Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 25
ur, sem gera verður í skólamál- um fjórðungsins næsta ára- tuginn, ef nokkur von á að vera til að Austfirðingar haldi til jafns við aðra landshluta árið 1980. Áætlunin er miðuð við 9 ára skólaskyldu og að ungmenni geti hlotið iðnmenntun og lok- ið framhaldsdeildum gagn- fræðaskóla og menntaskóla- námi í fjórðungnum. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að reisa þurfi skólahúsnæði í kjördæminu fyrir allt að 770 milljónir króna næstu 10 árin, og er þá miðað við verðlag í ársbyrjun 1970 og staðla í reglugerð um stærð skóla. Af þessari upphæð eru 365 milljónir vegna skyldu- námsskóla, röskar 300 milljón- ir vegna ýmissa framhalds- skóla, 80 milljónir vegna í- þróttamannvirkja og 15 millj- ónir áætlaðar í skólaheimili fyrir afbrigðileg börn. Sam- kvæmt þessu gætu um 80% austfirzkra ungmenna á aldr- inum 15—18 ára stundað nám í skólum í fjórðungnum að ára- tug liðnum, en nú erum við aðeins hálfdrættingar í þessum efnum miðað við Faxaflóa- svæðið. Áætlunin um skyldunámið gerir ráð fyrir, að fámennari sveitarfélög sameinist um skóla, en það má heita skilyrði fyrir því að hægt sé að færa skólahald í nútímalegra horf. Stefnt skal að því, að sem flestir skyldunámsskólanna verði heimangöngu- og heim- anakstursskólar, og í því sam- bandi er reiknað með miklum endurbótum á þjóðvegakerfinu á svæðinu. Hvar rísa skólarnir? Á kortinu, sem mynd er af hér á síðunni, eru færð inn helztu skólasetrin, sem áætlun- in gerir ráð fyrir að verði í fjórðungnum framvegis. Sam- kvæmt þessu yrðu skyldunáms- skólar samtals 18 í stað 30 nú. Frá hluta þeirra yrði þó að senda nemendur 14 eða 15 ára að aldri í aðra skóla til að ljúka grunnskólaprófi. Þessir skólar, 9 talsins, sem ekki er reiknað með að sinnt geti fullri fræðsluskyldu, eru táknaðir með krossi (X) á kortinu. Rökin fyrir tillögum SSA eru sumpart nemendafæð en sum- part af fjárhagslegum eða kennslufræðilegum toga. Sveit- arfélög í strjálbýli, sem nýlega hafa reist heimavistarskóla yfir núverandi skyldunám eða hluta þess, eru mörg hver að kikna undan fjárhagsskuldbindingum vegna þeirra framkvæmda og geta varla ráðizt í viðbótar- framkvæmdir á næstu árum. Á 9 stöðum er gert ráð fyr- ir samfelldum grunnskóla (• á korti) eða möguleikum á að Ijúka skyldunámi innan gagn- fræðaskóla (i) á sama stað. Hér er um að ræða kauptún og kaupstaði, sem nú hafa yfir 600 íbúa, svo og skólana á Eiðum. Fullgildir gagnfræðaskólar með framhaldsdeildum eiga að verða þrír: i Neskaupstað, á Eiðum og Höfn í Hornafirði. Þess utan einn iðnskóli fyrir kjördæmið allt í Neskaupstað og menntaskóli á Egilsstöðum, svo sem áður greinir. Alls er í áætluninni reiknað með að 3200 ungmenni á aldr- inum 7—18 ára verði í kjör- dæminu árið 1980 og af þeim stundi allt að 92% eitthvert nám við lok þessa áratugs. Væri þessi áætlun fram- kvæmd yrðu skólamál fjórð- ungsins í allt öðru og betra horfi en nú, þótt sá munur, sem er á námsaðstöðu unglinga í sveitum og þéttbýli, verði þar með engan veginn úr sögunni. Því miður vantar hins vegar mikið á, að vissa sé fyrir því, að meginatriði áætlunar þessarar