Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 50
vel með kvöðum um að styrk-
þegar sýni. Af miljöpólitík eða
umhverfisstjórnmálum hefur
aðeins ein tegund borizt okkur,
mengunarþátturinn, en í Nor-
ræna húsinu fæst nasasjón
annarrar tegundar sem varðar
almennt, fjölbreytt menning-
arlíf af öllu tagi
Múltikúnst er nær óþekkt hér
ennþá, en það eru verksmiðju-
gerðir hlutir, með og án nota-
gildis, hannaðir af listamönn-
um. í skólakennslu er ýmislegt
á döfinni, og sjálfsagt mætti
margt fleira tilnefna, en þang-
að til listin hefur tengzt svo
daglega lífinu, að áhrifa gæti
í flestum hlutum gerðum af
mönnum, eru verkefni vald-
hafa næg.
Hringur Jóhannesson,
listmálari og listdómari:
Q
Myndlist er olnbogabarn fjöl-
miðlanna, sem gert hafa flest-
um öðrum menningarfyrirbær-
um hærra undir höfði. Gott
telst ef myndlistarsýning fær
umsögn gagnrýnanda í einu
eða kannski tveimur dagblöð-
um, en bókmenntastefnur, rit-
höfundar og skáldverk eru skil-
greind í hárfinum blæbrigðum,
svo að ekki sé minnzt á dag-
legar íþróttaopnur. Og um
beina notkun dagblaða á
myndlist hefur ekki verið að
ræða frá því um 1935, er Finn-
bogi Rútur lét myndskreyta
Alþýðublaðið með góðum ár-
angri.
í eina tíð gerði Björn Th.
Björnsson ágæta útvarpsþætti,
Úr heimi myndlistar, en síðan
hefur ríkt dauðaþögn þar um
slóðir.
Loks er sjónvarpið með sína
miklu möguleika sem, án þess
að vanþakka gerða hluti, eru
nær ónýttir ennþá.
Afleiðing vanrækslu á leiðbein-
ingum er dómgreindarleysi al-
mennings sem opnar gáttirnar
fyrir hrikalegum fúsksýningar-
öldum, og eykst þó enn ringul-
reiðin, þegar þeim fylgja sjálf-
skipaðir myndlistarpáfar, sem
geysast um ritvöllinn í heljar-
stökkum, án skynbragðs á ein-
földustu grundvallaratriðum.
Og í miðri vitleysunni þorir
sjónvarpið ekki að gegna svo
sjálfsagðri skyldu að beita mati
við fréttaflutning, heldur gerir
öllum sýningum nákvæmlega
sömu skil og pústar niður viku-
lega, klukkan 20.20 á mánu-
dögum. Enda eru allir alvöru-
karlarnir búnir að segja sjón-
varpinu stríð á hendur. En
hvernig sem friðarsamningar
verða, er þó aðeins eitt sem
getur skapað öflugt listalíf, og
það er almenn upplýsing 4
Hjörleifur Sigurðsson,
listmálari:
Ég held, að flestir myndlistar-
menn — sem við í daglegu tali
köllum alvarlega þenkjandi —
gjöri hvorki myndir fyrir al-
mennan markað né sérstakan.
Ég held, að eitthvað dularfyllra
reki þá áfram. Hitt er annað,
að markaðurinn getur smám-
saman spillt verki góðra sölu-
manna í þessum hópi sem öðr-
um og beinlínis heft náttúrleg-
an þroska. En hér uppi á ís-
landi er þetta vandamál tæp-
lega til staðar í dag. Ákaflega
fáir einstaklingar geta lifað af
listum .... því er verr.
Mér hefur oft fundizt, að miðl-
unarstöðvar myndlistarverka
gætu haft mikilsverðu hlut-
verki að gegna í samfélag-
inu. Vitaskuld mætti hugsa
sér að áhugasamir einstakling-
ar stýrðu sumum fyrir eigin
reikning, en bezt væri að mín-
um dómi, að stofnanir eða
samtök fjöldans hefðu tögl og
hagldir í greininni. Þegar ég
tala um miðlunarstöðvar, á ég
ekki aðeins við kaup og sölu,
heldur lika leigu, útlán, jafn-
vel beina eða óbeina kynningu,
en út í þá sálma skal ekki farið
að sinni.
