Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 44
isfræði; það var ókvenlegt. Þær voru m. a. s. margvísar til þess að slá hendinni á móti álitlegum námsstyrkjum og fá sér heldur einhverja létta vinnu meðan þær biðu eftir þvi að finna þann rétta eða þá að hann lyki námi. Takmarkið var eiginmaður, börn, einbýlishús. Á fyrstu 15 árunum eftir lok heims- styrjaldarinnar síðari var þjóðsagan um lifsfyllingu konunnar í hlutverki eigin- konu og móður þungamiðja í viðhorfi nútíma amerísks þjóðfélags gagnvart stöðu konunnar. Það lífsmunstur og þá kvenlegu ímynd, sem þjóðsögunni til- heyrði, gat t. d. að líta í skínandi mynd- um vikublaðanna; glæsileg húsmóðir, ljómandi af velsæld á fallegu heimili, kveðjandi eiginmanninn á tröppunum með kurt og pí, er hann fer til vinnu sinnar, eða akandi með fullan bíl af börnum út um allar trissur; heimilið allt gljáfagurt, enda mikið þvegið og pússað; allt gert heima, saumað, bakað og allar vélar lengstum í gangi. Þarna var ekki verið að gera sér rellu út af vandamálum umheimsins; þau skyldu karlmennirnir fást við; konunnar var að sóla sig í sínu hlutverki. Þegar bók Simone de Beauvoir, Hitt kynið, kom út, fékk hún ekki hljómgrunn, og einn gagnrýnandinn lét þau orð falla, að hún hefði greinilega enga hugmynd um hin sönnu verðmæti í lífinu. Auk þess væri hún að tala um franskar konur; í Amer- íku væri ekki lengur um neitt kvenna- vandamál að ræða. Tómleikinn Þær konur, sem létu i ljós efasemdir um hlutverk sitt, fengu gjarnan að heyra, að eitthvað hlyti að vera að þeim sjálf- um. Margar geymdu með sér tómleikann og spurninguna „Er þetta allt og sumt?“ og vissu naumast, hve margar spurðu hins sama. Þessi staðreynd fer að renna upp fyrir Betty Friedan eftir því sem hún hittir fleiri húsmæður að máli. Þeim fannst þær vera einangraðar og voru haldnar tómleikakennd án þess þó að geta gefið því vandamáli, sem íþyngdi þeim, ákveðið nafn. Ein orðaði það á þessa leið: „Ég hef unnið öll þau störf, sem ætlazt er til af konu í húsmóður- stöðu, og fallið þau heldur vel, en það er eins og þau gefi manni enga vitund um það, hver maður er í raun og veru. Ég hugsaði aldrei til þess að stunda neitt starf annað en húsmóðurstarf; ég vildi fyrst og fremst giftast og eignast börn. Mér þykir vænt um fjölskyldu mína og heimili mitt; það er ekkert að, sem hægt sé að festa hönd á eða gefa nafn, en ég er samt ráðvillt; það er eins og mig vanti eigin persónuleika. Ég laga mat, klæði börnin, bý um rúmin, tek til, það er kall- að í mig, þegar eitthvað vantar, en hver er ég?“ Höfundur bendir á þá staðreynd, að á miðri 20. öld hafi ameriskum kon- um mjög eindregið verið beint inn á við, verið bent á heimilið sem hinn rétta vettvang starfsorku sinnar. Ekki hafi staðiö á góðum ráðum þeim til handa af hálfu ýmissa sérfræðinga, hvernig þær gætu bezt náð að aðlagast því sviði. Þeim Var oftlega bent á, að engar konur í víðri veröld nytu annarra eins þæginda. Hvaða múður var þetta, sem annað slagið skaut upp kollinum, og það meðal kvenna sem nutu slíkra lífskjara, sem konur í öðrum löndum gátu aðeins látið sig dreyma um? Höfundur bendir á þann misskilning, sem þarna gæti, að ekki geti verið um nein aðlögunarvandkvæði eða persónuleg vandamál húsmæðranna að ræða vegna þess, hve þær búi við glæsileg lífskjör. Þau leysa ekki þennan vanda, segir hún; hann er nýr og sérstæður. Þessa kennd tómleika, firringar og leiða er ekki hægt að skilja eða skýra út frá venjulegum hugtökum, sem eru bundin við skort á efnislegum gæðum við aðrar aðstæður, svo sem hungur, sjúkdóma, fátækt. Það er einmitt langlíklegast, að þessi tóm- leikakennd muni ekki herja á konur, sem hafa fundið lifi sínu tilgang og innihald i baráttunni gegn skorti og neyð, þótt þær búi við fátæklegar ytri aðstæður. Konur, sem telja sér trú um, að unnt sé að fylla upp í þetta tóm með því að hafa hærri tekjur, flytja í glæsilegra hús, fá einn bíl í viðbót, teppi út í öll horn, þær munu finna, að það verður einungis verra, því að vandi þeirra snýst ekki um vöntun efnislegra gæða, heldur vantar innihald í lífið, viss markmið að stefna að. Eitt er víst, segir hún, og það er, að ekki verður öllu lengur hægt að kveða niður þá innri rödd konunnar, sem segir „Ég verð að eiga hlutdeild í einhverju meira en heimilishaldi, hjúskap og barnauppeldi." ímynd amerísku konunn- ar og lífsform