Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 24
Hjörleifur Guttormsson, Neskaupstað: Skólamál á Austurlandi Heyrt hef ég Austfirðingum legið á hálsi fyrir það, að þeir ýki þau vandamál, sem við er að etja á mörgum sviðum í fjórðungi þeirra, kenni stjórn- völdum um allt og vantreysti sjálfum sér i glimunni við erf- iðleikana. Hitt mun þó sanni nær, að við sem þennan lands- hluta byggjum séum of hóg- vær i kröfum okkar um sam- félagslega þjónustu til jafns við aðra landsmenn. Óneitanlega hefur byggðarígur átt nokkurn þátt í að veikja samstöðu manna út á við um nauðsynja- mál og æfðum stjórnmála- mönnum þannig reynzt auð- veldara að slá úr og í og að- hafast lítið. Þannig hefur að því er virðist skaþazt þegjandi og hljóðalítið sú hefð, að skipu- legar opinberar framkvæmdir og nýbreytni í þjónustu við þegna landsins flytjist sólar- sinnis út frá þéttbýlinu á Suð- vesturlandi, svipað og Golf- straumurinn við strendur landsins, og sé álíka misskipt og hlýjunni frá þeim haf- straumi. Þeir sem ekið hafa um þjóð- vegi landsins og komið til Austurlands, þeir sem reynt hafa símaþjónustu og póstsam- göngur á Austurlandi, þeir sem bera saman raforkuverð eða almennt vöruverð þar og ann- ars staðar á landinu munu brátt hætta að tala um barlóm í Austfirðingum, en undrast í þess stað langlundargeð þeirra, er þennan landshluta byggja. Og þegar litið er til skólamála fegrast ekki myndin. í grein þessari verður reynt að rekja i aðalatriðum núver- andi stöðu fræðslumála á Aust- urlandi. Greint verður frá á- ætlun sveitarstjórna um end- urbætur og nýmæli í skólamál- um fjórðungsins, bæði varð- andi skyldunám og framhalds- nám að þvi loknu. Einnig mun ég reyna að benda á, hvar skór- inn kreppir mest og hvaða von- ir hægt er að binda við frum- vörp þau um fræðslukerfi og grunnskóla, sem lögð voru fram á Alþingi í byrjun þessa árs. Skyldunámsstigið Eins og viðar á landinu vantar mikið á, að gildandi fræðslulög frá 1946 hafi komið til framkvæmda í öllum atrið- um hér eystra. Af 34 sveitar- félögum i kjördæminu munu a. m. k. 12 eða um þriðjungur ekki geta sinnt lögboðinni fræðsluskyldu varðandi ungl- inganám heima fyrir, heldur útskrifa börn með gamla fulln- aðarprófinu 13 ára gömul. Varðar þetta að visu fámenn- ustu sveitarfélögin, en er engu að síður tilfinnanlegt. Af um 2000 börnum á skólaskyldualdri i kjördæminu 1968—69 voru það þannig um 150, sem ekki gátu lokið unglinganámi i heima- héraði, og þær tölur hafa lítið breytzt til batnaðar síðan. Starfstími barna- og ungl- ingaskólanna er lika mjög mis- munandi, eða frá 5 og upp í 9 mánuði á ári, og i sumum þeirra hefst ekki skólaganga barna fyrr en við 8 og 9 ára aldur. Þar sem heimavistir eru við barnaskólana, eru börnin yfirleitt send heim til skiptis á viku- eða hálfsmánaðarfresti og njóta því ekki skólavistar nema sem svarar til helmings af ár- legum starfstíma skólanna. Er það þannig drjúgur hluti af skólaskyldum börnum á Aust- urlandi, einkum í sveitunum, sem verður að láta sér nægja skerta skólavist, og viðkomandi börn fá i mörgum tilfellum að- eins brot af þeirri kennslu, sem jafnaldrar þeirra í kaupstöðum verða aðnjótandi. Auðvitað er reynt að bæta úr þessu með fræðslu á heimilunum og með samvinnu heimilis og skóla, en oft verður þó niðurstaðan sú, að barnið lýkur ekki lögboðnu unglingaprófi og öðlast engin réttindi til frekara náms, eða strandar á námsbrautinni vegna ónógs undirbúnings. Þegar inn i þessa dapurlegu mynd bætist i ófáum tilfellum lélegt skólahúsnæði, vöntun á verknáms- og iþróttaaðstöðu og kannski lítt menntaðir og mis- jafnir kennarar, má ljóst vera, að mikið vantar á, að málefni núverandi skyldunáms séu í því horfi sem lög bjóða og sæm- andi er menningarþjóð. Gagnfræðastigið Svo bágt sem ástandið er á skyldunámsstiginu víða á Aust- urlandi syrtir þó enn í álinn, þegar litið er til framhalds- menntunar. Nemendur á gagn- fræðaskólaaldri á Austurlandi, þ. e. 15 og 16 ára, hafa samtals verið um 450 undanfarin ár, en aðeins röskur þriðjungur þeirra hefur til skamms tima átt þess kost að halda áfram námi í gagnfræðaskólum innan fjórð- ungsins. Tveir gagnfræðaskólar með