna hálfu var þvi frá upphafi farið með borðtennisferðalagið til Kína sem stórpólitískan atburð, og Kínverjar létu ekki heldur sitt eftir liggja. Bandarikjamönnunum var tekið með kostum og kynjum. í fyrstu veizl- unni sem þeim var haldin, eftir ferðina frá landamævastöðinni við Hongkong til Kanton, voru meðal annarra kínverskra kræsinga borin fyrir þá hundrað ára gömul egg, en lengra getur kínversk gest- risni ekki gengið. í keppninni i Peking stilltu Kínverjar svo til að Bandarikja- menn töpuðu með hóflegum mun, tefldu fram B-landsliði en ekki sínum beztu mönnum. Loks tók Sjá Enlæ, forsætis- ráðherra Kína, á móti bandaríska borð- tennisflokknum og tjáði honum, að keppnisferð þessi þýddi að brotið væri í blað í samskiptum Kína og Bandaríkj- anna. Fingraför miðjumanna Af Kínverja hálfu ber ping-pong- keppnin mikla og allt sem henni viðvíkur fingraför Sjá Enlæ og nánustu samstarfs- manna hans, miðjumannanna í forustu Kommúnistaflokks Kína. Þetta eru mennirnir sem stóðu af sér brotsjói menningarbyltingarinnar nýafstöðnu, studdu rauða varðliða að vissu marki í að hrekja helztu andstæðinga stefnu Maós formanns úr valdastöðum, bæði i höfuðborginni og úti um landsbyggðina, en tóku svo í taumana, þegar þeim fannst byltingarofsi unga fólksins ganga úr hófi. Um þær mundir sem menningarbylt- inguna lægði, var svo komið í samskipt- um Kína við umheiminn, að fullgildur sendiherra sat einungis í einu kínversku sendiráði erlendis, því í Kaíró. Aðrir sendiherrar höfðu verið kallaðir heim til Peking, þar sem rauðir varðliðar höfðu herjað i utanríksráðuneytinu og meðal annars hrakið Sén Ji utanrikisráðherra úr embætti. Undanfarin tvö ár hafa sendiherrar frá Kína verið að tínast til baka til höfuðborga víða um heim, og jafnframt er hafin á ný sókn Kínverja að rjúfa einangrunarmúrinn, sem Banda- 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.