Samvinnan - 01.06.1971, Síða 15

Samvinnan - 01.06.1971, Síða 15
Þorsteinn Helgason, Kirkjubæjarklaustri: Innra starf í sveitaskóla um, bætist eitt vandamál við framkvæmd skólaskyldu i dreifbýli, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir lengdri árlegri skólagöngu og einnig að ár bætist við núverandi skóla- skyldu. Með lengdri árlegri skólagöngu tel ég sveitabörn fara ákaflega mikils á mis, þar sem eru fjölbreytt og þrosk- andi vor- og hauststörf. Nú, ef sveitahéruð tækju sig til og vildu taka námið á lengri tíma með styttri árlegum skólatíma, þá skapast vandamál í þeim sveitum þar sem hluti ibúa er ekki bændur heldur vinnur ýmis þjónustustörf og hefur máske ekki verkefni fyrir sín börn — sem sagt endalaus vandamál. Hróplegt misrétti Að slepptum skólamálum heimafyrir þá búa sveitabörn við hróplegt misrétti hvað snertir framhaldsnám að loknu skyldunámi. Nú þykir orðið sjálfsagt mál, að unglingar ljúki a. m. k. gagnfræðaprófi, en fæði og húsnæði einn vetur í héraðsskóla kostar um 30 þús- und krónur, og til þeirrar dval- ar fást engir námsstyrkir. Ailir hljóta að geta séð, hve erfitt er fyrir barnmargar fjölskyldur að standa straum af sliku og það með þær lágu tekjur, sem bændur yfirleitt hafa. Raunin er líka sú, að hlutfallslega miklu færri börn í sveitum en þéttbýli fara til framhalds- náms, og er augljóst, að slíkt stefnir að síaukinni stétta- skiptingu i þjóðfélaginu. Sú umræða, sem hafin er fyrir nokkru um íslenzk skóla- mál, er mér mjög kærkomin. Skólavist hvers einstaklings er svo mikill þáttur í ævi hans, að mér hefur oft þótt furðu gegna, hve starfi skólanna hefur verið gefinn lítill gaumur bæði af foreldrum og hinu opinbera. Skólarannsóknir — tilrauna- skóli; þetta er hvorttveggja glænýtt í íslenzkum skólamál- um. Árvekni kennara Kennarastaðan og þá ekki sízt staða barnakennarans hef- ur ekki þótt virðingarstaða á íslandi, og eru það ef til vill leifar frá þeim tímum, er þeir, sem urðu undir í lífsbaráttunni á þessu harðbýla landi vegna lítilla líkamsburða, voru þá kannski nothæfir til að segja til krökkum. Kennarar hafa verið illa launaðir, örþreyttir menn, sem hafa þurft að vinna alltof langan vinnudag til að sjá fyrir sér og sinum, og kem- ur mér þá í hug, að þegar ég tvítug að aldri hóf kennslustarf við stóran skóla í Reykjavík, þá fannst mér passa lýsing Camus á fóikinu i Plágunni, en hann segir að yfirbragð þess hafi borið vott um „langlundargeð, takmarkalaust og vonlaust i senn“. Þannig fannst mér yfir- bragð þessa indæla fólks. En tillögur og sívökull áhugi þessa sama þreytta fólks fyrir úrbót- um i kennslumálum hefur ávallt vakið aðdáun mína. Vanmat á kennarastarfinu, sambandsleysi kennara og for- eldra, deyfð skólanna við að hafa í frammi jákvæðan áróð- ur og útskýringar á starfi sínu og fá um leið jákvæða gagn- rýni, því vissulega er hennar sífellt þörf, allt er þetta von- andi á undanhaldi. En ástæðan fyrir ýmsu af þessu er máske einkum sú, að hvorki foreldrar né kennarar hafa almennt gert sér ljóst, að það dýrmætasta, sem hverju barni getur hlotn- azt næst á eftir góðu foreldri, er góður kennari----og góður skóli. Samvinna brýn nauSsyn Nú erum við öll, foreldrar og kennarar, ófullkomin og margt að hjá okkur, en vegna velferð- ar barnsins verðum við að vinna saman af góðvilja og hollustu, og ávirðingar foreldra og kennara má aldrei ræða í viðurvist barnsins. Það er lág- markskrafa, að barnið alist ekki upp i þeirri spennu, sem slíkt skapar. Hamingja og þroski barnsins verður að vera númer eitt. Að lokum langarmig að nefna það atriði, sem mér finnst al- varlegast i skólamálum yfir- leitt, en það er getuleysi skól- anna til að uppfylla það skil- yrði námsskrár, að sem flestir nemendur fái verkefni við sitt hæfi. Með núverandi fyrir- komulagi er slikt ákaflega erf- itt i reynd og kemur yfirleitt þannig út, að miðlungurinn fær verkefni við hæfi, þau dug- legustu ekki og þau seinfærustu bíða stanzlausan ósigur, sem þau reyna kannski þá eða siðar að bæta sér upp á miður heppi- legan hátt. Ástæðurnar eru margar; í fyrsta lagi þarf að stórauka