landsprófsdeildum eru nú starfandi á Austurlandi, Al- þýðuskóiinn á Eiðum og Gagn- fræðaskólinn i Neskaupstað. í 3. og 4. bekk þessara skóla voru sl. skólaár samtals 160 nem- endur, þar af 37 í landsprófs- deildum. Til að bæta úr brýn- ustu þörf hefur verið komið á fót miðskóladeildum við nokkra skyldunámsskóla í fjórðungn- um, þrátt fyrir margháttaða erfiðleika og óvissu um tilvist þeirra frá ári til árs. Þannig störfuðu sl. vetur miðskóla- deildir við 6 skóla á Austur- landi auk deilda gagnfræða- skólanna, og 4. bekkur var einnig til staðar á Seyðisfirði og Eskifirði. Með tilkomu þess- ara deilda hefur þeim fjölgað um allt að 100, sem lokið geta miðskólaprófi, en eftir sem áð- ur á fjöldi unglinga engan kost á framhaldsnámi, er skyldu- námi lýkur. Heimavistir gagnfræðaskól- anna rúma nú aðeins um 140 nemendur, þ. e. 120 á Eiðum og 20 í Neskaupstað. Er vöntun á heimavistarrými tilfinnanleg á öllum skólastigum. Framhaldsdeildir gagnfræðaskóla Fyrra námsári framhalds- deildar gagnfræðaskóla var fyrst komið á fót í Neskaup- stað fyrir tveimur árum, og sl. haust bættist við framhalds- deild á Eiðum. Aðeins 26 nem- endur voru samtals skráðir í deildir þessar sl. haust, og sýndist því ofrausn að skipta þeim niður á tvo staði, ekki sízt þar eð sömu kjörsvið stóðu til boða á báðum stöðunum. Væntanlega á vegur þessara deilda eftir að aukast og að- sókn að þeim að vaxa á næstu árum. Þær voru stofnaðar í miklum flýti og með fögrum fyrirheitum sumarið 1968, en hafa síðan orðið hornrekur í menntamálaráðuneytinu. Fyrir utan mistök við undir- búning námsefnis og fleira varðandi kennsluefni í þessum framhaldsdeildum hefur margt varðandi réttindi nemenda þeirra að prófi loknu og að- stöðu til áframhaldandi náms í öðrum skólum ýmist verið svikið eða látið óútkljáð. Er sannarlega þörf á að staða framhaldsdeildanna og mark- mið verði betur skilgreind og kennslufræðilegur undirbún- ingur vandaður meira en verið hefur. Iðnfræðsla Iðnfræðsla á Austurlandi er í ólestri eins og víðast hvar á landinu og í engu samræmi við lög og reglugerðir. Af þessu hafa margir heimamenn í fjórðungi haft ama og áhyggj- ur, en litla eða enga áheyrn hlotið í ráðuneytinu, sem mál þessi heyra undir. Árið 1968 var Iðnskóla Aust- urlands að vísu valinn staður í Neskaupstað samkvæmt lögum um iðnskóla frá 1966, en engin frekari hreyfing hefur fengizt á málefni skólans þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir skólanefnd- ar og fleiri aðila. Málefni iðnfræðslunnar í landinu eru nú i slíkri ringul- reið og niðurlægingu, þrátt fyrir lög á lög ofan og heilt Iðnfræðsluráð til að fylgja þeim eftir, að engu er líkara en skipulega sé unnið gegn bættri verkkunnáttu þjóðarinnar. Það er satt að segja furðuleg og þjóðhagslega fráleit stefna að beina sívaxandi fjölda nem- enda inn á menntaskólabraut, sem fyrir marga endar í blind- götu, þegar að þvi kemur að finna störf við hæfi eftir langa skólagöngu, og búa á sama tíma að iðnfræðslunni eins og hér er gert. Menntaskóli á pappírnum Með breytingu á lögum um menntaskóla árið 1965 var Austfirðigum ætlaður mennta- skóli ásamt Vestfirðingum. Til menntaskóla á Austurlandi hafa síðan verið veittar um 10 milljónir króna á fjárlögum, en að öðru leyti virðist stofnun þessi jafn fjarlæg og við setn- ingu laganna. Menntaskóli hef- ur hafið störf á ísafirði og tveir í Reykjavík síðustu 6 árin, en ráðherra menntamála hefur látið við það eitt sitja á sama tíma að velja menntaskóla Austurlands stað á Egilsstöð- um. Virðist að því stefnt að fjölga enn menntaskólum við Faxaflóa, áður en fyrsta skóflu- stungan verður tekin fyrir slíkri stofnun hér eystra. Mega Austfirðingar áfram hugga sig við gulnandi bókstaf laganna í þessum efnum sem fleirum, er varða menntastofnanir í fjórð- ungnum. Skólaáætlun SSA Hér hefur verið lýst í aðal- atriðum núverandi ástandi í skólamálum á Austurlandi. Til glöggvunar á þeirri mynd er rétt að geta hér áætlunar, sem Samband sveitarfélaga á Aust- urlandi — SSA — lét gera og staðfest var á aðalfundi þess í fyrrasumar. Er i áætlun þessari fjallað um brýnustu endurbæt- 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.