hennar, sem amerískar húsmæður leitast svo við að laga líf sitt eftir, hefur verið mótað í gegnum aug- lýsingar, kvennablöð, sjónvarp, kvik- myndir, sögur, greinar, og þá hafa alls konar stærri og smærri spámenn ekki látið sitt eftir liggja. Þegar þessi imynd fer svo að stangast heldur óþyrmilega á við raunveruleikann, fer að renna upp ljós fyrir æ fleirum. Þetta ljós kveður höfundur hafa runnið upp fyrir sér, þegar hún sá hið hróplega ósamræmi milli staðreyndanna i lífi viðmælenda sinna og hinnar viðteknu kvenlegu ímyndar, sem hún hafði sjálf átt þátt í að móta, þegar hún vann sem blaðamaður við ýmis kvennatímarit. Hvað vantar eiginlega í þessa kvenlegu ímynd, sem amerísku konurnar reyna svo ákaft að laga sig að; hvað hefur fallið burtu úr svipmóti þeirr- ar ímyndar, sem nú á dögum á að endur- spegla og móta ímynd amerískra kvenna? Kvennablöð Hún nefnir, að kvennablaðið McCall’s hafi verið mjög útbreitt og innihald þess (ef innihald skyldi kalla) sé allskýrt dæmi um þessa viðteknu hugmynd um hina kvenlegu ímynd, og megi heita eins- konar þverskurður af efni annarra sam- bærilegra tímarita. Hér er tilgreind laus- leg ívitnun í eitt eintak af McCall’s í júlí árið 1960. Fyrst kemur itarleg grein um hirðingu hársins, allt um hárlos, hár- burstun og hárlitun; smásaga sem snýst um það hvernig unglingsstúlka óskóla- gengin nær unnustanum frá greindri menntaskólastúlku; fyrri grein af tveim um hertogann af Windsor, um daglegt slugs svo og klæðaburð þeirra hjóna; sex blaðsíður með glæsilegum myndum af ljósmyndafyrirsætum í tækifæriskjólum; saga um unga stúlku á tízkuskóla og hvernig persónuleiki hennar þróast þar; fjórar síður með leiðbeiningum um megr- un ásamt myndum; grein um allt sem nauðsynlegt er að vita til þess að klófesta mann nr. tvö. Svo voru að sjálfsögðu fastir dálkar um barnauppeldi, matar- og kökuuppskriftir, snyrtingu, lesenda- bréf, að ógleymdu öllu kynferðisruglinu, sem Betty Friedan segir, að blað þetta hafi löngum verið beinlínis gagntekið af. Þarna er myndin uppmáluð, heldur hún áfram, en hvar er heimur hugmyndanna og hugsunarinnar, heimur andans og skynseminnar? Þessi mynd af lífsinntaki amerísku konunnar blasir við á því herrans ári, þegar Castro er að leiða fram þjóðfélags- byltingu á Kúbu; mennirnir eru að þjálfa sig til geimferða; ný ríki eru að rísa upp i Afríku; flugvélin U-2 hraðfleygari en hljóðið hleypir fundi þeirra stóru upp; uppgötvanir verða í raunvisindum; að- gerðir ungra blökkumanna í skólum Suð- urríkjanna neyða menn til þess að horf- ast í augu við brot af lýðræðislegum veru- leika. Þetta blað, sem hefur um fimm millj- ónir kaupenda meðal amerískra kvenna, flestra skólagenginna, segir ekki auka- tekið orð um veröldina utan hins þrönga sviðs heimilisins, og þetta eintak, sem vitnað var til, segir hún, að hafi síður en svo verið nokkurt einsdæmi. Hún segir einnig frá því, að á vissu árabili hafi orðið veruleg breyting á efn- isvali í þessum blöðum, og tekur dæmi af sögum, lengri og skemmri. Hún situr dag eftir dag á bókasafni í New York og pælir í gegnum tuttugu síðustu árganga ýmissa kvennablaða. Hún tekur eftir því, að fram að stríðslokum er hin kvenlega ímynd, sem þar birtist, öll önnur en síðar verður. Umskiptin eru greinilega orðin kringum 1948. Hin fyrri kvenlega sögu- hetja blaðanna er miklu sjálfstæðari; hún er oftast á leiðinni að marki öðru en því að ná í mann, þó að það falli að s’álfsögðu einnig inn í áætlanir hennar. Þarna var konan oftlega sýnd sem stefnufestan dæmigerð, og skapgerðar- einkenni hennar voru rétt eins mikilvæg og sjálft útlitið. Síðan fer myndin að breytast; viðhorf þjóðsögunnar um kon- una taka að breiðast út, blönduð göml- um fordómum og notalegum erfðavenj- um, sem láta fortíðina ná einskonar steinbítstaki á framtíðinni. Þjóðsagan segir, að uppfylling hins kvenlega hlut- verks sé mikilvægasta inntakið í lífi hverrar konu, og það sé helgasta skylda hennar að rækja það. Það kunni aldrei góðri lukku að stýra að víkja af þeirri braut. Undirrót og orsök vandamála kvenna sé, að þær hafi reynt að líkjast karlmanninum, feta sömu slóð og hann í stað þess að lifa í samræmi við sitt eigið kvenlega eðli. Þjóðsagan verður sumsé einskonar uppskrift eða munstur fyrir líf kvennanna, sem þeim ber svo að laga sig að. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.