Örfáar tilraunir hafa verið
gerðar hér á landi til að reka
gallerí (listverzlun og sýning-
arsal) að erlendri fyrirmynd,
en þær hafa fljótt runnið út i
sandinn. Aftur á móti virðast
uppboðsfyrirtæki lifa góðu lífi.
Sjálfum hefur mér ætíð þótt
litið til þeirra koma. Þau segja
nákvæmlega ekkert um verð-
gildi myndlistarverka hvað þá
listgildi þeirra.
Markaðsvelgengni listamanns
sem allsherjargæðakvarða
mætti afgreiða með keimlikri
ræðu. Hreinræktað fjárfesting-
arsjónarmið er svo sem ekkert
geðslegt fyrirbæri, en kannski
verður það stundum upphaf
glæstara sjónarhorns mann-
skepnunnar? Reyndar getum
við sagt með góðri samvizku,
að þeir, sem kaupa góð verk,
festi fé sitt.... hinir ekki.
Stjórnvöld geta gert feikn-
margt til að lyfta listum á ís-
landi og skapa heilnæmara
andrúmsloft eins og sagt er í
spurningunni. Þeim ætti til
dæmis að vera í lófa lagið að
hjálpa listamönnum við að
koma sér upp sómasamlegum
verkstæðum — bæði með
lánum og annarri fyrirgreiðslu
— en fá í staðinn sífellt ný
verk handa stofnunum sín-
um: sjúkrahúsunum, skólun-
um, skrifstofum ráðuneytanna,
dreifingarkerfi landsbyggðar-
innar og þar fram eftir göt-
unum.
Almenningur hefur að mínu
viti betri skilning á framgangi
lista en fyrir tólf, fimmtán ár-
um. Kannski er árangurinn af
hinu hljóða starfi skólanna
einmitt að koma í ljós? Hafa
endurprentanir, kort og lista-
verkabækur gert meira gagn
en við áttum von á? Ég varpa
fram þessum sakleysislegu
spurningum og klykki út með
að segja, að ég treysti mér ekki
til að fjalla um samskipti fjöl-
rniðla og myndlistarinnar nema
í langri og ítarlegri grein. 4
O
Þar sem málin hafa þróazt á
þann veg síðustu tvær aldir eða
þar um bil, að myndlistarmenn
hafa hætt að vera daglauna-
menn hjákirkju, aðlieðaöðrum
yfirstéttum en í þess stað gerzt
eigin herrar hvað verkefnaval
og sölu snertir, tel ég það frelsi
svo mikilvægt að frá því megi
ekki hverfa. Hinsvegar get ég
hugsað mér fyrirkomulag eins
og er til dæmis í Hollandi, þar
sem ríkið greiðir allstórum hópi
myndlistarmanna viss árslaun
gegn nokkrum verkum á ári, en
hefur ekki afskipti af listsköp-
un þeirra að öðru leyti.
Gegn ríkjandi söluháttum tel
ég ekki ástæðu til að vinna. í
flestum tilfellum heldur sá
hæfasti velli, og matshæfni
fólks má mikið bæta með auk-
inni myndlistarfræðslu og
kennslu í skólum landsins strax
í fyrstu bekkjum barnaskól-
anna og áfram upp í háskóla.
Q
Samkeppni listamanna um
markaðinn er oft óvægin og
nýjustu auglýsingatækni beitt
þar eins og svo víða annars
staðar, einkum meðal stórþjóð-
anna, og auðvitað verður að
auglýsa myndlist eins og aðra
vöru. Þótt auglýsingatækni geri
það að verkum að allmikið af
sora slæðist með, tel ég sam-
keppni um markaðinn eðlilega,
þótt hún í fæstum tilfellum sé
listinni til framdráttar.
Q
Fjárfestingarsjónarmið við
listaverkakaup á tvímælalaust
rétt á sér og hefur gert rnörg-
um listamanni fært að hafa
tekjur af list sinni. Neikvæða
hliðin á málinu er hinsvegar
sú, að sumir kaupa einungis
þekkt nöfn án tillits til gæða.
50