nái fram að ganga. Sjálf áætl- unin er smíð heimamanna, og mér er ekki kunnugt um, að ríkisvaldið hafi staðfest hana eða þau markmið, sem þar er að stefnt. Væntanlegt fræðslukerfi En hvernig horfa hugmyndir ráðamanna menntamála um fræðslukerfi og fræðsluskyldu við okkur Austfirðingum? Á það hefur verið bent af mörg- um, sem um framkomin frum- vörp hafa fjallað, að mörgum veigamiklum atriðum þeirra hefði mátt ná fram að óbreytt- um lögum. Fræðslulögin frá 1946 voru víður og sveigjanleg- ur rammi, sem meðal annars leyfði lengingu skólaskyldu til 16 ára aldurs með samþykkt sveitarfélaga og samþykki ráðuneytis. Hitt skal ekki last- að, að nú er stefnt að nýjum fræðslulögum og ýmislegt í frumvörpunum er ótvírætt til bóta, ef framkvæmt verður. Meðal jákvæðra breytinga, sem að er stefnt, vil ég nefna sjálfa lengingu skólaskyldunn- ar samhliða betri nýtingu námstímans, bæði á núverandi barnafræðslu- og unglingastigi. Vissulega sækja flest ungmenni í þéttbýli miðskóladeildir, þar sem þær eru starfandi, en með því að tengja 3. bekk gagn- fræðastigs fræðsluskyldunni verður væntanlega að því unn- ið ötullegar en nú að gefa öllum unglingum kost á þessu námi. Jafnframt ætti þetta skólaár að nýtast betur með samræmdu námsefni og próf- um við lok skyldunámsins. Ekki er kveðið á um skipt- ingu í verknáms- og bóknáms- deildir í grunnskólafrumvarp- inu, en tekið fram að þess skuli „sérstaklega gætt, að skólinn krefjist ekki hins sama af öll- um, heldur komi til móts við og viðurkenni mismunandi þroska, getu og áhugasvið nem- enda.“ í samræmi við þetta er heimild til að nota hluta kennslutímans til valgreina i efstu bekkjum grunnskóla. — Vonandi verða þessi ákvæði annað en bókstafurinn, en aug- Ijóst er, að aðstaða fámennra skóla verður í þessu efni sem flestum öðrum lakari en hinna stærri. Burtfelling fjórða bekkjar gagnfræðastigs virðist eðlileg, ef í staðinn kemur fjölþætt og hagnýtt nám í framhaldsdeild- um gagnfræðaskóla. Einhver mikilvægustu fyrir- heitin í grunnskólafrumvarp- inu eru tengd aukinni náms- stjórn, fræðsluskrifstofum í flestum kjördæmum og ráð- gjafar- og sálfræðiþjónustu í tengslum við þær, svo og sér- kennslu afbrigðilegra barna. Þessi ákvæði þurfa að koma til framkvæmda hið allra fyrsta eftir setningu laganna og fyrst af öllu í þeim landshlutum, sem fjærst liggja Reykjavík. Það er sjálfsögð réttlætis- krafa, að um leið og ný fræðslulög taka gildi og raunar fyrr, verði aflögð sú stefna að tryggja fyrst framkvæmd þýð- ingarmikilla lagaákvæða í þétt- býli, þótt svo það reynist kostn- aðarminna, en láta dreifbýlið afskipt með tilslökunarheim- ildum og frestun, eins og reyndin hefur orðið um núgild- andi fræðslulög. Sé ráðamönn- um í landinu einhver alvara með tali um byggðajafnvægi, ætti það að verða fyrsta verk þeirra að snúa við blaðinu í fræðslumálum. H'iagn og gæði Ófullnægjandi húsnæði, kenn- araskortur og lélegur búnaður margra skóla eru þeir þættir, sem mest kreppa að skólastarfi í landinu, fyrir utan fjölmargt sem að skipulagi kennslunnar r'yrlrhupiuð skólasetur á Aueturlandi á Ilallormsstað. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.