Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 22
mesta basl að fá kennara und-
anfarin ár. í 6 hreppum er
kennt í félagsheimilum; í ein-
um staðnum, Hofshreppi, er
það reyndar gamalt og hrörlegt
þinghús, en Hólahreppur,
Hofshreppur og Viðvíkursveit
eru nú með áform um að reisa
sameiginlegan barnaskóla, en
þessir hreppar liggja hver að
öðrum.
Það er viða fárazt mikið yfir
félagsheimilabyggingum í
sveitum og talað um þau eins
og einhver lastabæli, sem jafn-
vel sé hættulegt að hafa ná-
lægt börnum og unglingum.
Talað um, að einu framkvæmd-
irnar, sem eitthvað gangi með
i sveitunum, sé að koma upp
félagsheimilum, og síðan sé
keppzt við að halda þar böll,
og reyni allir að draga sem
mest til sín. En hér í Skaga-
firði er hvert einasta þeirra
notað fyrir skóla. Við fáum
leyfi til að byggja þessi félags-
heimili hér í sýslunni. Eru þau
lítil, að einu undanskildu; og
þeir sem að byggingunum
standa greiða 60% af stofn-
kostnaði, rikið 40%. Venjulega
eru það hreppsfélögin, kvenfé-
lög og ungmennafélög sem eiga
þessi hús. Svo notum við þau
fyrir skóla, því að það er tor-
sótt að fá að byggja skóla í
sveit, einkum síðustu árin,
þegar öll æðstu völd í mennta-
málum eru i höndum þeirra
sem ekki eru sérstaklega
hlynntir fámennum sveitum
landsins, þar sem unnin eru
framleiðslustörf, sem ekki
þykja nú sérlega merkileg.
Auðvitað eru stundum sam-
komur í þessum félagsheimil-
um, erfisdrykkjur, samsæti,
leiksýningar, samsöngur og
fundahöld. En húsin eru furðu
hentug til kennslu, hlýleg og
heimilisleg, og ég held að bæði
börnum og fullorðnum þyki
vænt um sitt sameiginlega hús.
í Holtshreppi í Fljótum er
kennt í félagsheimilinu að
Ketilási. Þar hefur verið komið
upp heimavist, því Fljótin eru
snjóþung sveit, og keyrslufyrir-
komulag hentar ekki vel þar. í
Staðarh' eppi er lítið félags-
heimili, Melsgil. Það var gam-
alt samkomuhús eða þinghús
og var lagað mikið til fyrir
nokkrum árum. Sömu sögu er
að segja í Akrahreppi; þar var
gamla þinghúsið, Héðinsminni,
endurbætt fyrir nokkru. í Mið-
garði í Varmahlið er kominn
ofurlítill vísir að skólahverfi.
Þar er heimavist fyrir allmarga
nemendur í félagsheimilinu og
íbúðir fyrir kennara og starfs-
lið í húsum þarna í hverfinu.
Þarna er barnaskóli fyrir
Félagsheiviilið í Varmahlíð í Skagafirði, sem jafnframt er notað fyrir heima-
vistarbamaskóla.
Heimavistarskólinn að Steinsstaðalaug í Lýtingsstaðahreppi.
Reykjaskóli í Hrútafirði.
Seyluhrepp og Skarðshrepp, og
þar fá unglingar úr Akra-
hreppi, Seyluhreppi og Staðar-
hreppi kennslu 2 síðustu vetur
af skyldunámi. Það eru sem
sagt 4 hreppar, sem þarna
standa saman að einum skóla.
Aðstaða til kennslu er sæmileg
og mötuneyti fyrir nemendur
og starfsfólk, en þetta er vitan-
lega engin framtíðarlausn.
Þannig er i aðalatriðum um
að litast í skólamálum okkar
hér í sýslunni, og er síður en
svo glæsilegt, fátt um skóla og
stuttur kennslutími. Hér í
Akrahreppi fengu börnin 53
kennsludaga s.l. vetur, nema
þau sem luku burtfararprófi;
þau fengu meiri tilsögn frá
áramótum.
Skólinn í Varmahlíð
Það er útilokað, að svona
stuttur kennslutími geti komið
að sama gagni og fullkomin
skólaganga í kaupstöðum og
annarsstaðar, þar sem nem-
endur sækja skóla hvern virk-
an dag frá því í september
þangað til í maí. Þessi börn
venjast þá heldur ekki við að
sitja að staðaldri á skólabekk
og bregður því við þegar þau
koma í skóla, þar sem kraf-
izt er samfelldrar, látlausrar
vinnu. Þá kunna þau ekki að
beita kröftunum. Margir af
kennurunum við skólana hér
hafa ekki kennaramenntun, og
það hlýtur að hafa sitt að
segja, enda þótt ágætir fræð-
arar geti verið í hópi hinna
réttindalausu kennara. Nú er
okkur sagt að ekki dugi neitt
minna en háskólapróf í
kennslufræðum; það sé til
skammar að bjóða börnunum
nokkuð annað en það bezta og
fullkomnasta.
Það er auðséð, hvað langt er
frá þvi að börnum og ungling-
um í Skagafjarðarsýslu sé veitt
Gagnfrœðaskólinn á Sauðárkróki.
22