skólarannsóknir (kostar peninga), hafa meiri sveigjanleika innan skólanna (sem kostar líka sitt til að byrja með, en gæti siðan orðið til mikils sparnaðar), en ég held að þessir peningar myndu skila sér aftur í nýtari og ham- ingjusamari einstaklingum. Rósa Björk Þorbjarnardóttir Mönnum verður tíðrætt um „námsaðstöðu i strjálbýli“, „misrétti vegna búsetu“; enn- fremur um „kennaraskortinn“ og hina „erfiðu aðstöðu". Allt eru þetta mikilvæg mál og mörg tengd almennri byggða- stefnu: Hvar er vinnandi vegur að halda byggð með öllu sem henni fylgir i nútímaþjóðfé- lagi? Ofantalið er að mestu leyti tengt þvi sem ég nefni ytra skólastarf. Hér á eftir verður einkum rætt urn innra skólastavf, þ. e. hið daglega starf og líf sem fer frarn í skól- unum sjálfum. Ég nota þessa skiptingu til að leggja áherzlu á, að „ytra byrðið“ er ekki tak- nrark í sjálfu sér, m. ö. o. er ekki nægilegt. Löggjöf, fjár- veiting, stöðluð próf o. s. frv. eru ekki sjálfvirkur gangsetiari innra starfsins, þó að þetta sé samofið, og verður það nokkuð rætt. Hins vegar fannst mér þörf á að reyna að kortleggja forsendur innra starfsins, í þessu tilviki í sveitaskóla. Vax- andi áherzla hlýtur að verða lögð á það, eftir þvi sem ylri aðstæður batna. Ýmsum atrið- unr er hér visvitandi sleppt, ýmist af þvi að þau liggja i augum uppi (íbúðir) eða hafa mikið verið rædd, svo sem kennaramenntunin, sem er þó lykilatriði. Athugunin er tak- mörkuð við eigin reynslu, lest- ur og ímyndunarafl. Að sjálfsögðu er hér gengið út frá vissri hugmynd — oða fordómi — um skóla; hvað hann sé og til hvers. Á skóla má líta frá ýmsum sjónarmið- um: sem opinbera framkvæmd, lyftistöng og kappsmál byggð- arlags, fegurðarblett í lands- laginu, prófa- og réttindaverk- smiðju, almennan vinnustað, upplýsingaþjónustu eða vaxt- armiðstöð. Öll þessi sjónarmið og fleiri til eiga rétt á sér, en verði sum þeirra ráðandi, verð- ur skólinn að skrímsli. Ég lit fyrst og fremst á hann frá húmanísku sjónarmiði í þeirri trú, að þá muni allt hitt veitast yður að auki: tækni, leikni, upplýsingar, réttindi, lyfti- stöng. Húsnæði Eitt af fyrstu ljónunum á veginum eru . skólabyggingar. Reyndar er þetta svo áberandi, að húsnæðismálin hafa skyggt á önnur skóla- og uppeldismál í heild. Vissulega eru skólahús- in mikilvæg. Um það geta þeir fjölmörgu borið vitni, sem hafa eytt tíma sinum í frústrerandi þjark, en héldu sig ráðna til uppeldisstarfa, eða hafa hrein- lega þurft að draga saman seglin. Höfuðborgarsvæðið er ekki, eða ætti ekki að vera, í vand- ræðum með að byggja, þ. e. i samanburði við landsbyggðina. Fljótt á litið virðist svo sem að rikið ætti að kosta þessar byggingar í enn meira mæli en nú er. En auðvitað er ekki hægt að byggja hvar sem er. Til er lágmarksstærð af skóla til að hann sé starfhæfur, þ. e. ef ekki er eingöngu litið á hann sem skírteinaver, heldur frá al- hliða uppeldislegu sjónarmiði. En byggðin er viða svo dreifð og framtiðarhorfur hennar svo óvissar, að hér er torleystur vandi. En málið má einnig setja upp á mannréttindagrundvelli: Börnin eru saklaus af uppruna og búsetu (fullorðnir e. t. v. ekki af hinu síðarnefnda). Og þó að þannig væri hugsað, að sveitabörnin þyrftu ekki meiri menntun til að yrkja átthag- ana — sú röksemd dugar að visu ekki heldur — þá er þess að gæta, að sveitabörnin i dag eru flest orðin borgarbörn á morgun. Átthagabundinn í dag, alþjóðlegur þegn á morgun. Önnur gild röksemd á sama grundvelli er sú, að sveitaskól- inn þarf að innihalda marga þá hvata, sem eru í borgarum- hverfinu, því að borgin er kennari. Eða hver heldur að þessi atriði hafi ekki áhrif á barnssálina: bíó, leikhús, bóka- söfn og önnur söfn, sundlaugar og önnur iþróttaaðstaða, mús- íklíf, námskeið, verkföll, mót- mælaaðgerðir, hátíðir, bygg- ingar, vélar, sérfræðingar og fólk með margvíslega reynslu, poppurinn gamli minn, nafn- laus múgurinn? En húsnæðismál skólanna eru ekki einungis spurning um magn. Skólahúsin stuðla einnig að þroska eða hindra hann. Sjónarmið og þekking skóla- manna þarf að koma hér skýr- 15

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.